Oscar Pistorius sleppur úr fangelsinu í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. janúar 2024 07:00 Mál Oscar Pistorius vakti mikla fjölmiðlaathygli en hann má ekki ræða við fjölmiðla eftir að hann sleppur út. Getty/Charlie Shoemaker Suður-Afríkumaðurinn Oscar Pistorius gengur í dag út úr fangelsi í Suður-Afríku tæpum ellefu árum eftir að hann skaut kærustu sína, Reevu Steenkamp, til bana á heimili þeirra. Pistorius var dæmdur í þrettán ára og fimm mánaða fanglesi fyrir manndrápið en fangar mega sækja um reynslulausn þegar þeir hafa setið af sér helming dómsins. Skilorðsnefnd í fangelsi hans í Suður-Afríku veitti honum reynslulausn í nóvember síðastliðnum. Pistorius er nú 37 ára gamall en hann hefur setið í fangelsi síðan í október 2014. Oscar Pistorius to be released on parole in South Africa https://t.co/AjDmbIFHOy— BBC News (UK) (@BBCNews) January 5, 2024 Pistorius þarf að framfylgja ströngum skilyrðum eins og að fara á námskeið í reiðistjórnum og sinna samfélagsþjónustu. Hann mun lifa undir þessum ströngu skilyrðum til ársins 2029 þegar dómurinn átti að renna út. Pistorius þarf að halda sig heima á ákveðnum tímum sólarhringsins og má ekki drekka áfengi. Hann má heldur ekki tala við fjölmiðla. Skilorðsnefndin sagði að Pistorius þurfi að gera það sama og allir sem fá slíka reynslulausn og fær því enga sérmeðferð þrátt fyrir frægð sína. Pistorius var dæmdur fyrir að bana kærustu sinni Reeva Steenkamp á Valentínusardeginum 2013. Hann skaut hana fjórum sinnum í gegnum baðherbergishurðina en taldi sig vera að skjóta innbrotsþjóf. Pistorius var þjóðhetja eftir afrek sín í frjálsum íþróttum fatlaðra og vakti líka heimsathygli fyrir að keppa við heilbrigða á stórmótum eins og á Ólympíuleikum. Hann missti báða fætur ellefu mánaða gamall. Pistorius vann alls sex gullverðlaun á Ólympíumótum fatlaðra frá 2004 til 2012. Pistorius fékk upphaflega fimm ára dóm en hæstiréttur lengdi seinna dóminn í þrettán ár og fimm mánuði. Former Paralympic star Oscar Pistorius will be released from prison today in South Africa after being granted parole nearly 11 years after killing his girlfriend Reeva Steenkamp. pic.twitter.com/3ZOhUhe6i7— Good Morning Britain (@GMB) January 5, 2024 Frjálsar íþróttir Suður-Afríka Oscar Pistorius Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Enski boltinn Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Fótbolti Fleiri fréttir Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Dagskráin í dag: Stórleikur í París og Solskjær mætir til leiks í Tyrklandi „Alltaf óþolandi að klikka“ Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Holland marði Katar Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Sjá meira
Pistorius var dæmdur í þrettán ára og fimm mánaða fanglesi fyrir manndrápið en fangar mega sækja um reynslulausn þegar þeir hafa setið af sér helming dómsins. Skilorðsnefnd í fangelsi hans í Suður-Afríku veitti honum reynslulausn í nóvember síðastliðnum. Pistorius er nú 37 ára gamall en hann hefur setið í fangelsi síðan í október 2014. Oscar Pistorius to be released on parole in South Africa https://t.co/AjDmbIFHOy— BBC News (UK) (@BBCNews) January 5, 2024 Pistorius þarf að framfylgja ströngum skilyrðum eins og að fara á námskeið í reiðistjórnum og sinna samfélagsþjónustu. Hann mun lifa undir þessum ströngu skilyrðum til ársins 2029 þegar dómurinn átti að renna út. Pistorius þarf að halda sig heima á ákveðnum tímum sólarhringsins og má ekki drekka áfengi. Hann má heldur ekki tala við fjölmiðla. Skilorðsnefndin sagði að Pistorius þurfi að gera það sama og allir sem fá slíka reynslulausn og fær því enga sérmeðferð þrátt fyrir frægð sína. Pistorius var dæmdur fyrir að bana kærustu sinni Reeva Steenkamp á Valentínusardeginum 2013. Hann skaut hana fjórum sinnum í gegnum baðherbergishurðina en taldi sig vera að skjóta innbrotsþjóf. Pistorius var þjóðhetja eftir afrek sín í frjálsum íþróttum fatlaðra og vakti líka heimsathygli fyrir að keppa við heilbrigða á stórmótum eins og á Ólympíuleikum. Hann missti báða fætur ellefu mánaða gamall. Pistorius vann alls sex gullverðlaun á Ólympíumótum fatlaðra frá 2004 til 2012. Pistorius fékk upphaflega fimm ára dóm en hæstiréttur lengdi seinna dóminn í þrettán ár og fimm mánuði. Former Paralympic star Oscar Pistorius will be released from prison today in South Africa after being granted parole nearly 11 years after killing his girlfriend Reeva Steenkamp. pic.twitter.com/3ZOhUhe6i7— Good Morning Britain (@GMB) January 5, 2024
Frjálsar íþróttir Suður-Afríka Oscar Pistorius Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Enski boltinn Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Fótbolti Fleiri fréttir Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Dagskráin í dag: Stórleikur í París og Solskjær mætir til leiks í Tyrklandi „Alltaf óþolandi að klikka“ Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Holland marði Katar Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Sjá meira
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti