Líkurnar meiri en minni á gosi í Grímsvötnum Oddur Ævar Gunnarsson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 11. janúar 2024 10:26 Magnús Tumi Guðmundsson segir líkurnar meiri en minni á að gos hefjist brátt í Grímsvötnum. Vísir/Vilhelm Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, segir meiri líkur en minni á því að eldgos hefjist í Grímsvötnum á næstunni. Þau sýni öll merki þess. Jökulhlaup er hafið úr Grímsvötnum. „Það er hægt, rísandi jökulhlaup búið að vera í gangi þar í nokkra daga,“ segir Magnús Tumi í samtali við fréttastofu. Nokkuð öflugur skjálfti reið yfir Grímsvötn í morgun en upptök hans voru um þrjá og hálfan kílómetra norðaustur af Grímsfjalli í Vatnajökli. Hvað þýðir það að það sé jökulhlaup? „Grímsvötn eru eitt stærsta jarðhitasvæði landsins, er undir jökli og þar flæðir ísinn inn í öskjuna, þar bráðnar hann og þar er vatn undir og svo fer þetta vatn fram í jökulhlaupum öðru hvoru.“ Magnús segir hlaupin ekki eins tíð og áður fyrr. Þá hafi hlaupin verið stærri. Nú verði hlaup nánast árlega og eru því töluvert minni og líkari Skaftárhlaupum. Gosin yfirleitt ekki stór Hvað þýðir þetta með tillit til mögulegs eldgoss þarna? „Það eru að verða núna þrettán ár síðan það gaus síðast í Grímsvötnum en Grímsvötn eru sú eldstöð sem gýs langoftast á Íslandi. Það eru á milli sextíu og sjötíu gos þekkt þar síðustu áttahundruð árin, sem er meira en þrefalt meira í Heklu eða Kötlu til dæmis.“ Magnús segir gosin yfirleitt ekki stór. Um sé að verða sprengigos sem hafi tilhneigingu til að verða í lok jökulhlaupa því þá minnki þrýstingurinn, fargið ofan á eldfjallinu minnki þegar vatnsborðið lækki og þá hafi þau tilhneigingu til að gjósa. Öll merki um gos „Það var þannig síðast 2004 og þar áður 1934 og oft þar áður. Þess vegna erum við að líta svo á að það séu meiri líkur á að það gjósi þar á næstunni, næstu dögum meðan að þrýstingurinn er að minnka, heldur en vanalega. En það er ekkert sem við getum gefið okkur í þessu, þetta er bara möguleiki og það verður líka að segjast að Grímsvötn sýna öll merki um að þau séu tilbúin í gos.“ Það gæti gosið þarna á næstu dögum? „Það eru auknar líkur en það er ekkert gefið í þessu.“ Ef það gýs ekki og hlaupið klárast, eru aftur minni líkur á gosi? „Já en Grímsvötn eru farin að líkjast meira því sem var fyrir gosið 2004, þá voru allskonar svona óróa merki sem voru að koma fram og við erum að sjá það núna. Svo er þessi skjálfti sem varð núna, hann er nú sennilega sá stærsti sem hefur orðið þarna í áratugi en hvaða merkingu það hefur, það er ekki svo auðvelt að segja til um það.“ Geti truflað flug Magnús tekur aftur fram að gosin séu ekki stór. Það sé helst þannig að þau geti truflað flugumferð. „Það er tvennt sem þau geta gert af sér, það er annars vegar að ef það gýs utan við sjálf vötnin þá getur orðið töluvert mikil ísbráðnun og það getur orið töluvert hlaup, en aðstæður á Skeiðarársandi eru þannig að þau geta tekið við töluvert miklum hlaupum,“ segir Magnús Tumi. „Síðan er það gjóskan, þetta eru sprengigos og það getur þá haft áhrif út yfir svolítið svæði og búið til flugbannssvæði, þannig það getur haft áhrif og truflar flugleiðir í einhvern smá tíma, en yfirleitt ekki lengur en svona einn, tvo daga og yfirleitt á takmörkuðu svæði. Algengast er að það fari í norðaustur, það væri auðvitað besta áttin og hefur minnstu áhrif á flug en ef það er í sömu átt eins og í Eyjafjallajökli 2010 þá verða áhrifin meiri. Við þurfum bara að sjá.“ Grímsvötn Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Sjá meira
„Það er hægt, rísandi jökulhlaup búið að vera í gangi þar í nokkra daga,“ segir Magnús Tumi í samtali við fréttastofu. Nokkuð öflugur skjálfti reið yfir Grímsvötn í morgun en upptök hans voru um þrjá og hálfan kílómetra norðaustur af Grímsfjalli í Vatnajökli. Hvað þýðir það að það sé jökulhlaup? „Grímsvötn eru eitt stærsta jarðhitasvæði landsins, er undir jökli og þar flæðir ísinn inn í öskjuna, þar bráðnar hann og þar er vatn undir og svo fer þetta vatn fram í jökulhlaupum öðru hvoru.“ Magnús segir hlaupin ekki eins tíð og áður fyrr. Þá hafi hlaupin verið stærri. Nú verði hlaup nánast árlega og eru því töluvert minni og líkari Skaftárhlaupum. Gosin yfirleitt ekki stór Hvað þýðir þetta með tillit til mögulegs eldgoss þarna? „Það eru að verða núna þrettán ár síðan það gaus síðast í Grímsvötnum en Grímsvötn eru sú eldstöð sem gýs langoftast á Íslandi. Það eru á milli sextíu og sjötíu gos þekkt þar síðustu áttahundruð árin, sem er meira en þrefalt meira í Heklu eða Kötlu til dæmis.“ Magnús segir gosin yfirleitt ekki stór. Um sé að verða sprengigos sem hafi tilhneigingu til að verða í lok jökulhlaupa því þá minnki þrýstingurinn, fargið ofan á eldfjallinu minnki þegar vatnsborðið lækki og þá hafi þau tilhneigingu til að gjósa. Öll merki um gos „Það var þannig síðast 2004 og þar áður 1934 og oft þar áður. Þess vegna erum við að líta svo á að það séu meiri líkur á að það gjósi þar á næstunni, næstu dögum meðan að þrýstingurinn er að minnka, heldur en vanalega. En það er ekkert sem við getum gefið okkur í þessu, þetta er bara möguleiki og það verður líka að segjast að Grímsvötn sýna öll merki um að þau séu tilbúin í gos.“ Það gæti gosið þarna á næstu dögum? „Það eru auknar líkur en það er ekkert gefið í þessu.“ Ef það gýs ekki og hlaupið klárast, eru aftur minni líkur á gosi? „Já en Grímsvötn eru farin að líkjast meira því sem var fyrir gosið 2004, þá voru allskonar svona óróa merki sem voru að koma fram og við erum að sjá það núna. Svo er þessi skjálfti sem varð núna, hann er nú sennilega sá stærsti sem hefur orðið þarna í áratugi en hvaða merkingu það hefur, það er ekki svo auðvelt að segja til um það.“ Geti truflað flug Magnús tekur aftur fram að gosin séu ekki stór. Það sé helst þannig að þau geti truflað flugumferð. „Það er tvennt sem þau geta gert af sér, það er annars vegar að ef það gýs utan við sjálf vötnin þá getur orðið töluvert mikil ísbráðnun og það getur orið töluvert hlaup, en aðstæður á Skeiðarársandi eru þannig að þau geta tekið við töluvert miklum hlaupum,“ segir Magnús Tumi. „Síðan er það gjóskan, þetta eru sprengigos og það getur þá haft áhrif út yfir svolítið svæði og búið til flugbannssvæði, þannig það getur haft áhrif og truflar flugleiðir í einhvern smá tíma, en yfirleitt ekki lengur en svona einn, tvo daga og yfirleitt á takmörkuðu svæði. Algengast er að það fari í norðaustur, það væri auðvitað besta áttin og hefur minnstu áhrif á flug en ef það er í sömu átt eins og í Eyjafjallajökli 2010 þá verða áhrifin meiri. Við þurfum bara að sjá.“
Grímsvötn Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Sjá meira