Innlent

Stór skjálfti í grennd við Gríms­vötn

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Sérfræðingar telja margir hverjir að gos sé yfirvofandi í Grímsvötnum. 
Sérfræðingar telja margir hverjir að gos sé yfirvofandi í Grímsvötnum.  RAX

Nokkuð öflugur skjálfti reið yfir í morgun í Grímsvötnum en upptök hans voru um þrjá og hálfan kílómetra norðaustur af Grímsfjalli í Vatnajökli. 

Bjarki Kaldalóns Friis segir í samtali við fréttastofu að enn sé stærð skjálftans óljós en hann virðist þó hafa verið nokkuð stór, eða allt að 4,6 stigum en líklega sé hann um 4,2 stig. 

Hann segir að nokkir smáskjálftar hafi komið í nótt og snemma í morgun og að sá stóri hafi svo riðið yfir sjö mínútur fyrir sjö. 

Bjarki segir skjálftan tengjast þeim hræringum sem verið hafi í Grímsvötnum en þó sé stærðin á honum óvenjuleg og langt síðan svo stór skjálfti hafi komið á svæðinu. 

Á dögunum kom skjálftahrina í Grímsvötnum sem varð til þess að fluglitakóði var færður í gult viðbúnaðarstig. Því var svo snúið við um sólarhring síðar.


Tengdar fréttir

Kóðinn færður aftur niður á grænan

Fluglitakóðinn fyrir Grímsvötn hefur aftur verið færður niður í grænan eftir að hafa verið færður upp í gulan seinnipartinn í gær. Töluvert hefur dregið úr skjálftavirkni á svæðinu.

Gos í Grímsvötnum líklega í vændum

Búast má við gosi í Grímsvötnum á næstu dögum eða vikum að mati eldfjallafræðings. Fluglitakóði yfir eldstöðinni var færður á gult í gær vegna óvenjulegrar skjálftahrinu en gosmökkurinn gæti haft áhrif á flugumferð.

Fluglitakóði færður í gulan yfir Grímsvötnum

Fluglitakóðinn fyrir Grímsvötn hefur verið færður upp í gulan eftir að sex skjálftar yfir einum mældust á einum klukkutíma nærri Grímsvötnum. Skjálftahrinan byrjaði rétt rúmlega fjögur í dag og var stærsti skjálftinn um 1,6 að stærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×