Reuters hefur eftir talsmanni Kerry að hann hafi tjáð starfsmönnum sínum í dag að hann hygðist stíga til hliðar seinna í vetur og að hann ætli að aðstoða Biden með forsetaframboð sitt næstkomandi kosningar. Þær fara fram í nóvember.
John Kerry bauð sig fram til forseta Bandaríkjanna árið 2004 en tapaði gegn George W. Bush. Hann sat í öldungadeild fyrir Massachusetts árin 1985 til 2013 og gegndi embætti utanríkisráðherra Bandaríkjanna árin 2013 til 2017. Kerry er áttatíu ára gamall.