Handbolti

Ekki bara leikur: Eruð þið frægari en Björk?

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Björgvin Páll ritar hugrenningar sínar inn á herbergi með landsliðinu.
Björgvin Páll ritar hugrenningar sínar inn á herbergi með landsliðinu.

Vísir birtir í dag fyrsta þáttinn af „Ekki bara leikur“ sem er þríleikur Björgvins Páls Gústavssonar landsliðsmarkvarðar um lífið sem leikmaður á stórmóti.

„Það sem fólk er að fara hlusta á er í raun dagur í lífi markmanns. Á HM fyrir tæpu ári síðan ákvað ég að fara í gegnum einn dag og skrifa hjá mér allt sem ég var að hugsa. Daginn sem við spilum fyrsta leik mótsins,“ segir Björgvin Páll.

„Markmið mitt með þessu er að gefa hlustendum smá innsýn inn í stórmót í handbolta. Stórmót í handbolta er nefnilega ekki bara einhver sjö krútt að kasta bolta á milli sín,“ segir Björgvin.

Klippa: Ekki bara leikur. Fyrsti hluti: Fyrir leik

Fyrsti þátturinn heitir einfaldlega „Fyrir leik“ en Ísland hefur leik á EM á morgun. Í þættinum fer Björgvin yfir hugrenningar sínar og undirbúning fyrir leik á stórmóti með íslenska landsliðinu.

Hér að ofan má hlusta á þáttinn en hann er einnig aðgengilegur á öllum hlaðvarpsveitum hjá hlaðvarpinu Besta sætið. Hér má hlusta á Spotify. Annar hluti fer í loftið klukkan níu í fyrramálið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×