Utan vallar: Tími til að láta verkin tala Henry Birgir Gunnarsson skrifar 12. janúar 2024 12:01 Strákarnir á æfingu í Ólympíuhöllinni í gær. vísir/vilhelm Það er janúar. Handboltamánuðurinn mikli þar sem gjörsamlega allt snýst um strákana okkar. Sama hvernig gengur. Allir elska að tala um liðið og allir hafa skoðanir. Strákarnir okkar sameina þjóðina betur en flest annað. Það er alltaf gaman að ferðast á stórmót og vera í kringum liðið. Það verður að segjast að það er óvenju létt og skemmtileg stemning í kringum liðið núna. Áran er góð. Snorra Steini og Arnóri Atla hefur augljóslega tekist að búa til góðan anda í hópnum. Það er fyrsta skrefið í átt að árangri. Í upphitunarfótboltanum er alltaf einn með húfu. Sá sem var valinn lélegastur daginn áður. Það er pressa. Einar Þorsteinn lenti í því að vera með húfuna í upphitunarboltanum í gær.vísir/vilhelm Á æfingu liðsins í gær mætti Bjarki Már Elísson með bluetooth-hátalara og hækkaði vel í græjunum. Skítamórall var aðalnúmerið á playlista liðsins (nú eða bara hjá Bjarka). Góðir slagarar með Sóldögg og fleirum fengu að fljóta með. Þetta er eitthvað sem ég hef ekki séð áður hjá liðinu. Skemmtilegt. Eins og svo oft áður eru væntingarnar í garð liðsins miklar. Skiljanlega. Þetta íslenska lið er frábærlega mannað og á að geta náð árangri. Liðið ætlaði sér stóra hluti á síðasta móti en féll þá algjörlega á prófinu. Það voru vonbrigði fyrir alla. Ekki síst strákana sjálfa sem eru metnaðarfullir. Það mót fór í gamla, góða reynslubankann. Það er samt til lítils að leggja inn á hann ef menn taka svo ekki aftur út. Það verður að taka allt út núna. Tæma reikninginn. Íþróttamaður ársins, Gísli Þorgeir, er heill heilsu og þarf að vera upp á sitt besta á EM.vísir/vilhelm Íslenska liðið er með það marga gæðamenn í öllum stöðum að það getur farið langt. Ef allt smellur. Heimsklassaleikmenn leiða liðið og breiddin í hópnum hefur aldrei verið meiri. Liðið mun síðan fá rosalegan stuðning í stúkunni en von er á hátt í 4.000 Íslendingum í stúkuna á leikjum liðsins í riðlakeppninni. Strákarnir okkar eru góðir og þeir eru metnaðarfullir. Liðið er reynslumikið og á frábærum aldri. Forsendur fyrir árangri eru til staðar. Það er búið að tala nóg. Nú er tíminn til að láta verkin tala. Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Utan vallar Mest lesið Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Körfubolti „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Íslenski boltinn Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Körfubolti „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Fleiri fréttir Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Sjá meira
Það er alltaf gaman að ferðast á stórmót og vera í kringum liðið. Það verður að segjast að það er óvenju létt og skemmtileg stemning í kringum liðið núna. Áran er góð. Snorra Steini og Arnóri Atla hefur augljóslega tekist að búa til góðan anda í hópnum. Það er fyrsta skrefið í átt að árangri. Í upphitunarfótboltanum er alltaf einn með húfu. Sá sem var valinn lélegastur daginn áður. Það er pressa. Einar Þorsteinn lenti í því að vera með húfuna í upphitunarboltanum í gær.vísir/vilhelm Á æfingu liðsins í gær mætti Bjarki Már Elísson með bluetooth-hátalara og hækkaði vel í græjunum. Skítamórall var aðalnúmerið á playlista liðsins (nú eða bara hjá Bjarka). Góðir slagarar með Sóldögg og fleirum fengu að fljóta með. Þetta er eitthvað sem ég hef ekki séð áður hjá liðinu. Skemmtilegt. Eins og svo oft áður eru væntingarnar í garð liðsins miklar. Skiljanlega. Þetta íslenska lið er frábærlega mannað og á að geta náð árangri. Liðið ætlaði sér stóra hluti á síðasta móti en féll þá algjörlega á prófinu. Það voru vonbrigði fyrir alla. Ekki síst strákana sjálfa sem eru metnaðarfullir. Það mót fór í gamla, góða reynslubankann. Það er samt til lítils að leggja inn á hann ef menn taka svo ekki aftur út. Það verður að taka allt út núna. Tæma reikninginn. Íþróttamaður ársins, Gísli Þorgeir, er heill heilsu og þarf að vera upp á sitt besta á EM.vísir/vilhelm Íslenska liðið er með það marga gæðamenn í öllum stöðum að það getur farið langt. Ef allt smellur. Heimsklassaleikmenn leiða liðið og breiddin í hópnum hefur aldrei verið meiri. Liðið mun síðan fá rosalegan stuðning í stúkunni en von er á hátt í 4.000 Íslendingum í stúkuna á leikjum liðsins í riðlakeppninni. Strákarnir okkar eru góðir og þeir eru metnaðarfullir. Liðið er reynslumikið og á frábærum aldri. Forsendur fyrir árangri eru til staðar. Það er búið að tala nóg. Nú er tíminn til að láta verkin tala.
Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Utan vallar Mest lesið Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Körfubolti „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Íslenski boltinn Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Körfubolti „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Fleiri fréttir Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Sjá meira