Íhuga að fara fyrir dómstóla fái SVEIT ekki sæti við borðið Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. janúar 2024 13:01 Aðalgeir Ásvaldsson framkvæmdastjóri SVEIT segir óþolandi ástand að SA taki sér bessaleyfi að semja fyrir veitingageirann. Vísir Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði segir fráleitt að samtökin fái ekki sæti við borðið í yfirstandandi kjaraviðræðum. Félagsmenn samtakanna skapi hátt í sex þúsund störf á veitingamarkaði en fái ekkert um kjarasamninga að segja. „SVEIT hefur þetta umboð til að semja um kjarasamninga fyrir sína félagsmenn, sem eru 170 og skapa 5.500, eða um helming allra starfa á veitingamarkaði. Okkur finnst auðvitað ekki standast neina skoðun, og í raun vera galið að fá ekki að taka þátt í kjaraviðræðum, og ættum í raun að leiða kjaraviðræður fyrir störf í greininni ef allt væri rétt,“ segir Aðalgeir Ásvaldsson, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði. Samtökin eigi erfitt með að samþykkja að Samtök atvinnulífsins, sem SVEIT er ekki hluti af, taki sér það vald að semja fyrir alla greinina. „Við samþykkjum það ekki og segjum því, og stöndum fast í lappirnar, að Samtök Atvinnulífsins semja ekki fyrir félagsmenn SVEIT.“ Hann segir erfitt að heyra talað um þjóðarsátt þegar ekki allir fá sæti við borðið. Þar að auki hafi SVEIT litla hugmynd um hvað sé verið að semja um. „Við erum algjörlega í myrkrinu. Við þurfum auðvitað að leiða þessar viðræður því það er neyðarástand í greininni, eins og við höfum bent á og hefur verið fjallað um ítrekað. Launahlutfallið er komið í 50 prósent, og við höfum séð marga veitingamenn neyðast til að loka vegna ástandsins, fleiri en í Covid. Nú er kominn tími til að þeir sem bera ábyrgð á þessu ástandi reyni að vera hluti af lausninni,“ segir Aðalgeir. Veitingageirinn beri ekki mikið traust til SA og hafi því stofnað SVEIT, sem sé orðið þreytt á því að SA taki sér vald til að semja fyrir öll störf. „Þau bera ábyrgð á þessari stöðu sem greinin er í,“ segir Aðalgeir. „Við erum hvergi nærri hætt og áskiljum okkur rétt að leita réttar okkar ef fram hjá okkur er áfram litið.“ Þannig að þið mynduð fara jafnvel með málið fyrir dómstóla? „Já, við munum alla vega alvarlega íhuga það. Ég held að það sé kannski rétta leiðin því þetta er ekki réttlátt að halda okkur svona frá viðræðum þegar við ættum í raun að leiða þær.“ Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Veitingastaðir Tengdar fréttir Yfirstandandi kjaraviðræður og þjóðarsátt – fyrir suma Legið hefur fyrir um langt skeið að Samtök atvinnulífsins (SA) fara ekki með umboð þeirra 170 fyrirtækja sem eru aðildarfélög Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði (SVEIT). Félagsmenn SVEIT búa til um 5.500 störf á veitingamarkaði og fráleitt að hefðir eða reglur annarra hagsmunafélaga haldi SVEIT frá kjaraviðræðum og kalli það þjóðarsátt. 9. janúar 2024 10:30 Viðhorfið yrði annað ef atvinnurekendafélag myndi neita að tala við stéttarfélag Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði segir bagalegt að stéttarfélög virðist geta valið viðsemjendur og segir að viðhorfið yrði væntanlega annað ef atvinnurekendafélag myndi neita að tala við stéttarfélag. Hann segir þungbært að fyrirtæki á veitingamarkaði þurfi að lúta kjarasamningi sem þau hafi ekki nokkra aðkomu að. 9. mars 2023 13:00 Telja sig óbundin af verkbanni SA Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði, SVEIT, hafa tilkynnt Samtökum atvinnulífsins um að fyrirtæki innan vébanda þeirra telji sig óbundin af ákvörðun SA um að setja verkbann á félagsmenn Eflingar. 22. febrúar 2023 18:30 Mest lesið Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Biðst afsökunar á sleggjudómum um dómstóla Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Sjá meira
„SVEIT hefur þetta umboð til að semja um kjarasamninga fyrir sína félagsmenn, sem eru 170 og skapa 5.500, eða um helming allra starfa á veitingamarkaði. Okkur finnst auðvitað ekki standast neina skoðun, og í raun vera galið að fá ekki að taka þátt í kjaraviðræðum, og ættum í raun að leiða kjaraviðræður fyrir störf í greininni ef allt væri rétt,“ segir Aðalgeir Ásvaldsson, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði. Samtökin eigi erfitt með að samþykkja að Samtök atvinnulífsins, sem SVEIT er ekki hluti af, taki sér það vald að semja fyrir alla greinina. „Við samþykkjum það ekki og segjum því, og stöndum fast í lappirnar, að Samtök Atvinnulífsins semja ekki fyrir félagsmenn SVEIT.“ Hann segir erfitt að heyra talað um þjóðarsátt þegar ekki allir fá sæti við borðið. Þar að auki hafi SVEIT litla hugmynd um hvað sé verið að semja um. „Við erum algjörlega í myrkrinu. Við þurfum auðvitað að leiða þessar viðræður því það er neyðarástand í greininni, eins og við höfum bent á og hefur verið fjallað um ítrekað. Launahlutfallið er komið í 50 prósent, og við höfum séð marga veitingamenn neyðast til að loka vegna ástandsins, fleiri en í Covid. Nú er kominn tími til að þeir sem bera ábyrgð á þessu ástandi reyni að vera hluti af lausninni,“ segir Aðalgeir. Veitingageirinn beri ekki mikið traust til SA og hafi því stofnað SVEIT, sem sé orðið þreytt á því að SA taki sér vald til að semja fyrir öll störf. „Þau bera ábyrgð á þessari stöðu sem greinin er í,“ segir Aðalgeir. „Við erum hvergi nærri hætt og áskiljum okkur rétt að leita réttar okkar ef fram hjá okkur er áfram litið.“ Þannig að þið mynduð fara jafnvel með málið fyrir dómstóla? „Já, við munum alla vega alvarlega íhuga það. Ég held að það sé kannski rétta leiðin því þetta er ekki réttlátt að halda okkur svona frá viðræðum þegar við ættum í raun að leiða þær.“
Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Veitingastaðir Tengdar fréttir Yfirstandandi kjaraviðræður og þjóðarsátt – fyrir suma Legið hefur fyrir um langt skeið að Samtök atvinnulífsins (SA) fara ekki með umboð þeirra 170 fyrirtækja sem eru aðildarfélög Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði (SVEIT). Félagsmenn SVEIT búa til um 5.500 störf á veitingamarkaði og fráleitt að hefðir eða reglur annarra hagsmunafélaga haldi SVEIT frá kjaraviðræðum og kalli það þjóðarsátt. 9. janúar 2024 10:30 Viðhorfið yrði annað ef atvinnurekendafélag myndi neita að tala við stéttarfélag Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði segir bagalegt að stéttarfélög virðist geta valið viðsemjendur og segir að viðhorfið yrði væntanlega annað ef atvinnurekendafélag myndi neita að tala við stéttarfélag. Hann segir þungbært að fyrirtæki á veitingamarkaði þurfi að lúta kjarasamningi sem þau hafi ekki nokkra aðkomu að. 9. mars 2023 13:00 Telja sig óbundin af verkbanni SA Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði, SVEIT, hafa tilkynnt Samtökum atvinnulífsins um að fyrirtæki innan vébanda þeirra telji sig óbundin af ákvörðun SA um að setja verkbann á félagsmenn Eflingar. 22. febrúar 2023 18:30 Mest lesið Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Biðst afsökunar á sleggjudómum um dómstóla Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Sjá meira
Yfirstandandi kjaraviðræður og þjóðarsátt – fyrir suma Legið hefur fyrir um langt skeið að Samtök atvinnulífsins (SA) fara ekki með umboð þeirra 170 fyrirtækja sem eru aðildarfélög Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði (SVEIT). Félagsmenn SVEIT búa til um 5.500 störf á veitingamarkaði og fráleitt að hefðir eða reglur annarra hagsmunafélaga haldi SVEIT frá kjaraviðræðum og kalli það þjóðarsátt. 9. janúar 2024 10:30
Viðhorfið yrði annað ef atvinnurekendafélag myndi neita að tala við stéttarfélag Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði segir bagalegt að stéttarfélög virðist geta valið viðsemjendur og segir að viðhorfið yrði væntanlega annað ef atvinnurekendafélag myndi neita að tala við stéttarfélag. Hann segir þungbært að fyrirtæki á veitingamarkaði þurfi að lúta kjarasamningi sem þau hafi ekki nokkra aðkomu að. 9. mars 2023 13:00
Telja sig óbundin af verkbanni SA Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði, SVEIT, hafa tilkynnt Samtökum atvinnulífsins um að fyrirtæki innan vébanda þeirra telji sig óbundin af ákvörðun SA um að setja verkbann á félagsmenn Eflingar. 22. febrúar 2023 18:30