Handbolti

EM í dag: Síðast endaði Ís­land á að vinna verð­laun

Sindri Sverrisson skrifar
Serbarnir beittu öllum brögðum til að stöðva sóknarmenn Íslands og tókst vel til.
Serbarnir beittu öllum brögðum til að stöðva sóknarmenn Íslands og tókst vel til. VÍSIR/VILHELM

Það er heldur betur farið að hitna í kolunum á EM karla í handbolta í Þýskalandi. Í öðrum þætti af EM í dag fóru Henry Birgir Gunnarsson og Sindri Sverrisson yfir fyrsta leikdag, stemninguna í München og geðsveiflurnar sem fylgdu jafnteflinu vði Serbíu.

Þátturinn var tekinn upp í Ólympíuhöllinni í München eftir að þúsundir Íslendinga höfðu þar fylgst með slakri frammistöðu íslenska liðsins sem þó kreisti með ævintýralegum hætti fram jafntefli. Naumur sigur Ungverja á Svartfellingum hjálpaði ekki til.

En kannski má segja að betra sé að enda mót frábærlega en að byrja þau frábærlega eins og Ísland hefur svo oft gert.

Í þættinum er farið yfir þetta, „þrotlélegt“ kvöld lykilmanna, yfirtöku íslenskra stuðningsmanna sem skyggðu á stuðningsmenn Bayern í borginni, og fleira, auk þess sem lukkudýrið Hannibal bar á góma.

Þáttinn má sjá hér að neðan.

Klippa: EM í dag - Annar þáttur

Næsti leikur Íslands á EM er við Svartfjallaland á morgun klukkan 17. Íþróttadeild Sýnar er í München og mun fjalla ítarlega um allt sem tengist mótinu í máli og myndum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×