„Stórmót í handbolta er svona 60 prósent þjáning“ Henry Birgir Gunnarsson skrifar 10. janúar 2024 09:00 Björgvin Páll stígur dansinn með strákunum okkar í Þýskalandi. vísir/vilhelm Á morgun mun Vísir birta fyrsta hlutann af nýjum þáttum landsliðsmarkvarðarins Björgvins Páls Gústavssonar sem hann kallar „Ekki bara leikur“. Í þáttunum hleypir Björgvin Páll almenningi nær sér en áður og útskýrir á einlægan hátt hvernig það er að taka þátt á stórmóti í handbolta. „Það sem fólk er að fara hlusta á er í raun dagur í lífi markmanns. Á HM fyrir tæpu ári síðan ákvað ég að fara í gegnum einn dag og skrifa hjá mér allt sem ég var að hugsa. Daginn sem við spilum fyrsta leik mótsins. Markmið mitt með þessu er að gefa hlustendum smá innsýn inn í stórmót í handbolta. Stórmót í handbolta er nefnilega ekki bara einhver sjö krútt að kasta bolta á milli sín,“ segir Björgvin og bætir við. Innsýn í hugarheims leikmanns „Stórmót í handbolta er, í það minnsta fyrir mig, kannski svona 60 prósent þjáning og 40 prósent eitthvað annað. Hér fær fólk smá innsýn inn í minn hugarheim og af hverju þetta er í mínum huga ekki bara leikur.“ Hér er um þríleik að ræða sem heita: Fyrir leik. Leikurinn og Eftir leik. Fyrsti hluti fer í loftið á Vísi á morgun. Annar hluti fer í loftið á föstudag, er fyrsti leikur Íslands á EM fer fram, og lokahlutinn er svo í birtingu daginn eftir leik. Þetta er ekki eina efnið sem Björgvin Páll sendir frá sér í aðdraganda mótsins en barnabókin hans – Barn verður forseti – er einnig að koma út á hljóðformi. Alls ekki of mikið að gera „Ég vildi koma henni út á hljóðformi á mínum miðlum svo boðskapur bókarinnar skili sér til fleiri og ekki bara þeirra sem hafa lesið bókina. Vonandi tekur fólk vel í það,“ segir Björgvin Páll en mun það ekkert trufla hann að standa í öllu þessu á stórmóti? „Nei, alls ekki. Öll þessi vinna átti sér stað fyrir einhverju síðan og ég er með fólk í því heima að deila þessu á öllum miðlunum mínum á meðan mótinu stendur. Hausinn verður algjörlega í því að standa mig fyrir íslenska landsliðið í Þýskalandi.“ Hér að neðan má sjá smá stiklu fyrir fyrsta þáttinn sem fer í birtingu klukkan 09.00 á Vísi á morgun. Klippa: Stikla fyrir Ekki bara leikur Landslið karla í handbolta Besta sætið EM 2024 í handbolta Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Handbolti Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ Sjá meira
„Það sem fólk er að fara hlusta á er í raun dagur í lífi markmanns. Á HM fyrir tæpu ári síðan ákvað ég að fara í gegnum einn dag og skrifa hjá mér allt sem ég var að hugsa. Daginn sem við spilum fyrsta leik mótsins. Markmið mitt með þessu er að gefa hlustendum smá innsýn inn í stórmót í handbolta. Stórmót í handbolta er nefnilega ekki bara einhver sjö krútt að kasta bolta á milli sín,“ segir Björgvin og bætir við. Innsýn í hugarheims leikmanns „Stórmót í handbolta er, í það minnsta fyrir mig, kannski svona 60 prósent þjáning og 40 prósent eitthvað annað. Hér fær fólk smá innsýn inn í minn hugarheim og af hverju þetta er í mínum huga ekki bara leikur.“ Hér er um þríleik að ræða sem heita: Fyrir leik. Leikurinn og Eftir leik. Fyrsti hluti fer í loftið á Vísi á morgun. Annar hluti fer í loftið á föstudag, er fyrsti leikur Íslands á EM fer fram, og lokahlutinn er svo í birtingu daginn eftir leik. Þetta er ekki eina efnið sem Björgvin Páll sendir frá sér í aðdraganda mótsins en barnabókin hans – Barn verður forseti – er einnig að koma út á hljóðformi. Alls ekki of mikið að gera „Ég vildi koma henni út á hljóðformi á mínum miðlum svo boðskapur bókarinnar skili sér til fleiri og ekki bara þeirra sem hafa lesið bókina. Vonandi tekur fólk vel í það,“ segir Björgvin Páll en mun það ekkert trufla hann að standa í öllu þessu á stórmóti? „Nei, alls ekki. Öll þessi vinna átti sér stað fyrir einhverju síðan og ég er með fólk í því heima að deila þessu á öllum miðlunum mínum á meðan mótinu stendur. Hausinn verður algjörlega í því að standa mig fyrir íslenska landsliðið í Þýskalandi.“ Hér að neðan má sjá smá stiklu fyrir fyrsta þáttinn sem fer í birtingu klukkan 09.00 á Vísi á morgun. Klippa: Stikla fyrir Ekki bara leikur
Landslið karla í handbolta Besta sætið EM 2024 í handbolta Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Handbolti Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ Sjá meira