Af eitraðri jákvæðni Ingrid Kuhlman skrifar 3. janúar 2024 07:01 Þó að það sé almennt talið gagnlegt að hafa jákvætt viðhorf snýst eitruð jákvæðni (e. toxic positivity) um að viðhalda ávallt jákvæðu hugarfari burtséð frá þeim flóknu og tilfinningalega erfiðu aðstæðum sem maður finnur sig í. Eitruð jákvæðni getur tekið á sig margvíslegar myndir. Hún getur komið fram í aðstæðum þar sem einstaklingur gengur í gegnum erfiða tíma, eins og til dæmis við föðurmissi. Þegar hann tjáir sig um sorg sína og söknuð gæti svar sem sýnir eitraða jákvæðni verið: Ekki vera svona leiður, einbeittu þér bara að góðu stundunum. Þú ættir að vera þakklátur fyrir þann tíma sem þú áttir með föður þínum. Þetta svar, þó að það sé hugsanlega vel meint og sett fram til að hughreysta, afneitar eða vísar á bug réttmætum tilfinningum einstaklingsins um sorg og söknuð. Það þrýstir á hann að tileinka sér jákvætt hugarfar og ýta í burtu eðlilegum tilfinningalegum viðbrögðum við missi ástvinar. Í stað þess að viðurkenna sársaukafullar tilfinningar er hann hvattur til að bæla þær niður og einbeita sér aðeins að þeim jákvæðu. Þetta getur verið skaðlegt fyrir tilfinningalega úrvinnslu og heilun. Betri viðbrögð væru að viðurkenna sársauka þess sem syrgir, sýna samúð og leyfa upplifun og tjáningu raunverulegra tilfinninga. Annað dæmi um ofuráherslu á jákvæðar tilfinningar er að segja við einhvern sem glímir við heilsufarsáskorun: Vertu bara jákvæður, aðrir hafa það miklu verr en þú. Þetta svar gefur til kynna að tilfinningar viðkomandi séu ekki fullgildar vegna þess að aðrir eiga við alvarlegri heilsufarsáskoranir að etja. Það getur einnig skapað þrýsting um að vera ekki að íþyngja öðrum með áhyggjum sínum, sem getur mögulega leitt til einangrunar og skorts á stuðningi. Skaðlegar afleiðingar Eitruð jákvæðni getur verið skaðleg af ýmsum ástæðum: Ógilding raunverulegra tilfinninga: Með því að leggja eingöngu áherslu á jákvæðni getur eitruð jákvæðni ógilt upplifun sannra tilfinninga eins og sorgar, reiði eða gremju. Hún getur dregið úr okkur að tjá eða viðurkenna raunverulegar tilfinningar okkar, sem er mikilvægt fyrir tilfinningalega úrvinnslu og andlega heilsu. Forðumst tilfinningalega úrvinnslu: Að hunsa það sem tilfinningar okkur eru að reyna að segja okkur og ýta stöðugt undir jákvæðni getur leitt til þess að við forðumst að takast á við undirliggjandi vandamál. Að viðurkenna og vinna sig í gegnum erfiðar tilfinningar er nauðsynlegt til að byggja upp seiglu. Þrýstingur á að sýnast hamingjusamur: Eitruð jákvæðni skapar samfélagslegar væntingar um að vera hamingjusamur eða sáttur, óháð raunverulegum tilfinningum okkar. Þetta getur aukið einangrunartilfinningu þeirra sem glíma við tilfinningaleg vandamál þar sem þeir geta fundið fyrir því að þeir séu þeir einu sem ekki upplifa stöðuga jákvæðni. Skömm og sektarkennd: Þegar gefið er í skyn að sannar tilfinningar fólks séu óviðeigandi getur einstaklingur þróað með sér skömm og sektarkennd. Þetta getur skapað skaðlega hringrás þar sem einstaklingur kennir sjálfum sér um að vera ekki nógu hamingjusamur og þar með versnar tilfinningalegt ástand hans enn frekar. Áhrif á sambönd: Sambönd geta skaðast þegar fólk tjáir ekki tilfinningar og fælt það jafnvel frá því að leita félagslegs stuðnings. Eitruð jákvæðni getur þannig leitt til yfirborðslegra samskipta og hindrað þróun dýpri tengsla. Aukin streita: Að forðast eða bæla óþægilegar tilfinningar hefur streituvaldandi áhrif á sál og líkama. Þegar rannsakendur létu tvo hópa þátttakenda horfa á tilfinningalega ögrandi kvikmynd sýndi hópurinn sem var hvattur til að bæla tilfinningar sínar hærri hjartslátt en þeir sem gátu brugðist við að vild. Að finna allar tilfinningar Þótt jákvæðni sé vissulega gagnleg er einnig mikilvægt að horfast í augu við, samþykkja og vinna sig í gegnum krefjandi tilfinningar. Tilfinningar innihalda mikilvægar upplýsingar og það að upplifa allar tilfinningar að fullu er hluti af því að vera mannlegur. Höfundur er framkvæmdastjóri Þekkingarmiðlunar og með meistaragráðu í hagnýtri jákvæðri sálfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingrid Kuhlman Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Halldór 20.09.2025 Halldór Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Sjá meira
Þó að það sé almennt talið gagnlegt að hafa jákvætt viðhorf snýst eitruð jákvæðni (e. toxic positivity) um að viðhalda ávallt jákvæðu hugarfari burtséð frá þeim flóknu og tilfinningalega erfiðu aðstæðum sem maður finnur sig í. Eitruð jákvæðni getur tekið á sig margvíslegar myndir. Hún getur komið fram í aðstæðum þar sem einstaklingur gengur í gegnum erfiða tíma, eins og til dæmis við föðurmissi. Þegar hann tjáir sig um sorg sína og söknuð gæti svar sem sýnir eitraða jákvæðni verið: Ekki vera svona leiður, einbeittu þér bara að góðu stundunum. Þú ættir að vera þakklátur fyrir þann tíma sem þú áttir með föður þínum. Þetta svar, þó að það sé hugsanlega vel meint og sett fram til að hughreysta, afneitar eða vísar á bug réttmætum tilfinningum einstaklingsins um sorg og söknuð. Það þrýstir á hann að tileinka sér jákvætt hugarfar og ýta í burtu eðlilegum tilfinningalegum viðbrögðum við missi ástvinar. Í stað þess að viðurkenna sársaukafullar tilfinningar er hann hvattur til að bæla þær niður og einbeita sér aðeins að þeim jákvæðu. Þetta getur verið skaðlegt fyrir tilfinningalega úrvinnslu og heilun. Betri viðbrögð væru að viðurkenna sársauka þess sem syrgir, sýna samúð og leyfa upplifun og tjáningu raunverulegra tilfinninga. Annað dæmi um ofuráherslu á jákvæðar tilfinningar er að segja við einhvern sem glímir við heilsufarsáskorun: Vertu bara jákvæður, aðrir hafa það miklu verr en þú. Þetta svar gefur til kynna að tilfinningar viðkomandi séu ekki fullgildar vegna þess að aðrir eiga við alvarlegri heilsufarsáskoranir að etja. Það getur einnig skapað þrýsting um að vera ekki að íþyngja öðrum með áhyggjum sínum, sem getur mögulega leitt til einangrunar og skorts á stuðningi. Skaðlegar afleiðingar Eitruð jákvæðni getur verið skaðleg af ýmsum ástæðum: Ógilding raunverulegra tilfinninga: Með því að leggja eingöngu áherslu á jákvæðni getur eitruð jákvæðni ógilt upplifun sannra tilfinninga eins og sorgar, reiði eða gremju. Hún getur dregið úr okkur að tjá eða viðurkenna raunverulegar tilfinningar okkar, sem er mikilvægt fyrir tilfinningalega úrvinnslu og andlega heilsu. Forðumst tilfinningalega úrvinnslu: Að hunsa það sem tilfinningar okkur eru að reyna að segja okkur og ýta stöðugt undir jákvæðni getur leitt til þess að við forðumst að takast á við undirliggjandi vandamál. Að viðurkenna og vinna sig í gegnum erfiðar tilfinningar er nauðsynlegt til að byggja upp seiglu. Þrýstingur á að sýnast hamingjusamur: Eitruð jákvæðni skapar samfélagslegar væntingar um að vera hamingjusamur eða sáttur, óháð raunverulegum tilfinningum okkar. Þetta getur aukið einangrunartilfinningu þeirra sem glíma við tilfinningaleg vandamál þar sem þeir geta fundið fyrir því að þeir séu þeir einu sem ekki upplifa stöðuga jákvæðni. Skömm og sektarkennd: Þegar gefið er í skyn að sannar tilfinningar fólks séu óviðeigandi getur einstaklingur þróað með sér skömm og sektarkennd. Þetta getur skapað skaðlega hringrás þar sem einstaklingur kennir sjálfum sér um að vera ekki nógu hamingjusamur og þar með versnar tilfinningalegt ástand hans enn frekar. Áhrif á sambönd: Sambönd geta skaðast þegar fólk tjáir ekki tilfinningar og fælt það jafnvel frá því að leita félagslegs stuðnings. Eitruð jákvæðni getur þannig leitt til yfirborðslegra samskipta og hindrað þróun dýpri tengsla. Aukin streita: Að forðast eða bæla óþægilegar tilfinningar hefur streituvaldandi áhrif á sál og líkama. Þegar rannsakendur létu tvo hópa þátttakenda horfa á tilfinningalega ögrandi kvikmynd sýndi hópurinn sem var hvattur til að bæla tilfinningar sínar hærri hjartslátt en þeir sem gátu brugðist við að vild. Að finna allar tilfinningar Þótt jákvæðni sé vissulega gagnleg er einnig mikilvægt að horfast í augu við, samþykkja og vinna sig í gegnum krefjandi tilfinningar. Tilfinningar innihalda mikilvægar upplýsingar og það að upplifa allar tilfinningar að fullu er hluti af því að vera mannlegur. Höfundur er framkvæmdastjóri Þekkingarmiðlunar og með meistaragráðu í hagnýtri jákvæðri sálfræði.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun