„Þarf að vera fljótur að gleyma líka“ Sindri Sverrisson skrifar 13. janúar 2024 22:00 Ómar Ingi Magnússon náði sér engan veginn á strik gegn Serbum en er staðráðinn í að sýna sitt rétta andlit í næstu leikjum. VÍSIR/VILHELM „Ég var alls ekki góður og ég á helling inni. Það verður bara að gera betur. Bæði ég og liðið,“ segir Ómar Ingi Magnússon, máttarstólpi í íslenska landsliðinu í handbolta, hreinskilinn eftir fyrsta leik á EM í Þýskalandi. Ómar var vissulega langt frá sínu besta í 27-27 jafnteflinu við Serbíu í gærkvöld og hefur fengið sinn skerf af gagnrýni fyrir. Hann segir að stundum sé líka mikilvægt að „gleyma“ enda er örstutt í næsta leik, við Svartfjallaland á morgun klukkan 17. „Þetta var svolítið skrýtið, og erfiður gærdagur, sérstaklega þar sem við vorum alls ekki nógu beittir. En gríðarlega gott að ná í stigið,“ segir Ómar en leikmenn landsliðsins ræddu við fjölmiðla fyrir æfingu í München í dag. Um hvað hugsaði hann á koddanum í gærkvöld? „Bara um allt sem maður hefði getað gert betur, og liðið getað gert betur. Hvað maður hefði getað gert öðruvísi og allt það, svona eins og venjulega þegar ekki gengur vel,“ segir Ómar, ósáttur við sína frammistöðu en hann var þó bara einn af fleirum sem náðu sér engan veginn á strik í sóknarleiknum. Munum gera töluvert betur sóknarlega „Ég veit ekki af hverju þetta gerðist en við erum búnir að kíkja á þetta og sjá hvað við hefðum getað gert betur. Við náum vonandi að framkvæma betur í næsta leik. Þetta er einn leikur – ef þetta verður stabílt svona þá er það klárlega áhyggjuefni – en ég held að við munum mæta klárir í næsta leik og gera töluvert betur sóknarlega. Mér fannst vörnin vera nokkuð traust allan tímann, þó að það séu nokkur atriði þar sem við getum lagað líka. En þetta var aðallega sóknin. En maður þarf að vera fljótur að gleyma líka,“ segir Ómar en viðtalið við hann má sjá hér að neðan. Klippa: Ómar Ingi svekktur með sig og liðið „Fullæstir á köflum“ „Þetta var fyrsti leikur og svona. Við vorum fullæstir á köflum. Kannski að hugsa of mikið sóknarlega, eða eitthvað þannig. Náðum bara ekki að spila basic handbolta nógu vel. Ákvörðunartakan var stundum sérstök og ekki það sem við erum vanir að gera. Vonandi var þetta bara einhver skrekkur í fyrsta leik og við getum komist í góðan takt,“ bætir hann við. Ómari var að sjálfsögðu létt að Ísland skyldi vinna upp þriggja marka forskot á síðustu hundrað sekúndum leiksins: „Þetta var bara rosalegt. Ég hálftrúði þessu ekki. Þetta sýnir ákveðin gæði, að geta búið til eitthvað svona úr engu, í vonlausri stöðu. Það er mjög sterkt.“ Svartfellingar nýti sömu aðferðir og Serbar Næst á dagskrá er leikurinn við Svartfellinga sem voru afar nálægt því að taka stig af Ungverjum í gærkvöld. „Þeir eru með flotta leikmenn líka. Þeir munu líka skoða leik okkar við Serba og sjá hvað þeir gerðu vel. Ég reikna með að þeir spili svipaðan varnarleik og Serbarnir, og við þurfum að vera klárir í hörkuslag,“ segir Ómar. Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Tengdar fréttir EM í dag: Síðast endaði Ísland á að vinna verðlaun Það er heldur betur farið að hitna í kolunum á EM karla í handbolta í Þýskalandi. Í öðrum þætti af EM í dag fóru Henry Birgir Gunnarsson og Sindri Sverrisson yfir fyrsta leikdag, stemninguna í München og geðsveiflurnar sem fylgdu jafnteflinu vði Serbíu. 13. janúar 2024 11:01 Myndaveisla: Ísland bjargaði stigi gegn Serbíu Ísland og Serbía skildu jöfn í fyrsta leik liðanna á EM í Þýskalandi en lokatölur leiksins voru 27-27 eftir frábæran endasprett íslenska liðsins. 13. janúar 2024 07:00 Skýrsla Sindra: Aron bjargaði mótinu en þetta gengur ekki Hundrað sekúndur eftir. Aron með boltann og Ísland þremur mörkum undir, eftir arfaslaka frammistöðu allt kvöldið. Á einhvern ótrúlegan hátt endaði þetta samt þannig að þúsundir Íslendinga gengu léttir í lund út úr Ólympíuhöllinni í München. 12. janúar 2024 22:32 Einkunnir strákanna okkar á móti Serbíu: Hornamennirnir bestir Íslenska handboltalandsliðið náði í dýrmætt stig gegn Serbíu með þremur mörkum í röð á ótrúlegum lokamínútum í fyrsta leik sínum á Evrópumeistaramótinu í handbolta í Þýskalandi. 12. janúar 2024 19:50 Tölfræðin á móti Serbíu: Unnu síðustu hundrað sekúndurnar 3-0 Íslenska karlalandsliðið í handbolta gerði 27-27 jafntefli við Serbíu eftir ótrúlega endurkomu í fyrsta leik sínum á Evrópumeistaramótinu í Þýskalandi. 12. janúar 2024 19:07 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Fleiri fréttir Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Misjöfn úrslit hjá Íslendingunum í Evrópudeildinni Sjá meira
Ómar var vissulega langt frá sínu besta í 27-27 jafnteflinu við Serbíu í gærkvöld og hefur fengið sinn skerf af gagnrýni fyrir. Hann segir að stundum sé líka mikilvægt að „gleyma“ enda er örstutt í næsta leik, við Svartfjallaland á morgun klukkan 17. „Þetta var svolítið skrýtið, og erfiður gærdagur, sérstaklega þar sem við vorum alls ekki nógu beittir. En gríðarlega gott að ná í stigið,“ segir Ómar en leikmenn landsliðsins ræddu við fjölmiðla fyrir æfingu í München í dag. Um hvað hugsaði hann á koddanum í gærkvöld? „Bara um allt sem maður hefði getað gert betur, og liðið getað gert betur. Hvað maður hefði getað gert öðruvísi og allt það, svona eins og venjulega þegar ekki gengur vel,“ segir Ómar, ósáttur við sína frammistöðu en hann var þó bara einn af fleirum sem náðu sér engan veginn á strik í sóknarleiknum. Munum gera töluvert betur sóknarlega „Ég veit ekki af hverju þetta gerðist en við erum búnir að kíkja á þetta og sjá hvað við hefðum getað gert betur. Við náum vonandi að framkvæma betur í næsta leik. Þetta er einn leikur – ef þetta verður stabílt svona þá er það klárlega áhyggjuefni – en ég held að við munum mæta klárir í næsta leik og gera töluvert betur sóknarlega. Mér fannst vörnin vera nokkuð traust allan tímann, þó að það séu nokkur atriði þar sem við getum lagað líka. En þetta var aðallega sóknin. En maður þarf að vera fljótur að gleyma líka,“ segir Ómar en viðtalið við hann má sjá hér að neðan. Klippa: Ómar Ingi svekktur með sig og liðið „Fullæstir á köflum“ „Þetta var fyrsti leikur og svona. Við vorum fullæstir á köflum. Kannski að hugsa of mikið sóknarlega, eða eitthvað þannig. Náðum bara ekki að spila basic handbolta nógu vel. Ákvörðunartakan var stundum sérstök og ekki það sem við erum vanir að gera. Vonandi var þetta bara einhver skrekkur í fyrsta leik og við getum komist í góðan takt,“ bætir hann við. Ómari var að sjálfsögðu létt að Ísland skyldi vinna upp þriggja marka forskot á síðustu hundrað sekúndum leiksins: „Þetta var bara rosalegt. Ég hálftrúði þessu ekki. Þetta sýnir ákveðin gæði, að geta búið til eitthvað svona úr engu, í vonlausri stöðu. Það er mjög sterkt.“ Svartfellingar nýti sömu aðferðir og Serbar Næst á dagskrá er leikurinn við Svartfellinga sem voru afar nálægt því að taka stig af Ungverjum í gærkvöld. „Þeir eru með flotta leikmenn líka. Þeir munu líka skoða leik okkar við Serba og sjá hvað þeir gerðu vel. Ég reikna með að þeir spili svipaðan varnarleik og Serbarnir, og við þurfum að vera klárir í hörkuslag,“ segir Ómar.
Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Tengdar fréttir EM í dag: Síðast endaði Ísland á að vinna verðlaun Það er heldur betur farið að hitna í kolunum á EM karla í handbolta í Þýskalandi. Í öðrum þætti af EM í dag fóru Henry Birgir Gunnarsson og Sindri Sverrisson yfir fyrsta leikdag, stemninguna í München og geðsveiflurnar sem fylgdu jafnteflinu vði Serbíu. 13. janúar 2024 11:01 Myndaveisla: Ísland bjargaði stigi gegn Serbíu Ísland og Serbía skildu jöfn í fyrsta leik liðanna á EM í Þýskalandi en lokatölur leiksins voru 27-27 eftir frábæran endasprett íslenska liðsins. 13. janúar 2024 07:00 Skýrsla Sindra: Aron bjargaði mótinu en þetta gengur ekki Hundrað sekúndur eftir. Aron með boltann og Ísland þremur mörkum undir, eftir arfaslaka frammistöðu allt kvöldið. Á einhvern ótrúlegan hátt endaði þetta samt þannig að þúsundir Íslendinga gengu léttir í lund út úr Ólympíuhöllinni í München. 12. janúar 2024 22:32 Einkunnir strákanna okkar á móti Serbíu: Hornamennirnir bestir Íslenska handboltalandsliðið náði í dýrmætt stig gegn Serbíu með þremur mörkum í röð á ótrúlegum lokamínútum í fyrsta leik sínum á Evrópumeistaramótinu í handbolta í Þýskalandi. 12. janúar 2024 19:50 Tölfræðin á móti Serbíu: Unnu síðustu hundrað sekúndurnar 3-0 Íslenska karlalandsliðið í handbolta gerði 27-27 jafntefli við Serbíu eftir ótrúlega endurkomu í fyrsta leik sínum á Evrópumeistaramótinu í Þýskalandi. 12. janúar 2024 19:07 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Fleiri fréttir Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Misjöfn úrslit hjá Íslendingunum í Evrópudeildinni Sjá meira
EM í dag: Síðast endaði Ísland á að vinna verðlaun Það er heldur betur farið að hitna í kolunum á EM karla í handbolta í Þýskalandi. Í öðrum þætti af EM í dag fóru Henry Birgir Gunnarsson og Sindri Sverrisson yfir fyrsta leikdag, stemninguna í München og geðsveiflurnar sem fylgdu jafnteflinu vði Serbíu. 13. janúar 2024 11:01
Myndaveisla: Ísland bjargaði stigi gegn Serbíu Ísland og Serbía skildu jöfn í fyrsta leik liðanna á EM í Þýskalandi en lokatölur leiksins voru 27-27 eftir frábæran endasprett íslenska liðsins. 13. janúar 2024 07:00
Skýrsla Sindra: Aron bjargaði mótinu en þetta gengur ekki Hundrað sekúndur eftir. Aron með boltann og Ísland þremur mörkum undir, eftir arfaslaka frammistöðu allt kvöldið. Á einhvern ótrúlegan hátt endaði þetta samt þannig að þúsundir Íslendinga gengu léttir í lund út úr Ólympíuhöllinni í München. 12. janúar 2024 22:32
Einkunnir strákanna okkar á móti Serbíu: Hornamennirnir bestir Íslenska handboltalandsliðið náði í dýrmætt stig gegn Serbíu með þremur mörkum í röð á ótrúlegum lokamínútum í fyrsta leik sínum á Evrópumeistaramótinu í handbolta í Þýskalandi. 12. janúar 2024 19:50
Tölfræðin á móti Serbíu: Unnu síðustu hundrað sekúndurnar 3-0 Íslenska karlalandsliðið í handbolta gerði 27-27 jafntefli við Serbíu eftir ótrúlega endurkomu í fyrsta leik sínum á Evrópumeistaramótinu í Þýskalandi. 12. janúar 2024 19:07