Ómar Ingi: Gísli átti skilið að fá styttuna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. janúar 2024 10:30 Ómar Ingi Magnússon á æfingu landsliðsins í Þýskalandi. Það kemur mikið til með að mæða á honum á EM. VÍSIR/VILHELM Ómar Ingi Magnússon, lykilmaður íslenska handboltalandsliðsins, segir að það komi ekki almennilega í ljós fyrr en á móti Serbum á morgun hver sé nákvæmlega staðan á íslenska liðinu í dag. Íslenska liðið hefur spilað fjóra æfingaleiki síðan Snorri Steinn Guðjónsson tók við, tvo á móti Færeyjum í nóvember og tvo á móti Austurríki um síðustu helgi. Hver er tilfinningin hjá Ómari Inga fyrir Evrópumótinu sem hefst hjá Íslandi á morgun? „Bara geggjuð. Gott að vera kominn og það er spenningur í manni,“ sagði Ómar Ingi Magnússon í samtali við Sindra Sverrisson en hvernig finnst honum íslenska standa í samanburði við það þegar liðið var á leiðinni á HM fyrir ári síðan? „Ég veit ekki hvernig það er. Við erum í fínu standi en við vitum ekki alveg nákvæmlega hvernig við stöndum. Æfingaleikir eru bara allt annað heldur en keppnisleikir. Við náðum að prófa ákveðin atriði en við verðum að sjá það í fyrsta leik hvernig þetta er,“ sagði Ómar Ingi. Hvað væntingar hefur Ómar til síns sjálfs á þessu Evrópumóti? „Ég ætla bara að spila vel, númer eitt, tvö og þrjú. Spila vel allan tímann. Það er svona aðalmarkmiðið. Hjálpa liðinu að vinna leiki,“ sagði Ómar. Ómar spilar með Gísli Þorgeiri Kristjánssyni hjá bæði Magdeburg og íslenska landsliðinu. Gísli var að snúa aftur á völlinn í desember og það hlýtur að vera liðinu mikilvægt að fá hann. Klippa: Ómar: Æfingaleikir eru bara allt annað heldur en keppnisleikir „Já þetta er þýðingarmikill leikmaður og það er frábært að fá hann. Við þurfum alla og við þurfum sem flesta því þetta verður erfitt og við erum að fara í alvöru slag. Það þurfa allir að vera klárir,“ sagði Ómar. Var erfitt að horfa á eftir styttunni (Íþróttamaður ársins) til hans? „Nei, nei, það var flott. Hann átti hana skilið enda var hann helvíti flottur á síðasta ári,“ sagði Ómar. Fyrsti mótherji íslenska liðsins er Serbía. Hvað hefur Ómar að segja um það lið? „Þeir eru með klassa lið. Þeir eru með öfluga leikmenn og heilt yfir stabílir í öllum stöðum. Markmaðurinn hjá þeim er frábær og líklega einn sá besti í heimi. Þeir eru með fína þjálfara og eru að spila fín kerfi. Við erum bara að undirbúa okkur vel og þetta verður hörkuleikur,“ sagði Ómar. Serbneska liðið hefur verið á mikilli uppleið undir stjórn spænska þjálfarans Toni Gerona og liðið var á svipuðum slóðum og íslenska liðið á síðasta HM. Lítur Ómar á Ísland sem sigurstranglegra liðið? „Ég held að ef við spilum vel þá tökum við leikinn. Ef við spilum okkar leik og gerum það sem við eigum að gera þá tökum við leikinn,“ sagði Ómar. EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Fleiri fréttir Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Misjöfn úrslit hjá Íslendingunum í Evrópudeildinni Sjá meira
Íslenska liðið hefur spilað fjóra æfingaleiki síðan Snorri Steinn Guðjónsson tók við, tvo á móti Færeyjum í nóvember og tvo á móti Austurríki um síðustu helgi. Hver er tilfinningin hjá Ómari Inga fyrir Evrópumótinu sem hefst hjá Íslandi á morgun? „Bara geggjuð. Gott að vera kominn og það er spenningur í manni,“ sagði Ómar Ingi Magnússon í samtali við Sindra Sverrisson en hvernig finnst honum íslenska standa í samanburði við það þegar liðið var á leiðinni á HM fyrir ári síðan? „Ég veit ekki hvernig það er. Við erum í fínu standi en við vitum ekki alveg nákvæmlega hvernig við stöndum. Æfingaleikir eru bara allt annað heldur en keppnisleikir. Við náðum að prófa ákveðin atriði en við verðum að sjá það í fyrsta leik hvernig þetta er,“ sagði Ómar Ingi. Hvað væntingar hefur Ómar til síns sjálfs á þessu Evrópumóti? „Ég ætla bara að spila vel, númer eitt, tvö og þrjú. Spila vel allan tímann. Það er svona aðalmarkmiðið. Hjálpa liðinu að vinna leiki,“ sagði Ómar. Ómar spilar með Gísli Þorgeiri Kristjánssyni hjá bæði Magdeburg og íslenska landsliðinu. Gísli var að snúa aftur á völlinn í desember og það hlýtur að vera liðinu mikilvægt að fá hann. Klippa: Ómar: Æfingaleikir eru bara allt annað heldur en keppnisleikir „Já þetta er þýðingarmikill leikmaður og það er frábært að fá hann. Við þurfum alla og við þurfum sem flesta því þetta verður erfitt og við erum að fara í alvöru slag. Það þurfa allir að vera klárir,“ sagði Ómar. Var erfitt að horfa á eftir styttunni (Íþróttamaður ársins) til hans? „Nei, nei, það var flott. Hann átti hana skilið enda var hann helvíti flottur á síðasta ári,“ sagði Ómar. Fyrsti mótherji íslenska liðsins er Serbía. Hvað hefur Ómar að segja um það lið? „Þeir eru með klassa lið. Þeir eru með öfluga leikmenn og heilt yfir stabílir í öllum stöðum. Markmaðurinn hjá þeim er frábær og líklega einn sá besti í heimi. Þeir eru með fína þjálfara og eru að spila fín kerfi. Við erum bara að undirbúa okkur vel og þetta verður hörkuleikur,“ sagði Ómar. Serbneska liðið hefur verið á mikilli uppleið undir stjórn spænska þjálfarans Toni Gerona og liðið var á svipuðum slóðum og íslenska liðið á síðasta HM. Lítur Ómar á Ísland sem sigurstranglegra liðið? „Ég held að ef við spilum vel þá tökum við leikinn. Ef við spilum okkar leik og gerum það sem við eigum að gera þá tökum við leikinn,“ sagði Ómar.
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Fleiri fréttir Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Misjöfn úrslit hjá Íslendingunum í Evrópudeildinni Sjá meira