Drápu háttsettan leiðtoga Hesbollah Samúel Karl Ólason skrifar 8. janúar 2024 15:41 Wissam Tawil er hæst setti leiðtogi Hesbollah sem felldur hefur verið af Ísraelum frá því árásir yfir landamæri ríkjanna hófust í október. Óttast er að nýtt stríð milli Ísrael og Hesbollah gæti hafist. AP/Hesbollah Ísraelar felldu í morgun einn af yfirmönnum Hesbollah-samtakanna í loftárás í suðurhluta Líbanon. Wissam Tawill stýrði úrvala hópi vígamanna og er æðsti leiðtogi Hesbollah sem felldur er af Ísraelum frá því átökin hófust fyrir botni Miðjarðarhafsins í október. Samkvæmt AP fréttaveitunni varð jeppi Tawill fyrir sprengju í þorpinu Kherbet Selem nærri landamærum Líbanon og Ísrael. Auknar áhyggjur eru af allsherjar átökum milli Ísrael og Hesbollah. Árásum yfir landamæri Ísrael og Líbanon, þar sem Hesbollah samtökin eru gífurlega áhrifamikil, hefur farið fjölgandi að undanförnu. Um helgina gerðu vígamenn Hesbollah umfangsmikla árás á herstöð í norðanverðu Ísrael og er mögulegt að árásin í morgun hafi verið svar við henni. Per @kaisos1987 al-Tawil played a role in the kidnapping of two Israeli soldiers in 2006, which led to the Second Lebanon war. He is seen in this picture with Imad Mugniyeh pic.twitter.com/PXJ7M12P6R— Michael A. Horowitz (@michaelh992) January 8, 2024 Þá hafa Ísraelar fjölgað árásum sínum á Hesbollah í Sýrlandi en þær eru sagðar beinast að vopnasendingum frá Íran til Líbanon. Ísraelar hafa gert árásir gegn Hesbollah og Íran í Sýrlandi um árabil en heimildarmenn Reuters segja aukinn kraft hafa færst í þær á undanförnum vikum. Heimildarmennirnir segja einnig að Ísraelar virðist hættir að reyna að forða mikið mannfall meðal vígamanna Hesbollah. „Þeir skutu áður viðvörunarskotum. Þeir skutu nærri vörubílum okkar, svo strákarnir stukku úr þeim og svo hittu þeir vörubílana,“ sagði einn heimildarmaður Reuters. „Nú hefur því verið hætt. Ísrael gerir banvænni og tíðari loftárásir á íranskar vopnasendingar og loftvarnarkerfi í Sýrlandi.“ Annar heimildarmaður fréttaveitunnar, úr röðum starfsmanna leyniþjónusta í Sýrlandi, sagði Ísraela gera árásir á varnarbúnað eins og loftvarnarkerfi, áður en hermenn setja hann upp. Þá væru flugvellirnir í Damascus og Aleppo, sem Íranar hafa notað til að senda vopn til Hesbollah, nánast óstarfhæfir vegna tíðra árása. Hann sagði Ísraela vera að senda skilaboð til Bashar al-Assad, forseta Sýrlands. Hann hafi leyft Íran og Hesbollah að flytja vopn um landið og koma sér þar fyrir. Nú væri það að koma niður á honum. Stríð í Líbanon mögulega óhjákvæmilegt Ísraelar lýstu því nýverið yfir að hernaði þeirra á norðurhluta Gasastrandarinnar væri að mestu lokið. Nú væri einblínt á miðhluta Gasa og borgina Khan Younis í suðurhlutanum. Embættismenn segja að átökin muni líklega standa yfir í nokkra mánuði til viðbótar, þar sem Ísraelar hafa einsett sér að brjóta Hamas-samtökin á bak aftur. Hernaðurinn hefur kostað minnst 23 þúsund Palestínumenn lífið, þar af lang flesta óbreytta borgara og fjölmörg börn. Mikill meirihluti 2,3 milljóna íbúa Gasastrandarinnar hafa þurft að flýja heimili sín og stór hluti þeirra stendur frammi fyrir hungursneyð. Ráðamenn í Ísrael hafa gefið í skyn að breyta þurfi stöðunni í Líbanon, fylgi Hesbollah ekki samkomulagi Sameinuðu þjóðanna frá 2006 og vígamenn samtakanna hörfi ekki frá landamærunum og er óttast að stríð gæti hafist milli Ísrael og Hesbollah. Stjórnendur samtakanna eru í erfiðri stöðu, samkvæmt AP fréttaveitunni. Þeir geta ekki sætt sig við árásir Ísraela án þess að líta út fyrir að vera í veikri stöðu eða virðast óáreiðanlegir bandamenn. Hefjist stríð, hafa ráðamenn í Ísrael heitið umfangsmiklum árásum á Líbanon, þar sem íbúar hafa þegar þurft að glíma við umfangsmikil efnahagsvandræði og spillingu um árabil. The IDF says fighter jets carried out strikes on Hezbollah targets in Lebanon, including sites where the terror group's members were operating.The IDF also says an anti-tank missile was fired from Lebanon at Kiryat Shmona. It says troops are striking in response. pic.twitter.com/3aMejQQTNc— Emanuel (Mannie) Fabian (@manniefabian) January 8, 2024 AP segir að stuðningsmenn Hesbollah í Líbanon hafi áhyggjur af því að stríð við Ísrael myndi reynast of kostnaðarsamt. Einn viðmælandi fréttaveitunnar, sem starfar hjá ísraelskri hugveitu um varnarmál, segir hvorki Ísraela né leiðtoga Hesbollah vilja stríð. Báðar fylkingar telji stríð þó óhjákvæmilegt. Í Ísrael telji fólk það tímaspursmál hvenær grípa þurfti til aðgerða svo þeir tugir þúsunda sem hafa flúið heimili sín í norðanverðu Ísrael geti snúið aftur. Hér er Wissam Tawil við hlið Qassem Soleimani, írönskum herforingja sem felldur var í árás Bandaríkjamanna í Baghdad árið 2020. Soleimani leiddi Quds-sveitir byltingarvarða Írans sem koma að aðgerðum hersins á erlendri grundu og kom að því að byggja upp vopnaðar sveitir hliðhollar Íran í Mið-Austurlöndum.AP/Hesbollah Íran ekki lengur einangrað Íran styður bæði Hamas og Hesbollah, auk þess sem klerkastjórn landsins stendur við bak Húta í Jemen og vopnaðra sveita í Írak. Hútar hafa gert fjölmargar árásir á fraktskip á Rauðahafi, þar sem stór hluti skipaflutninga fer um á leið í og úr Súesskurðinum, og umræddar sveitir í Írak hafa gert tugi árása á bandaríska hermenn þar. Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa hótað loftárásum, hætti árásirnar á skipin og sveitir Bandaríkjanna ekki. Sjá einnig: Fordæma Bandaríkjamenn vegna drónaárásar í Baghdad Í frétt New York Times kemur einnig fram að Íranar hafi sett aukinn kraft í auðgun úrans. Alþjóðlegir eftirlitsaðilar lýstu því yfir í desember að Íran hefði aukið auðgun Úrans mjög og er talið að klerkastjórnin sitji á nægilegu magni af úrani í þrjár kjarnorkusprengjur. Einungis þurfi nokkrar vikur til að gera úranið klárt í vopnaframleiðslu. Í grein NYT segir að klerkastjórnin sé ekki lengur einangruð, heldur njóti hún stuðnings yfirvalda í Rússlandi og í Kína en bæði ríkin eigi í viðskiptum við Íran sem fari gegn samþykktum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, sem Rússland og Kína eiga varanlegt sæti í. Ísrael Líbanon Átök í Ísrael og Palestínu Sýrland Íran Írak Jemen Bandaríkin Tengdar fréttir Bandaríkjamenn ítreka að Palestínumenn eigi að fá að snúa heim Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er nú í opinberri heimsókn í Mið-Austurlöndum og hefur meðal annars notað tækifærið til að ítreka þá afstöðu stjórnvalda vestanhafs að Palestínumenn eigi að fá að snúa aftur heim eftir að átökum á Gasa lýkur. 8. janúar 2024 06:41 Segir heiminn blindan þegar kemur að ástandinu á Gasa Heimurinn er blindur þegar kemur að ástandinu á Gasa segir fréttaritari, sem er búsettur þar og missti son sinn í loftárás sem gerð var á svæðið í dag. Forstjóri spítala á Gasasvæðinu kallar eftir aukinni vernd alþjóðasamfélagsins. 7. janúar 2024 19:03 Blaðamenn drepnir í loftárás Ísraels Ísraelsk árás á borgina Rafah í suðurhluta Gasasvæðisins drap tvo palestínska blaðamenn sem voru að fjalla um stríðið samkvæmt heilbrigðisyfirvöldum á svæðinu. 7. janúar 2024 13:19 Enn eykst mannfall á Gasa og átök milli Hezbollah og Ísrael harðna Ísrael og líbönsku hernaðarsamtökin Hezbollah hafa skipst á loftárásum í dag í hörðustu landamæraátökum milli landanna í nokkrar vikur. Í Gaza einbeitir Ísraelsher árásum sínum nú að suðurhlutanum þar sem 2,3 milljónir Palestínubúa hírast á litlu svæði. 7. janúar 2024 00:14 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Sjá meira
Samkvæmt AP fréttaveitunni varð jeppi Tawill fyrir sprengju í þorpinu Kherbet Selem nærri landamærum Líbanon og Ísrael. Auknar áhyggjur eru af allsherjar átökum milli Ísrael og Hesbollah. Árásum yfir landamæri Ísrael og Líbanon, þar sem Hesbollah samtökin eru gífurlega áhrifamikil, hefur farið fjölgandi að undanförnu. Um helgina gerðu vígamenn Hesbollah umfangsmikla árás á herstöð í norðanverðu Ísrael og er mögulegt að árásin í morgun hafi verið svar við henni. Per @kaisos1987 al-Tawil played a role in the kidnapping of two Israeli soldiers in 2006, which led to the Second Lebanon war. He is seen in this picture with Imad Mugniyeh pic.twitter.com/PXJ7M12P6R— Michael A. Horowitz (@michaelh992) January 8, 2024 Þá hafa Ísraelar fjölgað árásum sínum á Hesbollah í Sýrlandi en þær eru sagðar beinast að vopnasendingum frá Íran til Líbanon. Ísraelar hafa gert árásir gegn Hesbollah og Íran í Sýrlandi um árabil en heimildarmenn Reuters segja aukinn kraft hafa færst í þær á undanförnum vikum. Heimildarmennirnir segja einnig að Ísraelar virðist hættir að reyna að forða mikið mannfall meðal vígamanna Hesbollah. „Þeir skutu áður viðvörunarskotum. Þeir skutu nærri vörubílum okkar, svo strákarnir stukku úr þeim og svo hittu þeir vörubílana,“ sagði einn heimildarmaður Reuters. „Nú hefur því verið hætt. Ísrael gerir banvænni og tíðari loftárásir á íranskar vopnasendingar og loftvarnarkerfi í Sýrlandi.“ Annar heimildarmaður fréttaveitunnar, úr röðum starfsmanna leyniþjónusta í Sýrlandi, sagði Ísraela gera árásir á varnarbúnað eins og loftvarnarkerfi, áður en hermenn setja hann upp. Þá væru flugvellirnir í Damascus og Aleppo, sem Íranar hafa notað til að senda vopn til Hesbollah, nánast óstarfhæfir vegna tíðra árása. Hann sagði Ísraela vera að senda skilaboð til Bashar al-Assad, forseta Sýrlands. Hann hafi leyft Íran og Hesbollah að flytja vopn um landið og koma sér þar fyrir. Nú væri það að koma niður á honum. Stríð í Líbanon mögulega óhjákvæmilegt Ísraelar lýstu því nýverið yfir að hernaði þeirra á norðurhluta Gasastrandarinnar væri að mestu lokið. Nú væri einblínt á miðhluta Gasa og borgina Khan Younis í suðurhlutanum. Embættismenn segja að átökin muni líklega standa yfir í nokkra mánuði til viðbótar, þar sem Ísraelar hafa einsett sér að brjóta Hamas-samtökin á bak aftur. Hernaðurinn hefur kostað minnst 23 þúsund Palestínumenn lífið, þar af lang flesta óbreytta borgara og fjölmörg börn. Mikill meirihluti 2,3 milljóna íbúa Gasastrandarinnar hafa þurft að flýja heimili sín og stór hluti þeirra stendur frammi fyrir hungursneyð. Ráðamenn í Ísrael hafa gefið í skyn að breyta þurfi stöðunni í Líbanon, fylgi Hesbollah ekki samkomulagi Sameinuðu þjóðanna frá 2006 og vígamenn samtakanna hörfi ekki frá landamærunum og er óttast að stríð gæti hafist milli Ísrael og Hesbollah. Stjórnendur samtakanna eru í erfiðri stöðu, samkvæmt AP fréttaveitunni. Þeir geta ekki sætt sig við árásir Ísraela án þess að líta út fyrir að vera í veikri stöðu eða virðast óáreiðanlegir bandamenn. Hefjist stríð, hafa ráðamenn í Ísrael heitið umfangsmiklum árásum á Líbanon, þar sem íbúar hafa þegar þurft að glíma við umfangsmikil efnahagsvandræði og spillingu um árabil. The IDF says fighter jets carried out strikes on Hezbollah targets in Lebanon, including sites where the terror group's members were operating.The IDF also says an anti-tank missile was fired from Lebanon at Kiryat Shmona. It says troops are striking in response. pic.twitter.com/3aMejQQTNc— Emanuel (Mannie) Fabian (@manniefabian) January 8, 2024 AP segir að stuðningsmenn Hesbollah í Líbanon hafi áhyggjur af því að stríð við Ísrael myndi reynast of kostnaðarsamt. Einn viðmælandi fréttaveitunnar, sem starfar hjá ísraelskri hugveitu um varnarmál, segir hvorki Ísraela né leiðtoga Hesbollah vilja stríð. Báðar fylkingar telji stríð þó óhjákvæmilegt. Í Ísrael telji fólk það tímaspursmál hvenær grípa þurfti til aðgerða svo þeir tugir þúsunda sem hafa flúið heimili sín í norðanverðu Ísrael geti snúið aftur. Hér er Wissam Tawil við hlið Qassem Soleimani, írönskum herforingja sem felldur var í árás Bandaríkjamanna í Baghdad árið 2020. Soleimani leiddi Quds-sveitir byltingarvarða Írans sem koma að aðgerðum hersins á erlendri grundu og kom að því að byggja upp vopnaðar sveitir hliðhollar Íran í Mið-Austurlöndum.AP/Hesbollah Íran ekki lengur einangrað Íran styður bæði Hamas og Hesbollah, auk þess sem klerkastjórn landsins stendur við bak Húta í Jemen og vopnaðra sveita í Írak. Hútar hafa gert fjölmargar árásir á fraktskip á Rauðahafi, þar sem stór hluti skipaflutninga fer um á leið í og úr Súesskurðinum, og umræddar sveitir í Írak hafa gert tugi árása á bandaríska hermenn þar. Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa hótað loftárásum, hætti árásirnar á skipin og sveitir Bandaríkjanna ekki. Sjá einnig: Fordæma Bandaríkjamenn vegna drónaárásar í Baghdad Í frétt New York Times kemur einnig fram að Íranar hafi sett aukinn kraft í auðgun úrans. Alþjóðlegir eftirlitsaðilar lýstu því yfir í desember að Íran hefði aukið auðgun Úrans mjög og er talið að klerkastjórnin sitji á nægilegu magni af úrani í þrjár kjarnorkusprengjur. Einungis þurfi nokkrar vikur til að gera úranið klárt í vopnaframleiðslu. Í grein NYT segir að klerkastjórnin sé ekki lengur einangruð, heldur njóti hún stuðnings yfirvalda í Rússlandi og í Kína en bæði ríkin eigi í viðskiptum við Íran sem fari gegn samþykktum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, sem Rússland og Kína eiga varanlegt sæti í.
Ísrael Líbanon Átök í Ísrael og Palestínu Sýrland Íran Írak Jemen Bandaríkin Tengdar fréttir Bandaríkjamenn ítreka að Palestínumenn eigi að fá að snúa heim Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er nú í opinberri heimsókn í Mið-Austurlöndum og hefur meðal annars notað tækifærið til að ítreka þá afstöðu stjórnvalda vestanhafs að Palestínumenn eigi að fá að snúa aftur heim eftir að átökum á Gasa lýkur. 8. janúar 2024 06:41 Segir heiminn blindan þegar kemur að ástandinu á Gasa Heimurinn er blindur þegar kemur að ástandinu á Gasa segir fréttaritari, sem er búsettur þar og missti son sinn í loftárás sem gerð var á svæðið í dag. Forstjóri spítala á Gasasvæðinu kallar eftir aukinni vernd alþjóðasamfélagsins. 7. janúar 2024 19:03 Blaðamenn drepnir í loftárás Ísraels Ísraelsk árás á borgina Rafah í suðurhluta Gasasvæðisins drap tvo palestínska blaðamenn sem voru að fjalla um stríðið samkvæmt heilbrigðisyfirvöldum á svæðinu. 7. janúar 2024 13:19 Enn eykst mannfall á Gasa og átök milli Hezbollah og Ísrael harðna Ísrael og líbönsku hernaðarsamtökin Hezbollah hafa skipst á loftárásum í dag í hörðustu landamæraátökum milli landanna í nokkrar vikur. Í Gaza einbeitir Ísraelsher árásum sínum nú að suðurhlutanum þar sem 2,3 milljónir Palestínubúa hírast á litlu svæði. 7. janúar 2024 00:14 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Sjá meira
Bandaríkjamenn ítreka að Palestínumenn eigi að fá að snúa heim Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er nú í opinberri heimsókn í Mið-Austurlöndum og hefur meðal annars notað tækifærið til að ítreka þá afstöðu stjórnvalda vestanhafs að Palestínumenn eigi að fá að snúa aftur heim eftir að átökum á Gasa lýkur. 8. janúar 2024 06:41
Segir heiminn blindan þegar kemur að ástandinu á Gasa Heimurinn er blindur þegar kemur að ástandinu á Gasa segir fréttaritari, sem er búsettur þar og missti son sinn í loftárás sem gerð var á svæðið í dag. Forstjóri spítala á Gasasvæðinu kallar eftir aukinni vernd alþjóðasamfélagsins. 7. janúar 2024 19:03
Blaðamenn drepnir í loftárás Ísraels Ísraelsk árás á borgina Rafah í suðurhluta Gasasvæðisins drap tvo palestínska blaðamenn sem voru að fjalla um stríðið samkvæmt heilbrigðisyfirvöldum á svæðinu. 7. janúar 2024 13:19
Enn eykst mannfall á Gasa og átök milli Hezbollah og Ísrael harðna Ísrael og líbönsku hernaðarsamtökin Hezbollah hafa skipst á loftárásum í dag í hörðustu landamæraátökum milli landanna í nokkrar vikur. Í Gaza einbeitir Ísraelsher árásum sínum nú að suðurhlutanum þar sem 2,3 milljónir Palestínubúa hírast á litlu svæði. 7. janúar 2024 00:14