Binda enda á 27 ára samstarf sitt Atli Ísleifsson skrifar 9. janúar 2024 07:45 Tiger Woods með Nike-derhúfu á MBC Raon Invitational árið 2004. EPA Bandaríski íþróttavörurisinn Nike og bandaríski kylfingurinn Tiger Woods hafa bundið enda á samstarf sitt sem staðið hefur síðastliðinn 27 ár. Greint var frá þessu í gær. Woods, sem er einn sigursælasti kylfingur sögunnar, hefur notast við vörur og búnað frá Nike og auglýst merkið allt frá því að hann gerðist atvinnumaður í golfi árið 1996. Woods sagði frá því á samfélagsmiðlum í gær að þetta tímabil hafi verið uppfullt af stórkostlegum augnablikum og minningum. „Ef ég myndi byrja að nefna þau þá gæti ég haldið áfram endalaust,“ sagði Woods sem hefur unnið fimmtán stórmót á ferli sínum. Að sama skapi segir í yfirlýsingu frá Nike að það hafi verið mikill heiður að starfa með „einum af stærstu íþróttamönnum sögunnar“. pic.twitter.com/at0tSskmRm— Tiger Woods (@TigerWoods) January 8, 2024 Woods skrifaði árið 1996, þegar hann var tvítugur og gerðist atvinnumaður, undir fimm ára auglýsinga- og samstarfssamning við Nike sem hljóðaði upp á fjörutíu milljónir Bandaríkjadala, en Nike hafði á þeim tíma ekki náð mikilli fótfestu innan golfíþróttarinnar. Samningurinn átti eftir að verða einn sá farsælasti í sögu íþrótta, enda bar Woods höfuð og herðar yfir aðra kylfinga um langt tímabil. Áttu Woods og Nike meðal annars eftir að ná saman um tíu ára samstarfssamning þar sem 200 milljónir dala komu í hlut Woods. Woods, sem nú er 48 ára gamall, skipar nú annað sæti yfir þá sem hafa unnið flest stórmót í golfi, en einungis Jack Nicklaus hefur unnið fleiri, eða átján. Tiger Woods vann síðast stórmót árið 2019 þegar lann landaði titlinum á US Masters á Augustavellinum. Auglýsinga- og markaðsmál Bandaríkin Golf Mest lesið Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Viðskipti innlent Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Viðskipti innlent Muni ekki hika við að hækka vexti Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Viðskipti innlent Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Greint var frá þessu í gær. Woods, sem er einn sigursælasti kylfingur sögunnar, hefur notast við vörur og búnað frá Nike og auglýst merkið allt frá því að hann gerðist atvinnumaður í golfi árið 1996. Woods sagði frá því á samfélagsmiðlum í gær að þetta tímabil hafi verið uppfullt af stórkostlegum augnablikum og minningum. „Ef ég myndi byrja að nefna þau þá gæti ég haldið áfram endalaust,“ sagði Woods sem hefur unnið fimmtán stórmót á ferli sínum. Að sama skapi segir í yfirlýsingu frá Nike að það hafi verið mikill heiður að starfa með „einum af stærstu íþróttamönnum sögunnar“. pic.twitter.com/at0tSskmRm— Tiger Woods (@TigerWoods) January 8, 2024 Woods skrifaði árið 1996, þegar hann var tvítugur og gerðist atvinnumaður, undir fimm ára auglýsinga- og samstarfssamning við Nike sem hljóðaði upp á fjörutíu milljónir Bandaríkjadala, en Nike hafði á þeim tíma ekki náð mikilli fótfestu innan golfíþróttarinnar. Samningurinn átti eftir að verða einn sá farsælasti í sögu íþrótta, enda bar Woods höfuð og herðar yfir aðra kylfinga um langt tímabil. Áttu Woods og Nike meðal annars eftir að ná saman um tíu ára samstarfssamning þar sem 200 milljónir dala komu í hlut Woods. Woods, sem nú er 48 ára gamall, skipar nú annað sæti yfir þá sem hafa unnið flest stórmót í golfi, en einungis Jack Nicklaus hefur unnið fleiri, eða átján. Tiger Woods vann síðast stórmót árið 2019 þegar lann landaði titlinum á US Masters á Augustavellinum.
Auglýsinga- og markaðsmál Bandaríkin Golf Mest lesið Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Viðskipti innlent Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Viðskipti innlent Muni ekki hika við að hækka vexti Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Viðskipti innlent Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira