Utan vallar: Þetta einstaka eina prósent Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. janúar 2024 10:02 Gísli Þorgeir Kristjánsson fagnar eftir að Magdeburg vann Kielce í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. getty/Frederic Scheidemann Með allar líkur sér í óhag og eftir að hafa fengið mótlætisstorm í fangið vann Gísli Þorgeir Kristjánsson eitt magnaðasta íþróttaafrek Íslandssögunnar. Þess vegna er hann verðskuldaður Íþróttamaður ársins 2023. Það eru fjórar mínútur eftir af undanúrslitaleik Magdeburg og Barcelona í Meistaradeild Evrópu í handbolta. Staðan er 29-30, Börsungum í vil. Gísli keyrir inn í vörn Barcelona en rekst utan í brasilíska heljarmennið Thiago Pietrus. Hann fær þungt högg á öxlina, liggur óvígur eftir og kemur ekki meira við sögu í leiknum sem Magdeburg vinnur í vítakeppni. Gísli fagnar sigrinum með félögum sínum með höndina í fatla. Eftir leikinn greindi Bennet Wiegert, þjálfari Magdeburg, frá því að Gísli hefði farið úr axlarlið, ekki í fyrsta og ekki í annað sinn á ferlinum. Hafnfirðingurinn sést því væntanlega ekkert aftur á handboltavellinum fyrr en eftir nokkra mánuði. Það hefði verið niðurstaðan fyrir 99 prósent allra íþróttamanna. En Gísli er hluti af þessu einstaka eina prósenti. Svona eintök koma ekki í hverju goti. Eftir rúmar tuttugu mínútur skokkar Gísli inn á völlinn í úrslitaleiknum gegn Kielce, daginn eftir að hafa farið úr axlarlið. Um er að ræða einhverja rosalegustu upprisu frá því Lasarus vaknaði til lífsins fyrir margt löngu. Það er sennilega lygasaga og endurkoma Gísla hefði ekki átt að vera möguleg. En hún var það samt. Úrslitaleikurinn var æsispennandi og úrslitin réðust í framlengingu. Þar spilaði Gísli fullkomnar tíu mínútur og átti þátt í öllum mörkum Magdeburg sem vann leikinn, 30-29. Gísli skoraði alls sex mörk í leiknum, átti þátt í fjölda annarra og var valinn mikilvægasti leikmaður úrslitahelgarinnar. Og svo það sé endurtekið. Degi fyrir úrslitaleikinn fór Gísli úr axlarlið. Það er ekki eins og að brjóta nögl. Það á ekki vera hægt að spila jafn vel og Gísli gerði eftir að hafa orðið fyrir meiðslum af þessu tagi, hvað þá eftir að hafa farið nokkrum sinnum áður úr axlarlið. Þetta var einfaldlega goðsagnastöff hjá Gísla. Drengurinn er með hærri sársaukaþröskuld en innbrotsþjófarnir í Home Alone og sýndi fádæma keppnishörku og ósérhlífni í afar erfiðum aðstæðum. Gísli sýndi líka einstakt hugrekki. Þrátt fyrir að allar axlarófarirnar, og sérstaklega frá deginum áður, hafi eflaust verið bakvið eyrað réðist hann ítrekað á varnarmenn Kielce, plataði þá upp úr skónum, skoraði sjálfur eða lagði á borð fyrir samherja sína. Gísli fagnar Meistaradeildartitlinum á ráðhústorginu í Magdeburg.getty/Ronny Hartmann Það má heldur ekki gleyma því að Gísli var nýkominn aftur á völlinn fyrir úrslitahelgina eftir að hafa, jú fótbrotnað (!) nokkrum vikum áður. Hann braut bein í ökkla í Meistaradeildarleik gegn Wisla Plock 10. maí. Allir bjuggust við því að tímabilinu væri lokið og Magdeburg lýsti því meðal annars yfir. En mánuði síðar sneri hann aftur á völlinn. Vonin var um að spila úrslitahelgi Meistaradeildarinnar var afar veik en hún var til staðar og hélt honum gangandi eins og hann sagði í viðtali við undirritaðan í byrjun júní. „Það var algjör gulrót og markmiðið sem ég var alltaf með í hausnum. Það var eitthvað sem ég vildi ekki missa. Jafnvel þótt það væri ekki nema eitt prósent líkur til að ná því ætlaði ég að gera allt til þess. Ég var alveg hundrað prósent viss um að ég myndi aldrei sjá eftir vinnunni sem ég myndi leggja í það. Ég gæti alltaf sagt við sjálfan mig að ég hefði reynt allt til að láta þetta ganga,“ sagði Gísli. Eitt prósent von var nóg von til að keyra þennan einstaka íþróttamann áfram. Hann var svo aftur kýldur kaldur gegn Barcelona en stóð aftur upp og storkaði íþróttalögmálunum daginn eftir. Sly sjálfur hefði varla getað skrifað betra handrit að íþróttaendurkomu. Þótt Gísli myndi ekki gera neitt í viðbót á ferlinum væri hans arfleið í íslenskri íþróttasögu tryggð. En íþróttamenn sem tilheyra þessu einstaka eina prósenti eru aldrei saddir. Það eru fleiri afrek sem þarf að vinna og þau munu vinnast. Gísli mun halda áfram að skrifa goðsöguna um sjálfan sig. Landslið karla í handbolta Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Þýski handboltinn Utan vallar Íþróttamaður ársins Mest lesið „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Fótbolti Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Fótbolti Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Körfubolti Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Fótbolti Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Fótbolti „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Dramatískur endurkomusigur United Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Sjá meira
Það eru fjórar mínútur eftir af undanúrslitaleik Magdeburg og Barcelona í Meistaradeild Evrópu í handbolta. Staðan er 29-30, Börsungum í vil. Gísli keyrir inn í vörn Barcelona en rekst utan í brasilíska heljarmennið Thiago Pietrus. Hann fær þungt högg á öxlina, liggur óvígur eftir og kemur ekki meira við sögu í leiknum sem Magdeburg vinnur í vítakeppni. Gísli fagnar sigrinum með félögum sínum með höndina í fatla. Eftir leikinn greindi Bennet Wiegert, þjálfari Magdeburg, frá því að Gísli hefði farið úr axlarlið, ekki í fyrsta og ekki í annað sinn á ferlinum. Hafnfirðingurinn sést því væntanlega ekkert aftur á handboltavellinum fyrr en eftir nokkra mánuði. Það hefði verið niðurstaðan fyrir 99 prósent allra íþróttamanna. En Gísli er hluti af þessu einstaka eina prósenti. Svona eintök koma ekki í hverju goti. Eftir rúmar tuttugu mínútur skokkar Gísli inn á völlinn í úrslitaleiknum gegn Kielce, daginn eftir að hafa farið úr axlarlið. Um er að ræða einhverja rosalegustu upprisu frá því Lasarus vaknaði til lífsins fyrir margt löngu. Það er sennilega lygasaga og endurkoma Gísla hefði ekki átt að vera möguleg. En hún var það samt. Úrslitaleikurinn var æsispennandi og úrslitin réðust í framlengingu. Þar spilaði Gísli fullkomnar tíu mínútur og átti þátt í öllum mörkum Magdeburg sem vann leikinn, 30-29. Gísli skoraði alls sex mörk í leiknum, átti þátt í fjölda annarra og var valinn mikilvægasti leikmaður úrslitahelgarinnar. Og svo það sé endurtekið. Degi fyrir úrslitaleikinn fór Gísli úr axlarlið. Það er ekki eins og að brjóta nögl. Það á ekki vera hægt að spila jafn vel og Gísli gerði eftir að hafa orðið fyrir meiðslum af þessu tagi, hvað þá eftir að hafa farið nokkrum sinnum áður úr axlarlið. Þetta var einfaldlega goðsagnastöff hjá Gísla. Drengurinn er með hærri sársaukaþröskuld en innbrotsþjófarnir í Home Alone og sýndi fádæma keppnishörku og ósérhlífni í afar erfiðum aðstæðum. Gísli sýndi líka einstakt hugrekki. Þrátt fyrir að allar axlarófarirnar, og sérstaklega frá deginum áður, hafi eflaust verið bakvið eyrað réðist hann ítrekað á varnarmenn Kielce, plataði þá upp úr skónum, skoraði sjálfur eða lagði á borð fyrir samherja sína. Gísli fagnar Meistaradeildartitlinum á ráðhústorginu í Magdeburg.getty/Ronny Hartmann Það má heldur ekki gleyma því að Gísli var nýkominn aftur á völlinn fyrir úrslitahelgina eftir að hafa, jú fótbrotnað (!) nokkrum vikum áður. Hann braut bein í ökkla í Meistaradeildarleik gegn Wisla Plock 10. maí. Allir bjuggust við því að tímabilinu væri lokið og Magdeburg lýsti því meðal annars yfir. En mánuði síðar sneri hann aftur á völlinn. Vonin var um að spila úrslitahelgi Meistaradeildarinnar var afar veik en hún var til staðar og hélt honum gangandi eins og hann sagði í viðtali við undirritaðan í byrjun júní. „Það var algjör gulrót og markmiðið sem ég var alltaf með í hausnum. Það var eitthvað sem ég vildi ekki missa. Jafnvel þótt það væri ekki nema eitt prósent líkur til að ná því ætlaði ég að gera allt til þess. Ég var alveg hundrað prósent viss um að ég myndi aldrei sjá eftir vinnunni sem ég myndi leggja í það. Ég gæti alltaf sagt við sjálfan mig að ég hefði reynt allt til að láta þetta ganga,“ sagði Gísli. Eitt prósent von var nóg von til að keyra þennan einstaka íþróttamann áfram. Hann var svo aftur kýldur kaldur gegn Barcelona en stóð aftur upp og storkaði íþróttalögmálunum daginn eftir. Sly sjálfur hefði varla getað skrifað betra handrit að íþróttaendurkomu. Þótt Gísli myndi ekki gera neitt í viðbót á ferlinum væri hans arfleið í íslenskri íþróttasögu tryggð. En íþróttamenn sem tilheyra þessu einstaka eina prósenti eru aldrei saddir. Það eru fleiri afrek sem þarf að vinna og þau munu vinnast. Gísli mun halda áfram að skrifa goðsöguna um sjálfan sig.
Landslið karla í handbolta Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Þýski handboltinn Utan vallar Íþróttamaður ársins Mest lesið „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Fótbolti Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Fótbolti Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Körfubolti Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Fótbolti Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Fótbolti „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Dramatískur endurkomusigur United Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Sjá meira