Hætt við lendingu vegna þokunnar Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 13. janúar 2024 15:07 Flugvélinni átti að lenda í Reykjavík um hádegisbilið. Vísir/Vilhelm Þétt þoka liggur yfir Reykjavík og á hún að hanga fram í nótt að sögn Þorsteins V. Jónssonar veðurfræðings hjá Veðurstofunni. Hún hefur orðið til þess að ekki var hægt að lenda flugvél á Reykjavíkurflugvelli í dag. Flugvélin sem þurfti að fara til Keflavíkur var áætlunarflug frá Egilsstöðum og átti að lenda í Reykjavík um hádegisbilið. „Tiltölulega hlýtt loft yfir landinu vestanverðu og það er enginn vindur og engin hreyfing á því. Landið er farið að kólna og þá þéttist rakinn. Þetta ætlar að hanga fram á kvöld. Svo vex aðeins norðanáttin í kvöld og nótt og blæs aðeins í burtu en það gerist kannski ekki fyrr en seint í nótt,“ segir Þorsteinn. Þokan var of þykk Sigrún Björk Jakobsdóttir, framkvæmdastjóri innanlandsflugvalla hjá Isavia, staðfestir að hætt hafi þurft við lendingu í samtali við fréttastofu. Hún segir að skyggnið hafi verið svo slæmt að þurfti að grípa til þessara ráða. Þó hafi mörgum vélum tekist að lenda í dag. „Það er fullt af vélum búnar að lenda á flugvellinum, sjúkraflug, áætlunarflug frá Akureyri og frá Ísafirði. En þessir bakkar eru misjafnlega þykkir, þannig að þarna var ekki ráðrúm til þess að lenda. Það var of þykk þoka,“ segir Sigrún. Ákvörðun flugstjóra að hverju sinni Hún segir að vegið sé og metið hvort hægt sé að lenda þegar vélar nálgast áfangastað og ef flugstjóri treystir sér ekki til þess sé lent í Keflavík í staðinn. „Ef það opnast gluggi þá geta þær það en svo getur dregið fyrir jafnskjótt aftur. Þetta er ákvörðun flugstjóra og flugumferðarstjóra að hverju sinni,“ bætir Sigrún við. Á morgun verður komin ákveðnari norðanátt og þá birtir til. Það er rétt yfir frostmarki á Vesturlandi núna en á morgun verður komið frost á öllu landinu. Allt að tólf stiga frosti er búist í sveitum fyrir norðan. Reykjavíkurflugvöllur Veður Reykjavík Fréttir af flugi Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Fleiri fréttir Hamraborgarræningi grunaður um hraðbankastuld Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Sjá meira
Flugvélin sem þurfti að fara til Keflavíkur var áætlunarflug frá Egilsstöðum og átti að lenda í Reykjavík um hádegisbilið. „Tiltölulega hlýtt loft yfir landinu vestanverðu og það er enginn vindur og engin hreyfing á því. Landið er farið að kólna og þá þéttist rakinn. Þetta ætlar að hanga fram á kvöld. Svo vex aðeins norðanáttin í kvöld og nótt og blæs aðeins í burtu en það gerist kannski ekki fyrr en seint í nótt,“ segir Þorsteinn. Þokan var of þykk Sigrún Björk Jakobsdóttir, framkvæmdastjóri innanlandsflugvalla hjá Isavia, staðfestir að hætt hafi þurft við lendingu í samtali við fréttastofu. Hún segir að skyggnið hafi verið svo slæmt að þurfti að grípa til þessara ráða. Þó hafi mörgum vélum tekist að lenda í dag. „Það er fullt af vélum búnar að lenda á flugvellinum, sjúkraflug, áætlunarflug frá Akureyri og frá Ísafirði. En þessir bakkar eru misjafnlega þykkir, þannig að þarna var ekki ráðrúm til þess að lenda. Það var of þykk þoka,“ segir Sigrún. Ákvörðun flugstjóra að hverju sinni Hún segir að vegið sé og metið hvort hægt sé að lenda þegar vélar nálgast áfangastað og ef flugstjóri treystir sér ekki til þess sé lent í Keflavík í staðinn. „Ef það opnast gluggi þá geta þær það en svo getur dregið fyrir jafnskjótt aftur. Þetta er ákvörðun flugstjóra og flugumferðarstjóra að hverju sinni,“ bætir Sigrún við. Á morgun verður komin ákveðnari norðanátt og þá birtir til. Það er rétt yfir frostmarki á Vesturlandi núna en á morgun verður komið frost á öllu landinu. Allt að tólf stiga frosti er búist í sveitum fyrir norðan.
Reykjavíkurflugvöllur Veður Reykjavík Fréttir af flugi Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Fleiri fréttir Hamraborgarræningi grunaður um hraðbankastuld Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Sjá meira