Orðræðan gefi til kynna allsherjarstríð, tilfærslu og eyðileggingu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 10. janúar 2024 18:14 Dr. Magnús Þorkell Bernharðsson, prófessor í nútímasögu Mið-Austurlanda. Vísir/HAG Magnús Þorkell Bernharðsson, sagnfræðiprófessor við Williams háskóla í Bandaríkjunum og sérfræðingur í sögu Mið-Austurlanda segir líkur á að fleiri ríki muni brátt dragast inn í stríðið fyrir botni Miðjarðarhafs. Hann segir að fyrir Ísraelsmönnum vaki að binda enda á samfélag Palestínumanna á Gasa og búa þar til nýtt samfélag, sé tekið mið af orðræðu ráðamanna. Fréttir berast nú af átökum á Vesturbakkanum, Hútar hafa gert atlögu að skipum á siglingu um Rauðahaf og síðustu daga hafa fréttir borist af eldflaugaárásum Ísraelsmanna í sunnanverðri Líbanon en Hesbollah samtökin gerðu þá nýlega umfangsmikla árás á herstöð í norðurhluta Ísrael. Þegar árásir Ísraelsmanna hófust af fullum þunga á Gasa í kjölfar árásar Hamas þann 7. október segir Magnús að flestir hefðu búist við að nágrannaríki og bandamenn Palestínumanna myndu koma Gasabúum til hjálpar en þeir hafi um margra vikna skeið beðið átekta, að öllum líkindum vegna hernaðarmáttar Ísraelsmanna, en nú er breyting að verða á og einskorðast ófriðurinn ekki aðeins við Gasasvæðið. „Mestu átökin hafa verði við landamæri Líbanon og það hafa verið gerðar nokkrar mannskæðar árásir frá Ísrael inni í Líbanon og þá sérstaklega á hersveitir Hesbollah samtakanna í Líbanon og hins vegar hafa verið aðgerðir á Vesturbakkanum og það bendir allt til þess að óróleikinn eigi eftir að aukast enn frekar á Vesturbakkanum sem og við landamæri Ísrael og Líbanon“ Það sé því líklegt í framhaldinu að ófriðurinn stigmagnist og að stríðið breiðist frekar út. Fyrir alþjóðadómstólnum í Haag á morgun hefst málflutningur í málsókn Suður-Afríku á hendur Ísraelsríkis þar sem stjórnvöld eru sökuð um að fremja þjóðernishreinsanir á palestínskum íbúum á Gasa. Magnús Þorkell segir bæði staðreyndir og myndefni frá Gasa tala sínu máli. Árásir Ísraelsmanna séu ekki hnitmiðaðar heldur almennar. „Það er alger eyðilegging á mannvirkjum innviðum, mannfólki, stofnunum þess ríkis. Þeir vilja koma í veg fyrir venjulegt, eðlilegt ástand á Gasa og ef maður skoðar líka orðræðuna hjá bæði stjórnmálamönnum og öðrum framámönnum innan hersins þá gefur það til kynna að þetta eigi að vera allsherjarstríð og þá er verið að tala um tilfærslu, eyðileggingu, og það er líka verið að tala um að í framtíðinni verði þarna algjörlega nýtt samfélag á Gasa þar sem virðist eins og ekki sé gert ráð fyrir umtalsverðri viðveru Palestínumanna á þessum slóðum.“ Verið sé að reyna að flæma íbúa Gasa í burtu. „Þetta er hluti af ákveðinni stefnu eða draum um að hreinsa til á þessu svæði, í nafni öryggis og þetta eru skelfilegar áætlanir ef maður á að taka trúanlega orðræðuna en síðan líka þegar maður sér afleiðingar þessarar gífurlega örflugu herstefnu sem þeir hafa verið að reka. Þetta allsherjarstríð þar sem alls konar stofnanir, fólk, blaðamenn, spítalar, heilbrigðisstofnanir og fleiri hafa legið undir árásum daglega síðustu mánuði þannig að það virðist vera eins og takmarkið séu endalok; setja einhvern punkt á þetta samfélag sem hefur verið þarna á Gasa,“ segir Magnús Þorkell. Ísrael Palestína Líbanon Tengdar fréttir Bandaríkjamenn og Bretar skjóta niður dróna og flaugar Húta Yfirvöld í Bandaríkjunum og Bretlandi hafa staðfest að herir þeirra hafi gripið til varna í einni umfangsmestu árás Húta á skotmörk á Rauða hafi. Ekkert hefur heyrst um slys á fólki né tjón á skipum í tengslum við árásina. 10. janúar 2024 06:43 Felldu annan háttsettan á leið í jarðarför Yfirmaður drónadeildar Hesbollah-samtakanna í Suður-Líbanon var felldur í líklegri loftárás Ísraela í dag. Maðurinn hét Ali Hussein Barji og er talinn hafa verið að sækja jarðarför annars leiðtoga samtakanna sem felldur var í loftárás í gær, þegar bíll hans varð fyrir sprengju. 9. janúar 2024 15:25 Mun hvetja Ísraelsmenn til að draga úr aðgerðum og horfa til framtíðar Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er mættur til Tel Aviv í Ísrael þar sem hann er sagður munu freista þess að þrýsta á stjórnvöld að draga úr þunga aðgerða sinna á Gasa og hefja viðræður um stjórnun svæðisins þegar átökum lýkur. 9. janúar 2024 07:05 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Sjá meira
Fréttir berast nú af átökum á Vesturbakkanum, Hútar hafa gert atlögu að skipum á siglingu um Rauðahaf og síðustu daga hafa fréttir borist af eldflaugaárásum Ísraelsmanna í sunnanverðri Líbanon en Hesbollah samtökin gerðu þá nýlega umfangsmikla árás á herstöð í norðurhluta Ísrael. Þegar árásir Ísraelsmanna hófust af fullum þunga á Gasa í kjölfar árásar Hamas þann 7. október segir Magnús að flestir hefðu búist við að nágrannaríki og bandamenn Palestínumanna myndu koma Gasabúum til hjálpar en þeir hafi um margra vikna skeið beðið átekta, að öllum líkindum vegna hernaðarmáttar Ísraelsmanna, en nú er breyting að verða á og einskorðast ófriðurinn ekki aðeins við Gasasvæðið. „Mestu átökin hafa verði við landamæri Líbanon og það hafa verið gerðar nokkrar mannskæðar árásir frá Ísrael inni í Líbanon og þá sérstaklega á hersveitir Hesbollah samtakanna í Líbanon og hins vegar hafa verið aðgerðir á Vesturbakkanum og það bendir allt til þess að óróleikinn eigi eftir að aukast enn frekar á Vesturbakkanum sem og við landamæri Ísrael og Líbanon“ Það sé því líklegt í framhaldinu að ófriðurinn stigmagnist og að stríðið breiðist frekar út. Fyrir alþjóðadómstólnum í Haag á morgun hefst málflutningur í málsókn Suður-Afríku á hendur Ísraelsríkis þar sem stjórnvöld eru sökuð um að fremja þjóðernishreinsanir á palestínskum íbúum á Gasa. Magnús Þorkell segir bæði staðreyndir og myndefni frá Gasa tala sínu máli. Árásir Ísraelsmanna séu ekki hnitmiðaðar heldur almennar. „Það er alger eyðilegging á mannvirkjum innviðum, mannfólki, stofnunum þess ríkis. Þeir vilja koma í veg fyrir venjulegt, eðlilegt ástand á Gasa og ef maður skoðar líka orðræðuna hjá bæði stjórnmálamönnum og öðrum framámönnum innan hersins þá gefur það til kynna að þetta eigi að vera allsherjarstríð og þá er verið að tala um tilfærslu, eyðileggingu, og það er líka verið að tala um að í framtíðinni verði þarna algjörlega nýtt samfélag á Gasa þar sem virðist eins og ekki sé gert ráð fyrir umtalsverðri viðveru Palestínumanna á þessum slóðum.“ Verið sé að reyna að flæma íbúa Gasa í burtu. „Þetta er hluti af ákveðinni stefnu eða draum um að hreinsa til á þessu svæði, í nafni öryggis og þetta eru skelfilegar áætlanir ef maður á að taka trúanlega orðræðuna en síðan líka þegar maður sér afleiðingar þessarar gífurlega örflugu herstefnu sem þeir hafa verið að reka. Þetta allsherjarstríð þar sem alls konar stofnanir, fólk, blaðamenn, spítalar, heilbrigðisstofnanir og fleiri hafa legið undir árásum daglega síðustu mánuði þannig að það virðist vera eins og takmarkið séu endalok; setja einhvern punkt á þetta samfélag sem hefur verið þarna á Gasa,“ segir Magnús Þorkell.
Ísrael Palestína Líbanon Tengdar fréttir Bandaríkjamenn og Bretar skjóta niður dróna og flaugar Húta Yfirvöld í Bandaríkjunum og Bretlandi hafa staðfest að herir þeirra hafi gripið til varna í einni umfangsmestu árás Húta á skotmörk á Rauða hafi. Ekkert hefur heyrst um slys á fólki né tjón á skipum í tengslum við árásina. 10. janúar 2024 06:43 Felldu annan háttsettan á leið í jarðarför Yfirmaður drónadeildar Hesbollah-samtakanna í Suður-Líbanon var felldur í líklegri loftárás Ísraela í dag. Maðurinn hét Ali Hussein Barji og er talinn hafa verið að sækja jarðarför annars leiðtoga samtakanna sem felldur var í loftárás í gær, þegar bíll hans varð fyrir sprengju. 9. janúar 2024 15:25 Mun hvetja Ísraelsmenn til að draga úr aðgerðum og horfa til framtíðar Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er mættur til Tel Aviv í Ísrael þar sem hann er sagður munu freista þess að þrýsta á stjórnvöld að draga úr þunga aðgerða sinna á Gasa og hefja viðræður um stjórnun svæðisins þegar átökum lýkur. 9. janúar 2024 07:05 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Sjá meira
Bandaríkjamenn og Bretar skjóta niður dróna og flaugar Húta Yfirvöld í Bandaríkjunum og Bretlandi hafa staðfest að herir þeirra hafi gripið til varna í einni umfangsmestu árás Húta á skotmörk á Rauða hafi. Ekkert hefur heyrst um slys á fólki né tjón á skipum í tengslum við árásina. 10. janúar 2024 06:43
Felldu annan háttsettan á leið í jarðarför Yfirmaður drónadeildar Hesbollah-samtakanna í Suður-Líbanon var felldur í líklegri loftárás Ísraela í dag. Maðurinn hét Ali Hussein Barji og er talinn hafa verið að sækja jarðarför annars leiðtoga samtakanna sem felldur var í loftárás í gær, þegar bíll hans varð fyrir sprengju. 9. janúar 2024 15:25
Mun hvetja Ísraelsmenn til að draga úr aðgerðum og horfa til framtíðar Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er mættur til Tel Aviv í Ísrael þar sem hann er sagður munu freista þess að þrýsta á stjórnvöld að draga úr þunga aðgerða sinna á Gasa og hefja viðræður um stjórnun svæðisins þegar átökum lýkur. 9. janúar 2024 07:05