Framtíð Gylfa ráðist í vor Sindri Sverrisson skrifar 3. janúar 2024 15:00 Gylfi Þór Sigurðsson spilaði með Lyngby í haust eftir afar langa fjarveru frá fótbolta. Getty/Lars Ronbog Forráðamenn danska knattspyrnufélagsins Lyngby ætla ekki að taka neina ákvörðun varðandi framtíð Gylfa Þórs Sigurðssonar hjá félaginu fyrr en í vor. Það mun sömuleiðis vera hans vilji. Eftir langt hlé frá fótbolta í kjölfar handtöku sumarið 2021, vegna gruns um brot gegn ólögráða einstaklingi, gekk Gylfi til liðs við Lyngby í fyrrasumar eftir að ljóst varð að hann væri laus allra mála. Gylfi skrifaði undir samning við Lyngby sem rennur út í júní á þessu ári, og því er Gylfa núna frjálst að semja við nýtt félag sem hann gæti svo farið til í sumar. Eftir því sem yfirmaður íþróttamála hjá félaginu, Nicas Kjeldsen, segir við Tipsbladet þá hefur engin ákvörðun verið tekin um framhaldið: „Hann kom hingað og hafði ekki spilað fótbolta í hundrað ár, og svo komu óhjákvæmilega upp minni háttar meiðsli. Þetta haust hefur því verið slitrótt og fyrirsjáanlegt,“ sagði Kjeldsen og bætti við: „Núna fær hann heilt undirbúningstímabil og verður vonandi heill heilsu. Þá skoðum við málið í vor, og það hefur alltaf verið planið. Það vill hann sömuleiðis.“ Mögulega hafa landsleikirnir mikilvægu í lok mars einhver áhrif á ákvörðun Gylfa og Lyngby í vor. Ísland spilar þá í umspili um sæti á EM og mætir Ísrael á útivelli í undanúrslitum, og svo mögulega sigurliðinu úr leik Bosníu og Úkraínu í úrslitaleik. EM fer fram í Þýskalandi næsta sumar, á sama tíma og núgildandi samningur Gylfa við Lyngby rennur út. Gylfi var valinn í landsliðshópinn sem heldur til Bandaríkjanna á næstunni og spilar vináttulandsleiki við Gvatemala 13. janúar og Hondúras 17. janúar. Hann varð hins vegar að draga sig úr hópnum vegna meiðsla en KSÍ tilkynnti það í dag. Gylfi kom við sögu í fimm deildarleikjum með Lyngby í haust, og einum bikarleik þar sem hann skoraði tvö mörk. Þá spilaði hann tvo leiki í undankeppni EM, eftir þriggja ára fjarveru frá landsliðinu, og skoraði tvö mörk í sigri á Liechtenstein sem gerðu hann að markahæsta landsliðsmanni Íslands frá upphafi, með 27 mörk í 80 A-landsleikjum. Danski boltinn Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Gylfi ekki með gegn Gvatemala og Hondúras en tveir nýliðar koma inn Gylfi Þór Sigurðsson getur ekki leikið með íslenska landsliðinu í vináttuleikjunum gegn Gvatemala og Hondúras í þessum mánuði. 3. janúar 2024 09:44 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Sport Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslenski boltinn Fleiri fréttir Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Sjá meira
Eftir langt hlé frá fótbolta í kjölfar handtöku sumarið 2021, vegna gruns um brot gegn ólögráða einstaklingi, gekk Gylfi til liðs við Lyngby í fyrrasumar eftir að ljóst varð að hann væri laus allra mála. Gylfi skrifaði undir samning við Lyngby sem rennur út í júní á þessu ári, og því er Gylfa núna frjálst að semja við nýtt félag sem hann gæti svo farið til í sumar. Eftir því sem yfirmaður íþróttamála hjá félaginu, Nicas Kjeldsen, segir við Tipsbladet þá hefur engin ákvörðun verið tekin um framhaldið: „Hann kom hingað og hafði ekki spilað fótbolta í hundrað ár, og svo komu óhjákvæmilega upp minni háttar meiðsli. Þetta haust hefur því verið slitrótt og fyrirsjáanlegt,“ sagði Kjeldsen og bætti við: „Núna fær hann heilt undirbúningstímabil og verður vonandi heill heilsu. Þá skoðum við málið í vor, og það hefur alltaf verið planið. Það vill hann sömuleiðis.“ Mögulega hafa landsleikirnir mikilvægu í lok mars einhver áhrif á ákvörðun Gylfa og Lyngby í vor. Ísland spilar þá í umspili um sæti á EM og mætir Ísrael á útivelli í undanúrslitum, og svo mögulega sigurliðinu úr leik Bosníu og Úkraínu í úrslitaleik. EM fer fram í Þýskalandi næsta sumar, á sama tíma og núgildandi samningur Gylfa við Lyngby rennur út. Gylfi var valinn í landsliðshópinn sem heldur til Bandaríkjanna á næstunni og spilar vináttulandsleiki við Gvatemala 13. janúar og Hondúras 17. janúar. Hann varð hins vegar að draga sig úr hópnum vegna meiðsla en KSÍ tilkynnti það í dag. Gylfi kom við sögu í fimm deildarleikjum með Lyngby í haust, og einum bikarleik þar sem hann skoraði tvö mörk. Þá spilaði hann tvo leiki í undankeppni EM, eftir þriggja ára fjarveru frá landsliðinu, og skoraði tvö mörk í sigri á Liechtenstein sem gerðu hann að markahæsta landsliðsmanni Íslands frá upphafi, með 27 mörk í 80 A-landsleikjum.
Danski boltinn Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Gylfi ekki með gegn Gvatemala og Hondúras en tveir nýliðar koma inn Gylfi Þór Sigurðsson getur ekki leikið með íslenska landsliðinu í vináttuleikjunum gegn Gvatemala og Hondúras í þessum mánuði. 3. janúar 2024 09:44 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Sport Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslenski boltinn Fleiri fréttir Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Sjá meira
Gylfi ekki með gegn Gvatemala og Hondúras en tveir nýliðar koma inn Gylfi Þór Sigurðsson getur ekki leikið með íslenska landsliðinu í vináttuleikjunum gegn Gvatemala og Hondúras í þessum mánuði. 3. janúar 2024 09:44