„Við verðum að sýna samstöðu í verki“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 6. janúar 2024 21:01 Askur Hrafn Hannesson er einn þeirra sem ætla að tjalda á Austurvelli í nótt, til að sýna samstöðu með Palestínumönnum sem fengið hafa samþykkta fjölskyldusameiningu en segja stjórnvöld ekkert aðhafast til að gera þær að veruleika. Íslenskir aðgerðasinnar ætla að slást í hóp þeirra Palestínumanna sem varið hafa nóttinni í tjöldum fyrir framan Alþingi síðan seint í desember. Samstöðufundur með Palestínumönnum var á Austurvelli. Palestínumenn sem hafa fengið samþykkta fjölskyldusameiningu hér á landi hafa haldið til í tjöldum á Austurvelli síðan 27. desember. Það gera þeir til áminningar við ráðamenn um að enn hafi ekki orðið af sameiningunum, en fjölskyldumeðlimir þeirra eru nú á Gasaströndinni. Nú hafa íslenskir aðgerðasinnar slegist í hópinn, til að sýna samstöðu. Þeirra á meðal er hinn tvítugi Askur, sem segir stjórnvöld ekkert hafa aðhafst til að efna loforð sín. „Á sama tíma og þjóðarmorð á sér stað þá senda þau fólk úr landi. Þar á meðal tólf ára börn. Það er ekki réttlætanlegt og við verðum að sýna samstöðu í verki,“ segir Askur Hrafn Hannesson, aðgerðasinni. Hann segir nokkra tugi aðgerðasinna ætla að slást í hóp með Palestínumönnunum, en í sjónvarpsfréttinni hér að neðan sagði hann tíu. Hvað ætlið þið að standa fyrir þessu lengi? „Hugsanlega yfir helgi, en svo eru öll velkomin að vera lengur eftir helgi, þau sem hafa tök á. Þetta er bara samstöðunótt í nótt.“ Askur segir að kraftur mótmælanna muni ekki dvína fyrr en stjórnvöld hlusti. „Kröfur okkar eru að koma í gegn fjölskyldusameiningu sem flóttafólki frá Palestínu var lofað. Þau eru að flýja undan ógnarstjórn aðskilnaðarríkisins Ísraels, sem fremur nú þjóðarmorð á þjóð þeirra. Við viljum líka að þau hætti að vísa úr landi börnum sem eru að flýja undan þjóðarmorði,“ segir Askur. Samstöðuganga á vegum félagsins Íslands - Palestínu fór fram í dag, þar sem gengið var frá utanríkisráðuneytinu og niður á Austurvöll. Þar létu viðstaddir meðal annars í ljós óánægju sína með nokkra ráðherra ríkisstjórnarinnar, líkt og heyra má undir lok fréttarinnar í spilaranum hér að ofan. Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Sjá meira
Palestínumenn sem hafa fengið samþykkta fjölskyldusameiningu hér á landi hafa haldið til í tjöldum á Austurvelli síðan 27. desember. Það gera þeir til áminningar við ráðamenn um að enn hafi ekki orðið af sameiningunum, en fjölskyldumeðlimir þeirra eru nú á Gasaströndinni. Nú hafa íslenskir aðgerðasinnar slegist í hópinn, til að sýna samstöðu. Þeirra á meðal er hinn tvítugi Askur, sem segir stjórnvöld ekkert hafa aðhafst til að efna loforð sín. „Á sama tíma og þjóðarmorð á sér stað þá senda þau fólk úr landi. Þar á meðal tólf ára börn. Það er ekki réttlætanlegt og við verðum að sýna samstöðu í verki,“ segir Askur Hrafn Hannesson, aðgerðasinni. Hann segir nokkra tugi aðgerðasinna ætla að slást í hóp með Palestínumönnunum, en í sjónvarpsfréttinni hér að neðan sagði hann tíu. Hvað ætlið þið að standa fyrir þessu lengi? „Hugsanlega yfir helgi, en svo eru öll velkomin að vera lengur eftir helgi, þau sem hafa tök á. Þetta er bara samstöðunótt í nótt.“ Askur segir að kraftur mótmælanna muni ekki dvína fyrr en stjórnvöld hlusti. „Kröfur okkar eru að koma í gegn fjölskyldusameiningu sem flóttafólki frá Palestínu var lofað. Þau eru að flýja undan ógnarstjórn aðskilnaðarríkisins Ísraels, sem fremur nú þjóðarmorð á þjóð þeirra. Við viljum líka að þau hætti að vísa úr landi börnum sem eru að flýja undan þjóðarmorði,“ segir Askur. Samstöðuganga á vegum félagsins Íslands - Palestínu fór fram í dag, þar sem gengið var frá utanríkisráðuneytinu og niður á Austurvöll. Þar létu viðstaddir meðal annars í ljós óánægju sína með nokkra ráðherra ríkisstjórnarinnar, líkt og heyra má undir lok fréttarinnar í spilaranum hér að ofan.
Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Sjá meira