Sprakk í hendi tólf ára drengs Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 7. janúar 2024 07:28 Lögregla og slökkvilið höfðu í nógu að snúast í nótt. Vísir/Vilhelm Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk tilkynning um flugeldaslys í póstnúmeri 105 í Reykjavík í gærkvöldi á þrettándanum. Flugeldur hafði þar sprungið í hendi tólf ára drengs. Þá var kveikt í bílum í Kópavogi og flugeld kastað inn á skemmtistað í miðborginni með tilheyrandi skemmdum. Að sögn lögreglu var tólf ára drengurinn með brunasár á hendi og andliti. Lögreglu er ekki kunnugt um alvarleika slyssins, að því er segir í dagbók hennar. Kastaði flugeld inn á skemmtistað Þá kemur fram í dagbók lögreglu að flugeld hafi verið kastað inn á skemmtistað í miðborginni í nótt. Allt tiltækt lið slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu var kallað út vegna málsins. Betur fór þó en á horfðist þar sem starfsmenn hafi náð að slökkva eldinn Einn dælubíll slökkviliðs aðstoðaði við reykræstingu á staðnum. Að sögn lögreglu varð tjón á staðnum vegna málsins. Ekki kemur fram í tilkynningu lögreglu hvort einhver sé grunaður vegna málsins eða hafi verið handtekinn. Fimmtán ára stöðvaður á 160 Þá hafði lögreglan afskipti af í hið minnsta níu ökumönnum á höfuðborgarsvæðinu í nótt sem grunaðir eru um akstur undir áhrifum áfengis og/eða vímuefna. Þannig gaf lögregla ökumanni bíls í Laugardal merki um að stöðva bíl sinn en ökumaðurinn sinnti ekki stöðvunarmerkjum. Hann jók hraðann og þurfti lögregla að veita honum eftirför. Ók hann á tímabili á um 160 til 170 kílómetra hraða að sögn lögreglu. Hann stöðvaði að lokum bílinn og reyndi að komast undan á hlaupum en var hlaupinn uppi. Ökumaðurinn reyndist vera fimmtán ára gamall og voru tveir jafnaldrar með honum í bílnum. Málið verður unnið með barnavernd og foreldrum. Kveikt í bílum í Kópavogi Í dagbók lögreglu kemur ennfremur fram að lögreglu hafi borist tilkynning um eld í þremur bílum í Kópavogi. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins segir að um íkveikju hafi verið að ræða. Eldurinn hafi ekki verið mikill þegar slökkvilið hafi mætt á staðinn en tjónið hinsvegar eitthvað. Að sögn slökkviliðs var nóttin erilsöm og voru dælubílar boðaði í átta verkefni og þar af fimm í nótt. Þá snerust þrjú útköll um það að kveikt hafði verið í gámum eða rusli. Í öll skiptin var verkefnið fljótafgreitt að sögn slökkviliðs. Lögreglumál Flugeldar Reykjavík Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
Að sögn lögreglu var tólf ára drengurinn með brunasár á hendi og andliti. Lögreglu er ekki kunnugt um alvarleika slyssins, að því er segir í dagbók hennar. Kastaði flugeld inn á skemmtistað Þá kemur fram í dagbók lögreglu að flugeld hafi verið kastað inn á skemmtistað í miðborginni í nótt. Allt tiltækt lið slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu var kallað út vegna málsins. Betur fór þó en á horfðist þar sem starfsmenn hafi náð að slökkva eldinn Einn dælubíll slökkviliðs aðstoðaði við reykræstingu á staðnum. Að sögn lögreglu varð tjón á staðnum vegna málsins. Ekki kemur fram í tilkynningu lögreglu hvort einhver sé grunaður vegna málsins eða hafi verið handtekinn. Fimmtán ára stöðvaður á 160 Þá hafði lögreglan afskipti af í hið minnsta níu ökumönnum á höfuðborgarsvæðinu í nótt sem grunaðir eru um akstur undir áhrifum áfengis og/eða vímuefna. Þannig gaf lögregla ökumanni bíls í Laugardal merki um að stöðva bíl sinn en ökumaðurinn sinnti ekki stöðvunarmerkjum. Hann jók hraðann og þurfti lögregla að veita honum eftirför. Ók hann á tímabili á um 160 til 170 kílómetra hraða að sögn lögreglu. Hann stöðvaði að lokum bílinn og reyndi að komast undan á hlaupum en var hlaupinn uppi. Ökumaðurinn reyndist vera fimmtán ára gamall og voru tveir jafnaldrar með honum í bílnum. Málið verður unnið með barnavernd og foreldrum. Kveikt í bílum í Kópavogi Í dagbók lögreglu kemur ennfremur fram að lögreglu hafi borist tilkynning um eld í þremur bílum í Kópavogi. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins segir að um íkveikju hafi verið að ræða. Eldurinn hafi ekki verið mikill þegar slökkvilið hafi mætt á staðinn en tjónið hinsvegar eitthvað. Að sögn slökkviliðs var nóttin erilsöm og voru dælubílar boðaði í átta verkefni og þar af fimm í nótt. Þá snerust þrjú útköll um það að kveikt hafði verið í gámum eða rusli. Í öll skiptin var verkefnið fljótafgreitt að sögn slökkviliðs.
Lögreglumál Flugeldar Reykjavík Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira