„Hitti hann ágætlega í andlitið“ Sindri Sverrisson skrifar 14. janúar 2024 08:00 Elliði Snær Viðarsson varð að láta sér nægja að vera uppi í stúku stóran hluta leiksins gegn Serbíu og mætir úthvíldur í leikinn við Svartfellinga. VÍSIR/VILHELM Elliði Snær Viðarsson segist hafa verðskuldað rauða spjaldið sem hann fékk gegn Serbíu í fyrsta leik á EM í handbolta. Hann er úthvíldur og klár í átökin gegn Svartfjallalandi í dag. Elliði var rekinn af velli eftir tæplega korters leik gegn Serbum og tók því mun minni þátt en ella í 27-27 jafnteflinu. „Ég horfði nú bara á þetta atvik einu sinni og þurfti ekki að sjá þetta oft. Ég var líka nokkuð viss um það inni á vellinum að þetta væri búið, þegar dómararnir fóru í VAR. Ég var að vonast eftir tveggja mínútna brottvísun en ég hitti hann ágætlega í andlitið,“ sagði Elliði sem að sjálfsögðu ætlaði sér ekki að veita þetta kjaftshögg: „Nei, alls ekki. Hann smeygir sér frá þegar ég ætla að fara í líkamann hans og það endaði á að ég rakst í andlitið hans, því miður. Þetta var réttur dómur. Auðvitað vill maður vera inni á vellinum og sérstaklega þegar það var ekki allt að ganga. Þá vill maður geta hjálpað liðinu en maður getur lítið gert uppi í sætaröð tvö. Á sama tíma var geggjað að ná í stig úr því sem komið var,“ sagði Elliði á æfingu landsliðsins í gær. Klippa: Elliði ætlar að spila meira í dag Orðið var við Eyjamennina Hundruð Eyjamanna eru í München vegna mótsins og Elliði, sem er frá Vestmannaeyjum en býr í Þýskalandi og spilar með Gummersbach, hefur orðið var við það: „Það eru alveg nokkrir Eyjamenn hérna, maður hefur alveg orðið var við þá. Það er alvöru stemningsfólk þar. Það er bara geggjað. Maður þekkir mikið af fólki og það var mikil gæsahúð í þjóðsöngnum, eins og venjulega, en hún var extra mikil fyrir þennan leik og væntanlega verður enn betur tekið undir [í dag].“ „Vonandi endist ég aðeins lengur“ Aðspurður hvernig leikmenn hefðu almennt tekið frammistöðunni og úrslitunum gegn Serbíu svaraði Elliði: „Þetta var á báða bóga. Svekkelsi en samt léttleiki. Menn voru fljótir að líta á björtu hliðarnar. Það hefði verið mikið, mikið verra að tapa þessu stigi. Þetta hjálpar okkur gríðarlega mikið.“ Sigur gegn Svartfjallalandi í dag myndi svo hjálpa enn meira og Elliði er klár í þann erfiða slag: „Ég er bara drulluferskur. Tíu mínútur voru fín upphitun í þessu móti en vonandi endist ég aðeins lengur í næsta leik.“ Næsti leikur Íslands á EM er við Svartfjallaland í dag klukkan 17. Íþróttadeild Sýnar er í München og mun fjalla ítarlega um allt sem tengist mótinu í máli og myndum. EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Fleiri fréttir Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Misjöfn úrslit hjá Íslendingunum í Evrópudeildinni Sjá meira
Elliði var rekinn af velli eftir tæplega korters leik gegn Serbum og tók því mun minni þátt en ella í 27-27 jafnteflinu. „Ég horfði nú bara á þetta atvik einu sinni og þurfti ekki að sjá þetta oft. Ég var líka nokkuð viss um það inni á vellinum að þetta væri búið, þegar dómararnir fóru í VAR. Ég var að vonast eftir tveggja mínútna brottvísun en ég hitti hann ágætlega í andlitið,“ sagði Elliði sem að sjálfsögðu ætlaði sér ekki að veita þetta kjaftshögg: „Nei, alls ekki. Hann smeygir sér frá þegar ég ætla að fara í líkamann hans og það endaði á að ég rakst í andlitið hans, því miður. Þetta var réttur dómur. Auðvitað vill maður vera inni á vellinum og sérstaklega þegar það var ekki allt að ganga. Þá vill maður geta hjálpað liðinu en maður getur lítið gert uppi í sætaröð tvö. Á sama tíma var geggjað að ná í stig úr því sem komið var,“ sagði Elliði á æfingu landsliðsins í gær. Klippa: Elliði ætlar að spila meira í dag Orðið var við Eyjamennina Hundruð Eyjamanna eru í München vegna mótsins og Elliði, sem er frá Vestmannaeyjum en býr í Þýskalandi og spilar með Gummersbach, hefur orðið var við það: „Það eru alveg nokkrir Eyjamenn hérna, maður hefur alveg orðið var við þá. Það er alvöru stemningsfólk þar. Það er bara geggjað. Maður þekkir mikið af fólki og það var mikil gæsahúð í þjóðsöngnum, eins og venjulega, en hún var extra mikil fyrir þennan leik og væntanlega verður enn betur tekið undir [í dag].“ „Vonandi endist ég aðeins lengur“ Aðspurður hvernig leikmenn hefðu almennt tekið frammistöðunni og úrslitunum gegn Serbíu svaraði Elliði: „Þetta var á báða bóga. Svekkelsi en samt léttleiki. Menn voru fljótir að líta á björtu hliðarnar. Það hefði verið mikið, mikið verra að tapa þessu stigi. Þetta hjálpar okkur gríðarlega mikið.“ Sigur gegn Svartfjallalandi í dag myndi svo hjálpa enn meira og Elliði er klár í þann erfiða slag: „Ég er bara drulluferskur. Tíu mínútur voru fín upphitun í þessu móti en vonandi endist ég aðeins lengur í næsta leik.“ Næsti leikur Íslands á EM er við Svartfjallaland í dag klukkan 17. Íþróttadeild Sýnar er í München og mun fjalla ítarlega um allt sem tengist mótinu í máli og myndum.
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Fleiri fréttir Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Misjöfn úrslit hjá Íslendingunum í Evrópudeildinni Sjá meira