„Ef maður fer að kíkja á eitthvað þá missir maður bara vitið“ Sindri Sverrisson skrifar 12. janúar 2024 08:00 Einar Þorsteinn Ólafsson og Stiven Tobar Valencia í Ólympíuhöllinni í München þar sem Ísland spilar við Serbíu í dag, Svartfjallaland á sunnudag og Ungverjaland á þriðjudag. VÍSIR/VILHELM „Þetta er allt saman stærra en maður er vanur,“ segir Stiven Tobar Valencia en þeir Einar Þorsteinn Ólafsson, mættir á sitt fyrsta stórmót, ræddu saman við Vísi í aðdraganda fyrsta leiks Íslands á EM, gegn Serbíu í dag. „Það er mikill fiðringur og ég held að hann sé bara jákvæður. Það hlakkar í manni að fá að koma inn á völlinn og spila einhverjar mínútur,“ segir Stiven og bætir við að vel hafi verið tekið á móti nýliðunum, og þeir finni lítið fyrir því að vera reynsluminnstir í hópnum: „Já, það eru bara litlu hlutirnir eins og hvenær maður á að fara niður með þvottinn, sem maður tekur eftir þegar maður er nýliði. Inni á vellinum eru allir að passa upp á mann rosalega vel,“ segir Einar. Hann gæti reyndar leitað í stóran reynslubanka pabba síns, Ólafs Stefánssonar, varðandi stórmót: „Hann hefur reyndar ekkert hjálpað mér með það hingað til. Meira bara svona inni á vellinum. Ég er bara mjög heppinn með að geta hringt í hann hvenær sem er.“ Klippa: Nýliðarnir Einar og Stiven laufléttir en spenntir Þúsundir Íslendinga verða í Ólympíuhöllinni í dag en hverjum munu strákarnir vinka sérstaklega? „Maður vinkar náttúrulega til allra Íslendinganna sem koma hingað og styðja okkur. En ég held að það sá alltaf mútta sem stendur upp úr og mætir á alla leiki. Ég held að það sé bara fjölskyldan,“ segir Stiven. „Það er nákvæmlega eins hjá mér. Maður þakkar að sjálfsögðu öllum Íslendingunum sem mæta og svo knúsar maður fjölskylduna eftir leik,“ segir Einar. Veit hvenær á að vera alvarlegur Stiven og Einar eru báðir orðnir atvinnumenn, í Portúgal og Danmörku, en þekkjast vel eftir að hafa verið samherjar í Val og þar léku þeir einmitt undir stjórn landsliðsþjálfarans Snorra Steins Guðjónsonar. „Það er aðeins þægilegra að koma inn og hafa einhvern sem maður þekkir, í stað þess að vera einhvern veginn einn á báti. Maður hefur unnið með honum heillengi og hann er góður karakter, sem veit hvenær á að vera alvarlegur og hvernig á að ná til manna. Hann er með góða nærveru og allan pakkann. Hann er einn sá besti í þetta djobb, er það ekki?“ spyr Stiven léttur. „Ég er bara sammála. Hann hefur svo mikið „passion“ fyrir þessu og veit einmitt hvenær þarf að vera rólegur og hvenær þarf virkilega að taka á því. Hann er ótrúlega frábær þjálfari,“ svarar Einar. Snorri Steinn Guðjónsson leynir ekki vonbrigðum eftir misheppnaða skottilraun í léttri fótboltaupphitun landsliðsins í gær. Einar og Stiven þekkja hann vel.VÍSIR/VILHELM Viðtalið við þá var tekið upp í gær og því spurning hversu vel nýliðunum hefur gengið að festa svefn í nótt, fyrir stóra daginn: „Maður þarf að blokka allt annað út og fókusa á okkar markmið. En auðvitað er fiðringur og þetta er allt stærra en maður er vanur, en maður þarf bara að gera þá hluti sem maður gerir til að vera hundrað prósent einbeittur,“ segir Stiven og Einar tekur undir, og vill sem minnst spá í allri umfjöllun og umtali sem á víst bara eftir að aukast: „Ef maður fer að kíkja á eitthvað þá missir maður bara vitið. Maður verður bara að halda sér í búblunni og reyna að lifa af. Svo er bara spurning þegar leikurinn hefst hvort maður fari ekki bara á milljón, ég myndi halda það.“ Fyrsti leikur Íslands á EM er við Serbíu í dag klukkan 17. Íþróttadeild Sýnar er í München og mun fjalla ítarlega um allt sem tengist leiknum í máli og myndum. Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Fleiri fréttir Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Sjá meira
„Það er mikill fiðringur og ég held að hann sé bara jákvæður. Það hlakkar í manni að fá að koma inn á völlinn og spila einhverjar mínútur,“ segir Stiven og bætir við að vel hafi verið tekið á móti nýliðunum, og þeir finni lítið fyrir því að vera reynsluminnstir í hópnum: „Já, það eru bara litlu hlutirnir eins og hvenær maður á að fara niður með þvottinn, sem maður tekur eftir þegar maður er nýliði. Inni á vellinum eru allir að passa upp á mann rosalega vel,“ segir Einar. Hann gæti reyndar leitað í stóran reynslubanka pabba síns, Ólafs Stefánssonar, varðandi stórmót: „Hann hefur reyndar ekkert hjálpað mér með það hingað til. Meira bara svona inni á vellinum. Ég er bara mjög heppinn með að geta hringt í hann hvenær sem er.“ Klippa: Nýliðarnir Einar og Stiven laufléttir en spenntir Þúsundir Íslendinga verða í Ólympíuhöllinni í dag en hverjum munu strákarnir vinka sérstaklega? „Maður vinkar náttúrulega til allra Íslendinganna sem koma hingað og styðja okkur. En ég held að það sá alltaf mútta sem stendur upp úr og mætir á alla leiki. Ég held að það sé bara fjölskyldan,“ segir Stiven. „Það er nákvæmlega eins hjá mér. Maður þakkar að sjálfsögðu öllum Íslendingunum sem mæta og svo knúsar maður fjölskylduna eftir leik,“ segir Einar. Veit hvenær á að vera alvarlegur Stiven og Einar eru báðir orðnir atvinnumenn, í Portúgal og Danmörku, en þekkjast vel eftir að hafa verið samherjar í Val og þar léku þeir einmitt undir stjórn landsliðsþjálfarans Snorra Steins Guðjónsonar. „Það er aðeins þægilegra að koma inn og hafa einhvern sem maður þekkir, í stað þess að vera einhvern veginn einn á báti. Maður hefur unnið með honum heillengi og hann er góður karakter, sem veit hvenær á að vera alvarlegur og hvernig á að ná til manna. Hann er með góða nærveru og allan pakkann. Hann er einn sá besti í þetta djobb, er það ekki?“ spyr Stiven léttur. „Ég er bara sammála. Hann hefur svo mikið „passion“ fyrir þessu og veit einmitt hvenær þarf að vera rólegur og hvenær þarf virkilega að taka á því. Hann er ótrúlega frábær þjálfari,“ svarar Einar. Snorri Steinn Guðjónsson leynir ekki vonbrigðum eftir misheppnaða skottilraun í léttri fótboltaupphitun landsliðsins í gær. Einar og Stiven þekkja hann vel.VÍSIR/VILHELM Viðtalið við þá var tekið upp í gær og því spurning hversu vel nýliðunum hefur gengið að festa svefn í nótt, fyrir stóra daginn: „Maður þarf að blokka allt annað út og fókusa á okkar markmið. En auðvitað er fiðringur og þetta er allt stærra en maður er vanur, en maður þarf bara að gera þá hluti sem maður gerir til að vera hundrað prósent einbeittur,“ segir Stiven og Einar tekur undir, og vill sem minnst spá í allri umfjöllun og umtali sem á víst bara eftir að aukast: „Ef maður fer að kíkja á eitthvað þá missir maður bara vitið. Maður verður bara að halda sér í búblunni og reyna að lifa af. Svo er bara spurning þegar leikurinn hefst hvort maður fari ekki bara á milljón, ég myndi halda það.“ Fyrsti leikur Íslands á EM er við Serbíu í dag klukkan 17. Íþróttadeild Sýnar er í München og mun fjalla ítarlega um allt sem tengist leiknum í máli og myndum.
Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Fleiri fréttir Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Sjá meira