Velferð dýra framar atvinnufrelsi til pyntinga Meike Witt og Rósa Líf Darradóttir skrifa 9. janúar 2024 15:01 Álit umboðsmanns Alþingis um frestun hvalveiða liggur nú fyrir. Umboðsmaður metur svo að útgáfa reglugerðar hafi ekki, miðað við þær aðstæður sem uppi voru, samrýmst kröfum um meðalhóf eins og þær leiða af almennum reglum stjórnsýsluréttar. Þetta þarf að skoða í stóra samhenginu: Í maí sl. birti Matvælastofnun eftirlitsskýrslu um velferð hvala við veiðar á langreyðum á Íslandi 2022. Skýrslan var unnin á grundvelli ákvæða í reglugerð sem matvælaráðherra, setti árið áður til að stuðla að bættri velferð hvala við veiðar.Skýr niðurstaða sérfræðinga Matvælastofnunar var að veiðarnar hefðu ekki samrýmst markmiðum laga um velferð dýra, þ.e. að aflífun hafi tekið allt of langan tíma í mörgum tilvikum. Fagráði um velferð dýra var falið að fara yfir fyrirliggjandi gögn og meta hvort veiðar á stórhvelum geti yfir höfuð uppfyllt markmið laga um velferð dýra. Fagráðið skilaði svo sínu áliti 16. júní 2023.Álit fagráðsins var að við veiðar á stórhvelum væri ekki hægt að uppfylla þau skilyrði sem nauðsynleg væru til að tryggja velferð dýra við aflífun, þ.e. að sú veiðiaðferð sem beitt væri við veiðar á stórhvelum samræmdist ekki ákvæðum laga nr. 55/2013 um velferð dýra. Vert er að minnast á yfirlýsingu Dýralæknafélags Íslands í kjölfar birtingu skýrslu Matvælastofnunnar. Þar tók fyrrnefnt fagfélag skýra afstöðu:„Ekki verður um villst að sú aflífunaraðferð sem er notuð og samþykkt brýtur gegn meginmarkmiðum í lögum um velferð dýra (nr. 55/2013) og því beri ráðherra að stöðva hvalveiðar strax.” Staðan í júní Matvælaráðherra hefur verið gagnrýnd fyrir óheppilega tímasetningu á tímabundinni stöðvun hvalveiða. Hér verður að koma fram að fyrirtækið, Hvalur hf, olli miklum töfum á frágangi eftirlitsskýrslu Matvælastofnunar. Fagráð um velferð dýra fékk því málið ekki til umfjöllunar fyrr en seint í vor. Matvælaráðherra stóð þar með milli steins og sleggju. Á milli hvalveiðalaga og laga um velferð dýra. Á milli hvalveiðalaga frá 1949 þegar dýravelferð var ekki mikið atriði og laga um velferð dýra frá 2013, byggðum á skilningi núverandi samfélags. Hlutverk matvælaráðherra Matvælaráðherra er æðsti ráðamaður í málaflokki velferðar dýra. Hennar hlutverk er að tryggja velferð dýra með þeim úrræðum sem fyrir liggja. Í ljósi skýrslu Matvælastofnunar, áliti Fagráðs um velferð dýra og yfirlýsingu Dýralæknafélags Íslands hefði aðgerðarleysi matvælaráðherra verið óverjandi. Ráðherra bar að bregðast við með þeim hætti sem hún gerði. Að stöðva veiðarnar tímabundið að vel ígrunduðu máli. Umboðsmaður Alþingis gerir ekki lítið úr mikilvægi dýravelferðar í áliti sínu. Hann bendir réttilega á að löggjöf um hvalveiðar, sem byggir fyrst og fremst á markmiðum um nýtingu hvala, taki ekki mið af dýravelferð enda er löggjöfin komin til ára sinna.Matvælaráðherra hefur í þessu máli forgangsraðað dýravelferð, ákvörðun um frestun veiða var tekin með dýravelferð í huga. Það er óumdeilt að lög um velferð dýra gilda um hvalveiðar og einnig er óumdeilt að það er í samræmi við lög um hvalveiðar að takmarka veiðitímabil. Markmið ráðherra var skýrt: Að forða dýrum frá óbærilegum kvölum og langdregnu dauðastríði. Þökk sé aðgerðum ráðherra eru þjáningar dýranna rækilega vel staðfestar. Eftirlit sýnir ítrekað hið augljósa - hvalveiðar eru dýraníð. Kjarni málsins Er skilningur manna sá að atvinnufrelsi skuli ávallt vega þyngra en velferð dýra? Eigum við sem þjóð að sætta okkur við að lög um velferð dýra eigi einungis að vera til hliðsjónar? Árið er 2024 og við vitum betur. Ljóst er að stór hluti hvala hafa liðið miklar kvalir svo klukkustundum skiptir. Rök um skerðingu atvinnufrelsis eru því hjákátleg í augum þeirra er láta sig dýravelferð varða. Markmið laganna er að forða dýrum frá slíkum kvölum. Það er góðs viti að ráðherra hafi tekið þarfa og djarfa ákvörðun byggða á lögum þessum og vonandi það sem koma skal í málefnum dýravelferðar hérlendis. Höfundar sitja í stjórn Samtaka um dýravelferð á Íslandi (SDÍ). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dýr Hvalveiðar Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Sjá meira
Álit umboðsmanns Alþingis um frestun hvalveiða liggur nú fyrir. Umboðsmaður metur svo að útgáfa reglugerðar hafi ekki, miðað við þær aðstæður sem uppi voru, samrýmst kröfum um meðalhóf eins og þær leiða af almennum reglum stjórnsýsluréttar. Þetta þarf að skoða í stóra samhenginu: Í maí sl. birti Matvælastofnun eftirlitsskýrslu um velferð hvala við veiðar á langreyðum á Íslandi 2022. Skýrslan var unnin á grundvelli ákvæða í reglugerð sem matvælaráðherra, setti árið áður til að stuðla að bættri velferð hvala við veiðar.Skýr niðurstaða sérfræðinga Matvælastofnunar var að veiðarnar hefðu ekki samrýmst markmiðum laga um velferð dýra, þ.e. að aflífun hafi tekið allt of langan tíma í mörgum tilvikum. Fagráði um velferð dýra var falið að fara yfir fyrirliggjandi gögn og meta hvort veiðar á stórhvelum geti yfir höfuð uppfyllt markmið laga um velferð dýra. Fagráðið skilaði svo sínu áliti 16. júní 2023.Álit fagráðsins var að við veiðar á stórhvelum væri ekki hægt að uppfylla þau skilyrði sem nauðsynleg væru til að tryggja velferð dýra við aflífun, þ.e. að sú veiðiaðferð sem beitt væri við veiðar á stórhvelum samræmdist ekki ákvæðum laga nr. 55/2013 um velferð dýra. Vert er að minnast á yfirlýsingu Dýralæknafélags Íslands í kjölfar birtingu skýrslu Matvælastofnunnar. Þar tók fyrrnefnt fagfélag skýra afstöðu:„Ekki verður um villst að sú aflífunaraðferð sem er notuð og samþykkt brýtur gegn meginmarkmiðum í lögum um velferð dýra (nr. 55/2013) og því beri ráðherra að stöðva hvalveiðar strax.” Staðan í júní Matvælaráðherra hefur verið gagnrýnd fyrir óheppilega tímasetningu á tímabundinni stöðvun hvalveiða. Hér verður að koma fram að fyrirtækið, Hvalur hf, olli miklum töfum á frágangi eftirlitsskýrslu Matvælastofnunar. Fagráð um velferð dýra fékk því málið ekki til umfjöllunar fyrr en seint í vor. Matvælaráðherra stóð þar með milli steins og sleggju. Á milli hvalveiðalaga og laga um velferð dýra. Á milli hvalveiðalaga frá 1949 þegar dýravelferð var ekki mikið atriði og laga um velferð dýra frá 2013, byggðum á skilningi núverandi samfélags. Hlutverk matvælaráðherra Matvælaráðherra er æðsti ráðamaður í málaflokki velferðar dýra. Hennar hlutverk er að tryggja velferð dýra með þeim úrræðum sem fyrir liggja. Í ljósi skýrslu Matvælastofnunar, áliti Fagráðs um velferð dýra og yfirlýsingu Dýralæknafélags Íslands hefði aðgerðarleysi matvælaráðherra verið óverjandi. Ráðherra bar að bregðast við með þeim hætti sem hún gerði. Að stöðva veiðarnar tímabundið að vel ígrunduðu máli. Umboðsmaður Alþingis gerir ekki lítið úr mikilvægi dýravelferðar í áliti sínu. Hann bendir réttilega á að löggjöf um hvalveiðar, sem byggir fyrst og fremst á markmiðum um nýtingu hvala, taki ekki mið af dýravelferð enda er löggjöfin komin til ára sinna.Matvælaráðherra hefur í þessu máli forgangsraðað dýravelferð, ákvörðun um frestun veiða var tekin með dýravelferð í huga. Það er óumdeilt að lög um velferð dýra gilda um hvalveiðar og einnig er óumdeilt að það er í samræmi við lög um hvalveiðar að takmarka veiðitímabil. Markmið ráðherra var skýrt: Að forða dýrum frá óbærilegum kvölum og langdregnu dauðastríði. Þökk sé aðgerðum ráðherra eru þjáningar dýranna rækilega vel staðfestar. Eftirlit sýnir ítrekað hið augljósa - hvalveiðar eru dýraníð. Kjarni málsins Er skilningur manna sá að atvinnufrelsi skuli ávallt vega þyngra en velferð dýra? Eigum við sem þjóð að sætta okkur við að lög um velferð dýra eigi einungis að vera til hliðsjónar? Árið er 2024 og við vitum betur. Ljóst er að stór hluti hvala hafa liðið miklar kvalir svo klukkustundum skiptir. Rök um skerðingu atvinnufrelsis eru því hjákátleg í augum þeirra er láta sig dýravelferð varða. Markmið laganna er að forða dýrum frá slíkum kvölum. Það er góðs viti að ráðherra hafi tekið þarfa og djarfa ákvörðun byggða á lögum þessum og vonandi það sem koma skal í málefnum dýravelferðar hérlendis. Höfundar sitja í stjórn Samtaka um dýravelferð á Íslandi (SDÍ).
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun