Hálkuslys Sigurður H. Guðjónsson skrifar 5. janúar 2024 08:00 Bótaábyrgð húseiganda. Ekki eru öll föll til fjár og byltur til bóta. Þegar hálkuslys verða við hús er spurt um ábyrgð eigenda þeirra. Það er engin almenn skráð lagaregla um ábyrgð húseigenda vegna slíkra slysa. Hins vegar á ábyrgur húseigandi að vera vakandi gagnvart veðrabrigðum og slysagildrum. Þegar hann má gera sér grein fyrir hættu og það kostar hvorki mikið fé né fyrirhöfn að gera fyrirbyggjandi ráðstafanir, hvílir á honum skylda til að bregðast við að viðlagðri bótaábyrgð. Gangandi fólk verður líka að kunna fótum sínum forráð í hálku og gá að sér. Bótabyrgð húseigenda byggist á ólögfestum meginreglum og dómafordæmum . Það er skilyrði bótaskyldu að um ásetning, gáleysi eða vanrækslu, húseiganda sé að tefla. Sá sem krefur um bætur verður að sanna skilyrði bóta og fjárhæð tjóns. Bonus Pater Vanræksla og gáleysi er metið út frá þeirri fyrirhyggju og varkárni sem góður fjölskyldu-faðir telur rétt að sýna við sömu aðstæður. Hvað hefði hann gert í stöðunni? Hefði hann gert ráðstafanir til að fyrirbyggja slys, mokað og eytt hálku Ef hann hefði gert það en þú lást makindalega upp í sófa meðan fólk var á fallandi fæti fyrir utan þá ert þú í vondum málum og bótaábyrgur. Ekki eru allar föll til fjár né byltur til bóta Það er samt meginregla að fólk fari sinna ferða á eigin áhættu og að slys og tjón séu á þess ábyrgð. Það eru almennt líkur á því að slys séu vegna óhappatilviljunar og engum sé um að kenna nema þá manni sjálfum. Það heyrir til undantekninga að aðrir beri ábyrgð á slysum og tjóni fólks. Þótt vanræksla húseigenda sé sönnuð og bótaskylda sé fyrir hendi þá kunna bætur að falla niður að öllu leyti eða hluta vegna eigin sakar hins slasaða. Menn eiga og verða að kunna fótum sínum forráð og að hegða sér eftir aðstæðum. Menn mega vita að hér er allra veðra von og veðrabrigði eru skjót og menn verða að haga leiðarvali, fótabúnaði og hraða í samræmi við það. Dæmi eru um að háir hælar og hlaup á svelli hafi valdið því að bætur runnu úr greipum. Atvinnuhúsnæði Dómstólar gera strangari kröfur um aðgát, ráðstafanir og slysavarnir, til eigenda bygginga sem hýsa stofnanir, verslanir og þjónustustarfsemi, þangað sem almenningur á erindi eða er beinlínis hvattur til að sækja. Minna þarf til að eigendur slíkra húsa veði ábyrgir vegna hálkuslysa en húseigendur almennt. Fáir dómar. Yfirleitt sýkna Tiltölulega fái dómar hafa gengið um ábyrgð húseigenda í málum af þessum togaga en málum hefur farið fjölgandi síðustu árin og áratugina. Sjaldnast hefur bótaábyrgð verið lögð á húseigendur og er sýkna meginreglan. Þessi mál eru tiltölulega ný bóla. Hvað skyldi valda því? Aðstæður hafa lítið breyst nema þá til bóta, t.d hitalagnir í stéttum og plönum. Veðurfar er svipað og hálka er ekki ný af nálinni. Kannski er nútímamaðurinn hættur að rýna í veðrið og merki náttúrunnar og orðinn andvaralaus, ógætinn og klaufskur innipúki. Mannbroddar Notkun mannbrodda var til skamms tíma á undanhaldi og sleipt skótau á stóra sök á byltum og föllum. Síðustu árin hefur orðið mannbroddavakning. Áður fengust þeir hjá fáeinum skósmiðum og úrvalið var fábreytt en nú fást broddar í annarri hverri búð og úrvalið er mikið og gott. Samt er fólk á fallandi fæti út um allt. Það má vera að fólk ætli sér skemmri tíma til að fara á milli staða og sé um og fari hraðar en aðstæður leyfa og gleymi broddunum í hlaupum og asa dagsins Bótafíkn Sennilega hefur fyrri tíðar fólk frekar horft í eigin barm ef því varð hált á svelli og tekið því sem óhappi eða kennt sér sjálfu um. Nú virðist fólki tamara að kenna öðrum um og finna sökudólga þegar illa fer og óhöpp verða. Aldahátturinn hefur breyst og má ef til vill kenna það amerískum sjónvarpsþáttum og bíómyndum um stjörnu- eða ofurlögfræðinga sem lögsækja allt sem hreyfist út af hverju sem er.. Hálkugöngulagið Þá kann að vera að þjóðin hafi glatað hálkugöngulaginu sem gerði henni forðum fært að svífa hratt og örugglega yfir ísilagða slóð. Þjóðin er orðin veikari á svellinu og kann ekki fótum sínum eins góð forráð og fyrrum. Inúítar og Samar hafa varðveitt þessa göngulist og geta þotið yfir hálan ís án nokkurs broddabúnaðar og eru það fótvissir að þeir detta bara aldrei. Þeir dansa, ganga eða hreinlega svífa yfir svell og ís, mjúklega og gleiðir og með hnén laus og mjaðmirnar líka og galdra þyngdarpunktinn langt niður. Þeir taka lítil skref og auka jafnvægið með því að hafa hendurnar út með síðunum, svona líkt og mörgæsir. Líkaminn er afslappaður og hreyfingar kattmjúkar. Andstaða við stífa og stirðbusalega hreyfingar fullorðins fólks hér í hálkunni. Mörg börn kunna hins vegar þetta hálkugöngulag ómeðvitað og detta sjaldan. Að vera gleiður á svellinu er gamalt orðtak og merkir að vera montinn eða góður með sig. Það er í fullu gildi enda mega þeir bera sig borginmannlega og hrósa happi sem komast sinna ferða uppréttir og óbrotnir. Brynja heitin Benediktsdóttir leikstjóri var velkunnug á Grænlandi. Hún var með þetta göngulag á hreinu og við bárum saman bækur okkar um hálkugöngulagið og komust að því að Samar og Inúítar eru með þetta og alveg svellkaldir. Það væri mikið heillaráð hefja hálkugöngulistina til vegs og virðingar og fá Sama og Inúíta til að koma okkur á sporið. Hálkugöngulagið er mikið þarfaþing og öryggisatriði og ómetanleg slysavörn. Hins vegar verður að viðurkennast að það er ekki mjög sexý í praxis, eiginlega bara alls ekki. Þokkagyðjur og sjarmatröll ganga víst á annan veg En almennt hlýtur að vera betra með limina heila og í lagi en að vera rúmliggjandi með lemstraðan og margbrotinn skrokk og kynþokka. Ég er af samísku bergi. Amma mín var Sami innprentaði mér ýmsa samíska visku og siði, þ.á.m. hálkugöngulagið. Annars var þetta göngulag líka almennt viðhaft hér á landi hér fyrr á árum og öldum. Þjóðin hefur því miður gleymt því eða fjarlægst það vegna tísku og tíðarandans. Varkárni og varúðarráðstafanir Það er rík ástæða til að hvetja húseigendur til að sýna aðgæslu og gera viðeigandi ráðstafanir þegar Vetur konungur lætur til skarar skríða. Þeir verða að vera vökulir gagnvart veðrabrigðum og hættumerkjum, moka gangstéttir og tröppur, strá sandi eða salti á svell og hálkubletti og hafa vakandi auga með grýlukertum og snjóhengjum á þökum og gera ráðstafanir til slysavarna. Sömuleiðis er ástæða til að hvetja gangandi vegfarendur til að sýna varúð í vetrarfærð og vanda fótabúnað, nota brodda og flýta sér hægt. Eins ættu vegfarendur að bera höfuðið hátt og skima eftir viðsjárverðum grýlukertum og snjóhengjum. Höfundur er formaður Húseigendafélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Helgi Guðjónsson Slysavarnir Málefni fjölbýlishúsa Færð á vegum Mest lesið Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Sjá meira
Bótaábyrgð húseiganda. Ekki eru öll föll til fjár og byltur til bóta. Þegar hálkuslys verða við hús er spurt um ábyrgð eigenda þeirra. Það er engin almenn skráð lagaregla um ábyrgð húseigenda vegna slíkra slysa. Hins vegar á ábyrgur húseigandi að vera vakandi gagnvart veðrabrigðum og slysagildrum. Þegar hann má gera sér grein fyrir hættu og það kostar hvorki mikið fé né fyrirhöfn að gera fyrirbyggjandi ráðstafanir, hvílir á honum skylda til að bregðast við að viðlagðri bótaábyrgð. Gangandi fólk verður líka að kunna fótum sínum forráð í hálku og gá að sér. Bótabyrgð húseigenda byggist á ólögfestum meginreglum og dómafordæmum . Það er skilyrði bótaskyldu að um ásetning, gáleysi eða vanrækslu, húseiganda sé að tefla. Sá sem krefur um bætur verður að sanna skilyrði bóta og fjárhæð tjóns. Bonus Pater Vanræksla og gáleysi er metið út frá þeirri fyrirhyggju og varkárni sem góður fjölskyldu-faðir telur rétt að sýna við sömu aðstæður. Hvað hefði hann gert í stöðunni? Hefði hann gert ráðstafanir til að fyrirbyggja slys, mokað og eytt hálku Ef hann hefði gert það en þú lást makindalega upp í sófa meðan fólk var á fallandi fæti fyrir utan þá ert þú í vondum málum og bótaábyrgur. Ekki eru allar föll til fjár né byltur til bóta Það er samt meginregla að fólk fari sinna ferða á eigin áhættu og að slys og tjón séu á þess ábyrgð. Það eru almennt líkur á því að slys séu vegna óhappatilviljunar og engum sé um að kenna nema þá manni sjálfum. Það heyrir til undantekninga að aðrir beri ábyrgð á slysum og tjóni fólks. Þótt vanræksla húseigenda sé sönnuð og bótaskylda sé fyrir hendi þá kunna bætur að falla niður að öllu leyti eða hluta vegna eigin sakar hins slasaða. Menn eiga og verða að kunna fótum sínum forráð og að hegða sér eftir aðstæðum. Menn mega vita að hér er allra veðra von og veðrabrigði eru skjót og menn verða að haga leiðarvali, fótabúnaði og hraða í samræmi við það. Dæmi eru um að háir hælar og hlaup á svelli hafi valdið því að bætur runnu úr greipum. Atvinnuhúsnæði Dómstólar gera strangari kröfur um aðgát, ráðstafanir og slysavarnir, til eigenda bygginga sem hýsa stofnanir, verslanir og þjónustustarfsemi, þangað sem almenningur á erindi eða er beinlínis hvattur til að sækja. Minna þarf til að eigendur slíkra húsa veði ábyrgir vegna hálkuslysa en húseigendur almennt. Fáir dómar. Yfirleitt sýkna Tiltölulega fái dómar hafa gengið um ábyrgð húseigenda í málum af þessum togaga en málum hefur farið fjölgandi síðustu árin og áratugina. Sjaldnast hefur bótaábyrgð verið lögð á húseigendur og er sýkna meginreglan. Þessi mál eru tiltölulega ný bóla. Hvað skyldi valda því? Aðstæður hafa lítið breyst nema þá til bóta, t.d hitalagnir í stéttum og plönum. Veðurfar er svipað og hálka er ekki ný af nálinni. Kannski er nútímamaðurinn hættur að rýna í veðrið og merki náttúrunnar og orðinn andvaralaus, ógætinn og klaufskur innipúki. Mannbroddar Notkun mannbrodda var til skamms tíma á undanhaldi og sleipt skótau á stóra sök á byltum og föllum. Síðustu árin hefur orðið mannbroddavakning. Áður fengust þeir hjá fáeinum skósmiðum og úrvalið var fábreytt en nú fást broddar í annarri hverri búð og úrvalið er mikið og gott. Samt er fólk á fallandi fæti út um allt. Það má vera að fólk ætli sér skemmri tíma til að fara á milli staða og sé um og fari hraðar en aðstæður leyfa og gleymi broddunum í hlaupum og asa dagsins Bótafíkn Sennilega hefur fyrri tíðar fólk frekar horft í eigin barm ef því varð hált á svelli og tekið því sem óhappi eða kennt sér sjálfu um. Nú virðist fólki tamara að kenna öðrum um og finna sökudólga þegar illa fer og óhöpp verða. Aldahátturinn hefur breyst og má ef til vill kenna það amerískum sjónvarpsþáttum og bíómyndum um stjörnu- eða ofurlögfræðinga sem lögsækja allt sem hreyfist út af hverju sem er.. Hálkugöngulagið Þá kann að vera að þjóðin hafi glatað hálkugöngulaginu sem gerði henni forðum fært að svífa hratt og örugglega yfir ísilagða slóð. Þjóðin er orðin veikari á svellinu og kann ekki fótum sínum eins góð forráð og fyrrum. Inúítar og Samar hafa varðveitt þessa göngulist og geta þotið yfir hálan ís án nokkurs broddabúnaðar og eru það fótvissir að þeir detta bara aldrei. Þeir dansa, ganga eða hreinlega svífa yfir svell og ís, mjúklega og gleiðir og með hnén laus og mjaðmirnar líka og galdra þyngdarpunktinn langt niður. Þeir taka lítil skref og auka jafnvægið með því að hafa hendurnar út með síðunum, svona líkt og mörgæsir. Líkaminn er afslappaður og hreyfingar kattmjúkar. Andstaða við stífa og stirðbusalega hreyfingar fullorðins fólks hér í hálkunni. Mörg börn kunna hins vegar þetta hálkugöngulag ómeðvitað og detta sjaldan. Að vera gleiður á svellinu er gamalt orðtak og merkir að vera montinn eða góður með sig. Það er í fullu gildi enda mega þeir bera sig borginmannlega og hrósa happi sem komast sinna ferða uppréttir og óbrotnir. Brynja heitin Benediktsdóttir leikstjóri var velkunnug á Grænlandi. Hún var með þetta göngulag á hreinu og við bárum saman bækur okkar um hálkugöngulagið og komust að því að Samar og Inúítar eru með þetta og alveg svellkaldir. Það væri mikið heillaráð hefja hálkugöngulistina til vegs og virðingar og fá Sama og Inúíta til að koma okkur á sporið. Hálkugöngulagið er mikið þarfaþing og öryggisatriði og ómetanleg slysavörn. Hins vegar verður að viðurkennast að það er ekki mjög sexý í praxis, eiginlega bara alls ekki. Þokkagyðjur og sjarmatröll ganga víst á annan veg En almennt hlýtur að vera betra með limina heila og í lagi en að vera rúmliggjandi með lemstraðan og margbrotinn skrokk og kynþokka. Ég er af samísku bergi. Amma mín var Sami innprentaði mér ýmsa samíska visku og siði, þ.á.m. hálkugöngulagið. Annars var þetta göngulag líka almennt viðhaft hér á landi hér fyrr á árum og öldum. Þjóðin hefur því miður gleymt því eða fjarlægst það vegna tísku og tíðarandans. Varkárni og varúðarráðstafanir Það er rík ástæða til að hvetja húseigendur til að sýna aðgæslu og gera viðeigandi ráðstafanir þegar Vetur konungur lætur til skarar skríða. Þeir verða að vera vökulir gagnvart veðrabrigðum og hættumerkjum, moka gangstéttir og tröppur, strá sandi eða salti á svell og hálkubletti og hafa vakandi auga með grýlukertum og snjóhengjum á þökum og gera ráðstafanir til slysavarna. Sömuleiðis er ástæða til að hvetja gangandi vegfarendur til að sýna varúð í vetrarfærð og vanda fótabúnað, nota brodda og flýta sér hægt. Eins ættu vegfarendur að bera höfuðið hátt og skima eftir viðsjárverðum grýlukertum og snjóhengjum. Höfundur er formaður Húseigendafélagsins.
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar