Búin að fá allar viðvaranir sem munu koma Jón Þór Stefánsson og Margrét Björk Jónsdóttir skrifa 9. janúar 2024 19:15 Víðir Reynisson segir að mögulega komi aftur til rýminga á næstu dögum, eða jafnvel fyrr. Vísir/Arnar Víðir Reynisson, sviðstjóri Almannavarna, segir fregnir af því að rúmmál kvikunnar á Reykjanesskaga sé orðið svipað og fyrir síðasta gos, breyta stöðunni. „Við erum alltaf að nálgast þennan tíma þar sem að kvikuhlaup gæti farið að stað, sem gæti endað með eldgosi. Við erum búin að fá í dag allar þær viðvaranir sem við munum fá. Það næsta sem gerist er að atburðurinn fer í gang.“ Hann segir að ef Veðurstofan fái vísbendingar um að sá atburður sé að hefjast þá verði aftur farið í rýmingar. „Þá verður allt svæðið rýmt um leið og það gerist. Þannig að Grindvíkingar og þeir sem dvelja eða starfa við Svartsengi þurfa að vera undirbúnir undir það að rýma með skömmum fyrirvara. Slíkar ákvarðanir gætu verið teknar með mjög stuttum fyrirvara,“ segir Víðir. „Það er ekki komið að því að rýma, en það gæti breyst mjög hratt, á næstu dögum eða jafnvel fyrr.“ Aðspurður um hvort það sé skynsamlegt að hefja atvinnustarfsemi á ný í Grindavík segir Víðir að ef fyrirtæki treysti sér til rýmingar á skömmum tíma þá hafi verið gefið leyfi fyrir því að hefja störf. Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, sagði í dag að ekki væri hægt að útiloka að í nýtt eldgos myndi hefjast skammt frá Grindavík, eða jafnvel í bænum. Aðspurður út í þau ummæli sagði Víðir það vera einu alvarlegustu sviðsmyndina sem væri til skoðunar. „Það er ekki líklegasta sviðsmyndin, en það er ekki útilokað. Og þess vegna getum við ekki tekið neina sénsa og munum ekki gera það. Við munum rýma svæðið allt saman ef þetta fer af stað.“ Skilaboð Víðis til þeirra sem dvelja í Grindavík eru á þá leið að fólk skuli vera viðbúið því að þurfa að fara með skömmum fyrirvara. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Almannavarnir Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
„Við erum alltaf að nálgast þennan tíma þar sem að kvikuhlaup gæti farið að stað, sem gæti endað með eldgosi. Við erum búin að fá í dag allar þær viðvaranir sem við munum fá. Það næsta sem gerist er að atburðurinn fer í gang.“ Hann segir að ef Veðurstofan fái vísbendingar um að sá atburður sé að hefjast þá verði aftur farið í rýmingar. „Þá verður allt svæðið rýmt um leið og það gerist. Þannig að Grindvíkingar og þeir sem dvelja eða starfa við Svartsengi þurfa að vera undirbúnir undir það að rýma með skömmum fyrirvara. Slíkar ákvarðanir gætu verið teknar með mjög stuttum fyrirvara,“ segir Víðir. „Það er ekki komið að því að rýma, en það gæti breyst mjög hratt, á næstu dögum eða jafnvel fyrr.“ Aðspurður um hvort það sé skynsamlegt að hefja atvinnustarfsemi á ný í Grindavík segir Víðir að ef fyrirtæki treysti sér til rýmingar á skömmum tíma þá hafi verið gefið leyfi fyrir því að hefja störf. Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, sagði í dag að ekki væri hægt að útiloka að í nýtt eldgos myndi hefjast skammt frá Grindavík, eða jafnvel í bænum. Aðspurður út í þau ummæli sagði Víðir það vera einu alvarlegustu sviðsmyndina sem væri til skoðunar. „Það er ekki líklegasta sviðsmyndin, en það er ekki útilokað. Og þess vegna getum við ekki tekið neina sénsa og munum ekki gera það. Við munum rýma svæðið allt saman ef þetta fer af stað.“ Skilaboð Víðis til þeirra sem dvelja í Grindavík eru á þá leið að fólk skuli vera viðbúið því að þurfa að fara með skömmum fyrirvara.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Almannavarnir Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira