Handbolti

EM í dag: Sindri samdi lag fyrir Ómar Inga

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Ómar Ingi Magnússon hlýtur að hafa verið ánægður með lagið sem Sindri samdi fyrir hann.
Ómar Ingi Magnússon hlýtur að hafa verið ánægður með lagið sem Sindri samdi fyrir hann. Vísir/Vilhelm

Strákarnir okkar æfðu í krúttlegum leikfimissal í úthverfi München í gær. Þar voru líka stjórnendur EM í dag, þeir Henry Birgir Gunnarsson og Sindri Sverrisson.

Í þætti dagsins er farið yfir stöðuna á strákunum á EM og eðlilega aðeins rætt um Svartfellingana sem bíða strákanna í kvöld.

Sindri kom svo öllum á óvart er hann brast í söng en í ljós kom að hann var búinn að semja stuðningsmannalag fyrir Ómar Inga Magnússon. Það verður vonandi sungið á leiknum í kvöld.

Það er aldrei að vita að strákarnir semji fleiri lög á meðan mótinu stendur.

Sjá má þáttinn hér að neðan.

Klippa: EM í dag - þriðji þáttur



Fleiri fréttir

Sjá meira


×