„Engir skjálftar hafa mælst í Grímsvötnum eftir miðnætti en hlaupið er enn í gangi og mun líklega ná hámarki á sunnudaginn,“ segir Bjarki Kaldalóns Friis, vakthafandi náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands.
Hann segir hlaupið ekkert svo stórt, talið sé að hlaupið sé um þúsund rúmmetrar á sekúndu.
„Í Svartsengi og Grindavík er sama ástand. Staðan sú að fjörutíu smáskjálftar hafa mælst frá miðnætti en það má búast við að fleiri skjálftar muni mælast þegar vind lægir enn meira,“ segir Bjarki en vindur hefur haft áhrif á mæla á svæðinu undanfarna daga.