Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði barst útkallið þrjár mínútur yfir miðnætti. Vel gekk að slökkva eldinn en ljóst sé að tjón sé töluvert.
Annars fóru áramótin vel fram hjá slökkviliði. Senda hafi þurft dælubíla í einhver tvö eða þrjú minniháttar útköll en að þau hafi sjaldan verið eins fá á nýársnótt.
Þó var talsverður erill í sjúkrabílana, en ekkert útkallanna var vegna flugelda.