Kílómetragjald á landsbyggðina? Guðbrandur Einarsson skrifar 12. janúar 2024 07:00 Það er umhugsunarvert hvernig ríkisstjórnin fór að þegar hún setti ný lög um kílómetragjald rétt fyrir áramót. Bæði vegna þess að hún leit ekki til þess hvernig gjaldtakan yrði sérstaklega íþyngjandi fyrir landsbyggðarfólk og vegna þess að hún byggði lögin á órökstuddum fullyrðingum. Borgar sig að keyra á rafmagni? Það er misræmi falið í því að á sama tíma og ríkisstjórnin hefur sett umtalsverða fjárhagslega hvata til að ýta undir orkuskipti þá talar hún núna um það hvað skatttekjur ríkisins af ökutækjum og eldsneyti hafi rýrnað mikið. Auðvitað voru þessi áhrif hvatanna á tekjur ríkisins fyrirséð frá upphafi og áttu ekki að koma nokkrum á óvart. Í frumvarpinu gerði ríkisstjórnin lítið úr þætti samgangna í mengandi losun. Samfélagslegur ábati þess að halda orkuskiptum áfram af krafti er nefnilega gífurlegur. Hún hélt því líka fram að rekstrarkostnaður hreinorku- og tenglitvinnbifreiða verði áfram lægri en annarra þrátt fyrir breytingarnar en þar er ekki tekið tillit til þess að hreinorkubílar eru oftast dýrari en sambærilegar bifreiðar af sama stærðarflokki. Þannig er ekki víst að það muni áfram borga sig að vera á rafmagns- eða tvinnbíl. Svo virðist sem ríkisstjórnin hafi misst sjónar á stóru myndinni. Samfélagslegur ábati af orkuskiptum er líklega mun meiri en þær tekjur sem ríkissjóður hefur orðið af vegna þess að sömu gjöld hafi ekki verið lögð á umhverfisvæn ökutæki. Þessar nýju skattaálögur á hreinorkubifreiðar geta dregið úr hvata almennings til að fjárfesta í þeim en það geti leitt til þess að greiða þurfi meira fyrir loftlagskvóta til að standa við Kyoto-bókunina frá 2005. Betra hefði verið að fjármagn rynni til almennings í gegnum ívilnanir frekar en að greiða fyrir loftslagskvóta. Landsbyggðin borgar Hin nýja gjaldtaka getur einnig verið afar íþyngjandi fyrir þá einstaklinga sem þurfa vegna búsetu sinnar, þjónustuþarfar, vinnu eða annars að aka langar vegalengdir. Til dæmis má gera ráð fyrir að einstaklingur sem býr á Akranesi en sækir vinnu í Reykjavík aki um 25.000 km á ári eingöngu til og frá vinnu og er þá ótalinn annar akstur. Stór hluti landsmanna þarf að ferðast langar vegalengdir og er háður því að nota einkabifreið til þess að fara leiðar sinnar. Þrátt fyrir aðvörunarorð Byggðastofnunar fyrir fjárlagafrumvarpið haustið 2022 um að gæta þyrfti að áhrifum kílómetragjalds var ekkert litið til þess við gerð frumvarpsins eða lagasetningarinnar. Þessi lagasetning hefur sérstaklega áhrif á þá sem búa á landsbyggðinni og má því telja skattlagningu sem beint er gegn þeim. Það er ástæða til þess að hafa áhyggjur af því hvers vegna ríkisstjórnin beinir aukinni skattheimtu að þessum hópi landsmanna. Í mörg ár hafa margir þeirra þurft að greiða margfalt meira í skatt vegna eldsneytisnotkunar heldur en aðrir sem nota bifreiðar minna. Til hliðsjónar má nefna að í Danmörku og Noregi er brugðist við þessu ójafnræði með skattafrádrætti þeirra sem þurfa að ferðast langt til vinnu. Sú kerfisbreyting að íbúar landsins séu látnir greiða meira eftir því sem þeir aki meira, þó það sé á hreinorkubílum, er í ósamræmi við yfirlýsta stefnu ríkisstjórnarinnar um að styðja við blómlegar byggðir í landinu. Það sem eftir situr er að ríkisstjórnin hefur tekið ákvörðun um að hraða í gegn lögum án þess að taka nokkuð tillit til athugasemda eða þeirra samfélagslegu áhrifa sem þau hafa á landsmenn. Þetta allt er birtingarmynd staðfestingarskekkju sem er sú tilhneiging að sækja í rök sem samrýmast eigin skoðunum og hunsa á sama tíma allt sem farið gæti gegn þeim. Einhvern veginn hélt ég að eftir hrunið værum við bólusett til lengri tíma gegn þessari tilhneigingu, sér í lagi eftir alla þá gagnrýni sem þá átti sér stað um hvernig vinnubrögð stjórnvalda ættu að vera. Miklu einfaldari leið við skattheimtu hefði verið að gæta jafnræðis allra íbúa landsins með ákvörðun um greiðslu tiltekins gjalds á allar bifreiðar. Höfundur er þingmaður Viðreisnar í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbrandur Einarsson Vistvænir bílar Bílar Byggðamál Samgöngur Viðreisn Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það er umhugsunarvert hvernig ríkisstjórnin fór að þegar hún setti ný lög um kílómetragjald rétt fyrir áramót. Bæði vegna þess að hún leit ekki til þess hvernig gjaldtakan yrði sérstaklega íþyngjandi fyrir landsbyggðarfólk og vegna þess að hún byggði lögin á órökstuddum fullyrðingum. Borgar sig að keyra á rafmagni? Það er misræmi falið í því að á sama tíma og ríkisstjórnin hefur sett umtalsverða fjárhagslega hvata til að ýta undir orkuskipti þá talar hún núna um það hvað skatttekjur ríkisins af ökutækjum og eldsneyti hafi rýrnað mikið. Auðvitað voru þessi áhrif hvatanna á tekjur ríkisins fyrirséð frá upphafi og áttu ekki að koma nokkrum á óvart. Í frumvarpinu gerði ríkisstjórnin lítið úr þætti samgangna í mengandi losun. Samfélagslegur ábati þess að halda orkuskiptum áfram af krafti er nefnilega gífurlegur. Hún hélt því líka fram að rekstrarkostnaður hreinorku- og tenglitvinnbifreiða verði áfram lægri en annarra þrátt fyrir breytingarnar en þar er ekki tekið tillit til þess að hreinorkubílar eru oftast dýrari en sambærilegar bifreiðar af sama stærðarflokki. Þannig er ekki víst að það muni áfram borga sig að vera á rafmagns- eða tvinnbíl. Svo virðist sem ríkisstjórnin hafi misst sjónar á stóru myndinni. Samfélagslegur ábati af orkuskiptum er líklega mun meiri en þær tekjur sem ríkissjóður hefur orðið af vegna þess að sömu gjöld hafi ekki verið lögð á umhverfisvæn ökutæki. Þessar nýju skattaálögur á hreinorkubifreiðar geta dregið úr hvata almennings til að fjárfesta í þeim en það geti leitt til þess að greiða þurfi meira fyrir loftlagskvóta til að standa við Kyoto-bókunina frá 2005. Betra hefði verið að fjármagn rynni til almennings í gegnum ívilnanir frekar en að greiða fyrir loftslagskvóta. Landsbyggðin borgar Hin nýja gjaldtaka getur einnig verið afar íþyngjandi fyrir þá einstaklinga sem þurfa vegna búsetu sinnar, þjónustuþarfar, vinnu eða annars að aka langar vegalengdir. Til dæmis má gera ráð fyrir að einstaklingur sem býr á Akranesi en sækir vinnu í Reykjavík aki um 25.000 km á ári eingöngu til og frá vinnu og er þá ótalinn annar akstur. Stór hluti landsmanna þarf að ferðast langar vegalengdir og er háður því að nota einkabifreið til þess að fara leiðar sinnar. Þrátt fyrir aðvörunarorð Byggðastofnunar fyrir fjárlagafrumvarpið haustið 2022 um að gæta þyrfti að áhrifum kílómetragjalds var ekkert litið til þess við gerð frumvarpsins eða lagasetningarinnar. Þessi lagasetning hefur sérstaklega áhrif á þá sem búa á landsbyggðinni og má því telja skattlagningu sem beint er gegn þeim. Það er ástæða til þess að hafa áhyggjur af því hvers vegna ríkisstjórnin beinir aukinni skattheimtu að þessum hópi landsmanna. Í mörg ár hafa margir þeirra þurft að greiða margfalt meira í skatt vegna eldsneytisnotkunar heldur en aðrir sem nota bifreiðar minna. Til hliðsjónar má nefna að í Danmörku og Noregi er brugðist við þessu ójafnræði með skattafrádrætti þeirra sem þurfa að ferðast langt til vinnu. Sú kerfisbreyting að íbúar landsins séu látnir greiða meira eftir því sem þeir aki meira, þó það sé á hreinorkubílum, er í ósamræmi við yfirlýsta stefnu ríkisstjórnarinnar um að styðja við blómlegar byggðir í landinu. Það sem eftir situr er að ríkisstjórnin hefur tekið ákvörðun um að hraða í gegn lögum án þess að taka nokkuð tillit til athugasemda eða þeirra samfélagslegu áhrifa sem þau hafa á landsmenn. Þetta allt er birtingarmynd staðfestingarskekkju sem er sú tilhneiging að sækja í rök sem samrýmast eigin skoðunum og hunsa á sama tíma allt sem farið gæti gegn þeim. Einhvern veginn hélt ég að eftir hrunið værum við bólusett til lengri tíma gegn þessari tilhneigingu, sér í lagi eftir alla þá gagnrýni sem þá átti sér stað um hvernig vinnubrögð stjórnvalda ættu að vera. Miklu einfaldari leið við skattheimtu hefði verið að gæta jafnræðis allra íbúa landsins með ákvörðun um greiðslu tiltekins gjalds á allar bifreiðar. Höfundur er þingmaður Viðreisnar í Suðurkjördæmi.
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun