„Þau trúa hundrað prósent á álfa“ Samúel Karl Ólason skrifar 10. janúar 2024 14:20 Jodie Foster og Jimmy Kimmel í þætti Kimmels í gær. Íslandsvinurinn Jodie Foster var gestur Jimmy Kimmel í gærkvöldi, þar sem hún lofaði Ísland í hástert. Hún var mætt í þátt Kimmels til að ræða fjórðu þáttaröð True Detective, sem var að stórum hluta tekin upp hér á landi. Foster lofaði Ísland í hástert og talaði einnig um meinta trú Íslendinga á álfa. Þættirnir eiga að gerast í Alaska og Kimmel spurði hvort þeir hefðu verið teknir upp í Alaska. Hún sagði að það hefði reynst erfitt vegna lélegra samgangna og innviða. Því hefðu þættirnir verið teknir upp á Íslandi. Foster sagði það ekki hafa geta verið frábærara. Ísland væri yndislegt og Reykjavík frábær bær. Leikkonan goðsagnakennda sagði nýverið í samtali við blaðamann Vísis að í hennar huga væri Reykjavík hinn fullkomni bær. Foster og Kimmel ræddu norðurljósin, sem hún sagðist hafa séð oft og að það hefði verið frábært. Kimmel sagði það hljóma vel en bætti við að Ísland virtist að öðru leyti „hræðilegur“ staður til að vinna á. Því það væri alltaf svo mikið myrkur. Foster tók undir að það væri mikið myrkur hér stóran hluta ársins og sólin kæmi varla upp fyrir sjóndeildarhringinn í nokkra mánuði. „Það var ég að meina þegar ég sagði hræðilegt að vinna þarna,“ sagði Kimmel. „Það er ekki slæmt. Það er hægt að finna hluti til að gera,“ sagði Foster. Kimmel sagðist þá lengi hafa viljað heimsækja Ísland en hann hefði ekki áhuga á því að vetri til. „Ég mun pottþétt heimsækja Ísland einhvern tímann. Kynntist þú fólkinu þarna?“ Foster sagðist svo sannarlega hafa gert það. Við Íslendingar væru æðislegir og tónlistarmenningin í Reykjavík væri frábær. Þá nefndi hún sérstaklega sundlauga og heitulauga menninguna hér á landi. Flestir færu í almennar laugar í viku hverri. Umræðuna má sjá í spilaranum hér að neðan. Umræða þeirra Foster og Kimmel fór kannski aðeins af sporinu þegar talið barst að álfum og því hvort Íslendingar trúi á þá. „Þau trúa hundrað prósent á álfa,“ sagði Foster. Hún sagði íslenska álfa ekki vera fyndna og skemmtilega, heldur væru þeir hrekkjalómar. „Ef þú týnir lyklunum þínum: Helvítis álfarnir,“ sagði Foster sem dæmi og nefndi hún einnig týnda sokka og slíkt. Í nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofu kom fram að 35 prósent landsmanna segjast trúa á álfa. Hlutfallið hefur aukist um tæp fimm prósent á fimm árum. Leiðtogar stjórnmálaflokkanna ræddu þessa niðurstöðu í Kryddsíld á Stöð 2 á gamlársdag. Enginn formaður tók svo djúpt í árinni að segjast ekki trúa á álfa. Þá nefndi Foster sérstaka jólaálfa, sem hefðu hræðilegar sögur eins og sögur um mæður að borða börnin sín en íslensk börn hefðu gaman af því. Kimmel velti þá vöngum yfir því hvort Íslendingar trúðu í alvörunni á álfa eða hvort sögurnar af því væru bara flökkusögur um Ísland og Íslendinga. Þá sagðist Foster handviss um að Íslendingar trúðu á álfa. „Þau gera það,“ sagði hún. Þá sagðist Kimmel ætla að klæða sig eins og álfur þegar hann heimsæki loks Ísland og hann ætli að valda miklum óskunda hér á landi. Tökur á True Detective á Íslandi Íslandsvinir Hollywood Tengdar fréttir Segir álfa hjálpa í baráttunni við fátækt Inga Sæland segir álfana hjálpa sér í baráttunni við fátækt en að álfamálin séu þó ekki á dagskrá Flokks fólksins. Þetta sagði hún í Kryddsíld Stöðvar 2. 1. janúar 2024 07:34 Mest lesið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Hafa aldrei rifist Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið Fleiri fréttir Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Sjá meira
Þættirnir eiga að gerast í Alaska og Kimmel spurði hvort þeir hefðu verið teknir upp í Alaska. Hún sagði að það hefði reynst erfitt vegna lélegra samgangna og innviða. Því hefðu þættirnir verið teknir upp á Íslandi. Foster sagði það ekki hafa geta verið frábærara. Ísland væri yndislegt og Reykjavík frábær bær. Leikkonan goðsagnakennda sagði nýverið í samtali við blaðamann Vísis að í hennar huga væri Reykjavík hinn fullkomni bær. Foster og Kimmel ræddu norðurljósin, sem hún sagðist hafa séð oft og að það hefði verið frábært. Kimmel sagði það hljóma vel en bætti við að Ísland virtist að öðru leyti „hræðilegur“ staður til að vinna á. Því það væri alltaf svo mikið myrkur. Foster tók undir að það væri mikið myrkur hér stóran hluta ársins og sólin kæmi varla upp fyrir sjóndeildarhringinn í nokkra mánuði. „Það var ég að meina þegar ég sagði hræðilegt að vinna þarna,“ sagði Kimmel. „Það er ekki slæmt. Það er hægt að finna hluti til að gera,“ sagði Foster. Kimmel sagðist þá lengi hafa viljað heimsækja Ísland en hann hefði ekki áhuga á því að vetri til. „Ég mun pottþétt heimsækja Ísland einhvern tímann. Kynntist þú fólkinu þarna?“ Foster sagðist svo sannarlega hafa gert það. Við Íslendingar væru æðislegir og tónlistarmenningin í Reykjavík væri frábær. Þá nefndi hún sérstaklega sundlauga og heitulauga menninguna hér á landi. Flestir færu í almennar laugar í viku hverri. Umræðuna má sjá í spilaranum hér að neðan. Umræða þeirra Foster og Kimmel fór kannski aðeins af sporinu þegar talið barst að álfum og því hvort Íslendingar trúi á þá. „Þau trúa hundrað prósent á álfa,“ sagði Foster. Hún sagði íslenska álfa ekki vera fyndna og skemmtilega, heldur væru þeir hrekkjalómar. „Ef þú týnir lyklunum þínum: Helvítis álfarnir,“ sagði Foster sem dæmi og nefndi hún einnig týnda sokka og slíkt. Í nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofu kom fram að 35 prósent landsmanna segjast trúa á álfa. Hlutfallið hefur aukist um tæp fimm prósent á fimm árum. Leiðtogar stjórnmálaflokkanna ræddu þessa niðurstöðu í Kryddsíld á Stöð 2 á gamlársdag. Enginn formaður tók svo djúpt í árinni að segjast ekki trúa á álfa. Þá nefndi Foster sérstaka jólaálfa, sem hefðu hræðilegar sögur eins og sögur um mæður að borða börnin sín en íslensk börn hefðu gaman af því. Kimmel velti þá vöngum yfir því hvort Íslendingar trúðu í alvörunni á álfa eða hvort sögurnar af því væru bara flökkusögur um Ísland og Íslendinga. Þá sagðist Foster handviss um að Íslendingar trúðu á álfa. „Þau gera það,“ sagði hún. Þá sagðist Kimmel ætla að klæða sig eins og álfur þegar hann heimsæki loks Ísland og hann ætli að valda miklum óskunda hér á landi.
Tökur á True Detective á Íslandi Íslandsvinir Hollywood Tengdar fréttir Segir álfa hjálpa í baráttunni við fátækt Inga Sæland segir álfana hjálpa sér í baráttunni við fátækt en að álfamálin séu þó ekki á dagskrá Flokks fólksins. Þetta sagði hún í Kryddsíld Stöðvar 2. 1. janúar 2024 07:34 Mest lesið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Hafa aldrei rifist Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið Fleiri fréttir Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Sjá meira
Segir álfa hjálpa í baráttunni við fátækt Inga Sæland segir álfana hjálpa sér í baráttunni við fátækt en að álfamálin séu þó ekki á dagskrá Flokks fólksins. Þetta sagði hún í Kryddsíld Stöðvar 2. 1. janúar 2024 07:34
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið