Umfjöllun: Höttur - Grindavík 71-78 | Grindvíkingar upp að hlið Hattar 4. janúar 2024 21:10 Vísir/Vilhelm Grindvíkingar lyftu sér upp að hlið Hattar í áttunda sæti Subway-deildar karla í körfubolta með góðum sjö stiga sigri fyrir austan í kvöld, 71-78. Fyrir leikinn voru báðir þjálfarar spenntir að fara byrja þessa seinni umferð og að komast loksins af stað eftir langt hlé. Grindavík voru búnir að bæta við sig manni í Julio De Asiss sem einhverjir ættu að kannast við. Hann hefur áður spilað með Breiðablik og Vestra hér á landi. Deandre Kane var hins vegar hvergi sjáanlegur og eftir leik sagði Jóhann að hann hafi fengið leyfi til að taka lengra frí til að reyna að ná sér af nárameiðslum. Hjá Hetti voru allir með, Matej Karlovic var komin inn í liðið eftir að hafa lent í bílslysi fyrir jól. Fyrri viðureign þessara liða í fyrstu umferð í haust endaði með öruggum sigri Hattarmanna 87-104. Grindvíkingar voru heldur fáliðaðir í þeim leik enda ekki búnir að fá alla leikmenn til landsins eins og frægt er orðið. Leikurinn í kvöld var ansi kaflaskiptur. Hann fór hægt af stað og ekki mikið og stigaskor. Buskey fór fyrir Hattarmönnum og höfðu þeir frumkvæðið til að byrja með.Ólafur Ólafsson sá um stigaskorunina fyrir Grindavík og eftir 7 mínútur í fyrsta leikhluta var staðan 8-8 og stefndi allt í lokatölur myndu minna á meðaltal í góðum handboltaleik. Eftir frekar rólega byrjun duttu Grindvíkingar í gang og fóru þrigga stiga skotin að detta. þeir náðu að koma stöðunni í 13-22 og hlutirnir virtust auðveldari hjá þeim enn hjá Hattarmönnum. Í örðu leiklhuta var sama á teningnum, Grindvíkingar grimmari í vörn og lítið virtist ganga hjá Hattarmönnum. Grindavíkingar gengu á lagið og juku forskotið í 13-28 áður enn Viðar náði að bregaðst við og taka leikhlé. Það dugði skammt og Grindavík hélt áfram að vera duglegir í vörninni og að setja þristana í sókninni. Hattarmenn áttu engin svör í fyrri hálfleik og ekki batnaði það þegar Deontaye Buskey snýri sig á ökkla og þurfti að vera borin af velli. Hann hafði þá spilað 15 mínútur og kom ekkert meira við sögu í kvöld. Staðan í hálfleik var 27-47 og lág munurinn í þriggja stiga skotunum og töpuðum boltum. Skotnýting Hattar í fyrri var 2 af 12 í þriggja sem gera 17 prósent á meðan Grindvíkingar settu 8 af 19 sinna skot sem gerir 42 prósent. Höttur var með 10 tapaða bolta meðan Grindavík var með 3. Það var saga fyrri hálfleiksins Í seinni hálfleik mætti annað Hattarlið til leiks og það sást strax á ákafanu í vörninni að þeirr voru ekki til í að gefast upp. Seinni hálfleikur var reyndar bara 16 sekúndu gamall þegar Viðar var búin að næla sér í tæknivilllu fyrir tuð. Höttur byrjaði á 12-4 áhlaupi og truflaði ótal sendingar aðra og gerðu Grindvíkingum lífið leitt. 39-51 og 3. leikhluti ekki hálfnaður. Áfram hélt vörninn hjá Hetti að trufla og lítið gekk hjá Grindavík. á fyrstu 6 mínútum 3 leikhluta voru þeir með 7 tapaða bolta. Þá var komið að Jóhanni að taka leikhlé fyrir Grindavík. Það dugði skammt því áfram heldu Hattarmenn að saxa á forskotið og í stöðunni 48-57 þurfti Basil að taka til sinna ráða. Fyrst setti hann upp góða sókn sem endaði með stoðsendingu á Breka. Strax í kjölfarið stal hann svo boltanum og setti auðvelt layup. 5 snögg stig seint í 3 leikhluta og sýndi hverslags gæðaleikmaður hann er. 48- 62 og staðan svo 52-65 þegar leikhlutanum lauk. 4. leikhluti var svo hnífjafn og Hattarmenn héldu áfram að láta vörnina þvinga Grindavíkinga í að tapa boltum. Obie Trotter setti þrist og kom stöðunni í 66-70 um miðjan leikhlutann og bæði lið orðin ansi þreytt. Mikið um tapað bolta og nú treystu bæði lið á þriggja stiga skotin. Aftur var það Obie sem setti þrist og breytti stöðunni í 71-72 og 1,42 eftir af leiknum. Nær komust þeir hins vegar ekki og náðu Grindvíkingar að tefla þessa þjálfara skák í lokin til enda og sigla sigrinum. Lokatölur 71-78 Grindvíkingar enduðu með 19 tapaða bolta, þar af 16 í seinni og 13 af 32 í þriggja, 40 prósent. Hattarmenn endaðu með 20 tapaða bolta og 11 af 28 í þriggja, 39 prósent þar af 9 af 16 í seinni sem gerir 56 prósent. Saga tveggja hálfleikja og forskot Grindvíkinga úr fyrri dugði til að ná í 2 stig austur. Það var jafnt framlag frá lykilleikkmönnum Grindavíkur sem skilaði þessu og stigahæstir voru Basil með 19 stig og 9 stoðsendingar, Julio með 12 stig og 6 fráköst, Óli óla með 12, Valur með 10 og Daniel með 14 stig. Hjá Hetti vor það Nemanja með 17 stig og 13 fráköst og Matej Karlovic með 22 stig 4 fráköst og 6 stoðsendingar Subway-deild karla Höttur UMF Grindavík
Grindvíkingar lyftu sér upp að hlið Hattar í áttunda sæti Subway-deildar karla í körfubolta með góðum sjö stiga sigri fyrir austan í kvöld, 71-78. Fyrir leikinn voru báðir þjálfarar spenntir að fara byrja þessa seinni umferð og að komast loksins af stað eftir langt hlé. Grindavík voru búnir að bæta við sig manni í Julio De Asiss sem einhverjir ættu að kannast við. Hann hefur áður spilað með Breiðablik og Vestra hér á landi. Deandre Kane var hins vegar hvergi sjáanlegur og eftir leik sagði Jóhann að hann hafi fengið leyfi til að taka lengra frí til að reyna að ná sér af nárameiðslum. Hjá Hetti voru allir með, Matej Karlovic var komin inn í liðið eftir að hafa lent í bílslysi fyrir jól. Fyrri viðureign þessara liða í fyrstu umferð í haust endaði með öruggum sigri Hattarmanna 87-104. Grindvíkingar voru heldur fáliðaðir í þeim leik enda ekki búnir að fá alla leikmenn til landsins eins og frægt er orðið. Leikurinn í kvöld var ansi kaflaskiptur. Hann fór hægt af stað og ekki mikið og stigaskor. Buskey fór fyrir Hattarmönnum og höfðu þeir frumkvæðið til að byrja með.Ólafur Ólafsson sá um stigaskorunina fyrir Grindavík og eftir 7 mínútur í fyrsta leikhluta var staðan 8-8 og stefndi allt í lokatölur myndu minna á meðaltal í góðum handboltaleik. Eftir frekar rólega byrjun duttu Grindvíkingar í gang og fóru þrigga stiga skotin að detta. þeir náðu að koma stöðunni í 13-22 og hlutirnir virtust auðveldari hjá þeim enn hjá Hattarmönnum. Í örðu leiklhuta var sama á teningnum, Grindvíkingar grimmari í vörn og lítið virtist ganga hjá Hattarmönnum. Grindavíkingar gengu á lagið og juku forskotið í 13-28 áður enn Viðar náði að bregaðst við og taka leikhlé. Það dugði skammt og Grindavík hélt áfram að vera duglegir í vörninni og að setja þristana í sókninni. Hattarmenn áttu engin svör í fyrri hálfleik og ekki batnaði það þegar Deontaye Buskey snýri sig á ökkla og þurfti að vera borin af velli. Hann hafði þá spilað 15 mínútur og kom ekkert meira við sögu í kvöld. Staðan í hálfleik var 27-47 og lág munurinn í þriggja stiga skotunum og töpuðum boltum. Skotnýting Hattar í fyrri var 2 af 12 í þriggja sem gera 17 prósent á meðan Grindvíkingar settu 8 af 19 sinna skot sem gerir 42 prósent. Höttur var með 10 tapaða bolta meðan Grindavík var með 3. Það var saga fyrri hálfleiksins Í seinni hálfleik mætti annað Hattarlið til leiks og það sást strax á ákafanu í vörninni að þeirr voru ekki til í að gefast upp. Seinni hálfleikur var reyndar bara 16 sekúndu gamall þegar Viðar var búin að næla sér í tæknivilllu fyrir tuð. Höttur byrjaði á 12-4 áhlaupi og truflaði ótal sendingar aðra og gerðu Grindvíkingum lífið leitt. 39-51 og 3. leikhluti ekki hálfnaður. Áfram hélt vörninn hjá Hetti að trufla og lítið gekk hjá Grindavík. á fyrstu 6 mínútum 3 leikhluta voru þeir með 7 tapaða bolta. Þá var komið að Jóhanni að taka leikhlé fyrir Grindavík. Það dugði skammt því áfram heldu Hattarmenn að saxa á forskotið og í stöðunni 48-57 þurfti Basil að taka til sinna ráða. Fyrst setti hann upp góða sókn sem endaði með stoðsendingu á Breka. Strax í kjölfarið stal hann svo boltanum og setti auðvelt layup. 5 snögg stig seint í 3 leikhluta og sýndi hverslags gæðaleikmaður hann er. 48- 62 og staðan svo 52-65 þegar leikhlutanum lauk. 4. leikhluti var svo hnífjafn og Hattarmenn héldu áfram að láta vörnina þvinga Grindavíkinga í að tapa boltum. Obie Trotter setti þrist og kom stöðunni í 66-70 um miðjan leikhlutann og bæði lið orðin ansi þreytt. Mikið um tapað bolta og nú treystu bæði lið á þriggja stiga skotin. Aftur var það Obie sem setti þrist og breytti stöðunni í 71-72 og 1,42 eftir af leiknum. Nær komust þeir hins vegar ekki og náðu Grindvíkingar að tefla þessa þjálfara skák í lokin til enda og sigla sigrinum. Lokatölur 71-78 Grindvíkingar enduðu með 19 tapaða bolta, þar af 16 í seinni og 13 af 32 í þriggja, 40 prósent. Hattarmenn endaðu með 20 tapaða bolta og 11 af 28 í þriggja, 39 prósent þar af 9 af 16 í seinni sem gerir 56 prósent. Saga tveggja hálfleikja og forskot Grindvíkinga úr fyrri dugði til að ná í 2 stig austur. Það var jafnt framlag frá lykilleikkmönnum Grindavíkur sem skilaði þessu og stigahæstir voru Basil með 19 stig og 9 stoðsendingar, Julio með 12 stig og 6 fráköst, Óli óla með 12, Valur með 10 og Daniel með 14 stig. Hjá Hetti vor það Nemanja með 17 stig og 13 fráköst og Matej Karlovic með 22 stig 4 fráköst og 6 stoðsendingar
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti