Ísak Snær tryggði íslenskan sigur með sögulegu marki Smári Jökull Jónsson skrifar 14. janúar 2024 03:24 Arnór Ingvi Traustason var fyrirliði Íslands í dag. Knattspyrnusamband Gvatemala Íslenska landsliðið í knattspyrnu bar sigurorð af Gvatemala en leikur þjóðanna fór fram í Flórída í Bandaríkjunum. Eina mark leiksins kom í síðari hálfleik. Leikur þjóðanna fór fram í Fort Lauderdale í Flórída en þetta er í fyrsta sinn sem Ísland mætir Gvatemala í landsleik. Íslenska liðið er í 71. sæti á styrkleikalista FIFA en Gvatemala í 108. sæti. Þar sem ekki er um alþjóðlegan landsleikjaglugga að ræða gátu félagslið stoppað leikmenn sína af í þetta verkefni. Í íslenska liðinu eru því aðeins leikmenn sem leika í deildum þar sem ekki er spilað um þessar mundir. Byrjunarlið Íslands sem mætir Gvatemala á miðnætti á DRV Pink Stadium í Miami. Leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Our starting lineup for the match against Guatemala.#fyririsland pic.twitter.com/NUosZNSk8N— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) January 13, 2024 Íslenska liðið var frekar tíðindalítill. Kolbeinn Finnsson átti skot á marki á 8. mínútu en hefði mögulega frekar átt að gefa á Birni Snæ Ingason sem var nokkuð opinn í betri stöðu. Íslenska liðið hélt boltanum ágætlega en náði ekki að skapa sér hættulegar stöður nægilega oft. Á 38. mínútu fékk Brynjólfur Andersen Willumsson gott færi eftir að hafa unnið boltann af varnarmanni. Skot hans var hins vegar misheppnað og auðvelt viðureignar fyrir markvörð Gvatemala. Staðan í hálfleik var 0-0 en Ísland gerði þrjár breytingar í hálfleik og komu þeir Logi Tómasson, Kristall Máni Ingason og Ísak Snær Þorvaldsson allir inn í liðið. Íslenska liðið hélt áfram að vera með yfirhöndina eftir hlé. Leikmenn Gvatemala stunduðu það óspart að henda sér í jörðina við minnsta tilefni og féll dómari leiksins of oft í þá gildru að flauta aukaspyrnur í kjölfarið og tók oft á tíðum óratíma að hefja leik að nýju. Íslenska liðið var beinskeyttara í sínum aðgerðum og komst Brynjar Ingi Bjarnason nokkuð nálægt því að skora þegar fyrirgjöf hans frá hægri stefndi í nærhornið en markvörður Gvatemala náði að slá boltann frá. Á 64. tókst Eggerti Aroni Guðmundssyni síðan að koma knettinum í netið en búið var að flauta aukaspyrnu á íslenska liðið. Mínútu síðar fékk Gvatemala mjög gott færi. Esteban Garcia skallaði þá framhjá af markteig eftir fyrirgjöf. Færið var gott en skallinn algjörlega misheppnaður. Fyrsta markið reyndist sigurmark Á 79. mínútu kom loks fyrsta markið. Eggert Aron gerði vel í að finna Loga Tómasson í fyrirgjafastöðu vinstra megin. Fyrirgjöf Loga var góð og rataði á kollinn á varamanninum Jasoni Daða Svanþórssyni. Hann skallaði boltann fyrir fætur Ísask Snæs Þorvaldssonar sem kláraði frábærlega með vinstri fæti. Staðan orðin 1-0 fyrir Ísland. Markið er fyrsta landsliðsmark Ísaks Snæs sem leikur með Rosenborg í Noregi en hann var að leika sinn fimmta A-landsleik. LIð Gvatemala kom framar á völlinn eftir markið og skapaði hættu í nokkur skipti eftir hornspyrnur. Fyrst reyndi á Hákon Rafn í markinu á 86. mínútu þegar hann þurfti að bregðast við í tvígang þegar bolti féll fyrir fætur leikmanns Gvatemala. Brynjar Ingi Bjarnason gerði sömuleiðis vel þegar hann komst fyrir skot Elmer Cardoza í teignum. Eggert Aron Guðmundsson sést hér elta leikmann Gvatemala uppi en Eggert Aron lék vel í sínum fyrsta landsleik í nótt.Knattspyrnusamband Gvatemala Mark Ísaks reyndist hins vegar eina mark leiksins þrátt fyrir ótrúlegar senur á lokasekúndum leiksins þegar Gvatemala komst í þrígang afar nálægt því að skora eftir enn eina hornspyrnuna. Lokatölur 1-0 Íslandi í vil sem þar með fagnar sigri í fyrsta leik ársins. Ísland sýndi heilt yfir ágæta frammistöðu. Miðverðirnir Brynjar Ingi Bjarnason og Daníel Leó Grétarsson voru traustir og Eggert Aron Guðmundsson líflegur og vinnusamur í sínum fyrsta landsleik. Hákon Rafn gerði vel þegar hann þurfti að grípa inn í Stefán Teitur Þórðarson var duglegur á miðjunni. Ísland mætir Hondúras næst aðfaranótt fimmtudags og verður leikurinn sýndur beint á Stöð 2 Sport. Landslið karla í fótbolta Mest lesið Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Handbolti Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Handbolti Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Enski boltinn Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Arnar ekki áfram með Fylki Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sjá meira
Leikur þjóðanna fór fram í Fort Lauderdale í Flórída en þetta er í fyrsta sinn sem Ísland mætir Gvatemala í landsleik. Íslenska liðið er í 71. sæti á styrkleikalista FIFA en Gvatemala í 108. sæti. Þar sem ekki er um alþjóðlegan landsleikjaglugga að ræða gátu félagslið stoppað leikmenn sína af í þetta verkefni. Í íslenska liðinu eru því aðeins leikmenn sem leika í deildum þar sem ekki er spilað um þessar mundir. Byrjunarlið Íslands sem mætir Gvatemala á miðnætti á DRV Pink Stadium í Miami. Leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Our starting lineup for the match against Guatemala.#fyririsland pic.twitter.com/NUosZNSk8N— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) January 13, 2024 Íslenska liðið var frekar tíðindalítill. Kolbeinn Finnsson átti skot á marki á 8. mínútu en hefði mögulega frekar átt að gefa á Birni Snæ Ingason sem var nokkuð opinn í betri stöðu. Íslenska liðið hélt boltanum ágætlega en náði ekki að skapa sér hættulegar stöður nægilega oft. Á 38. mínútu fékk Brynjólfur Andersen Willumsson gott færi eftir að hafa unnið boltann af varnarmanni. Skot hans var hins vegar misheppnað og auðvelt viðureignar fyrir markvörð Gvatemala. Staðan í hálfleik var 0-0 en Ísland gerði þrjár breytingar í hálfleik og komu þeir Logi Tómasson, Kristall Máni Ingason og Ísak Snær Þorvaldsson allir inn í liðið. Íslenska liðið hélt áfram að vera með yfirhöndina eftir hlé. Leikmenn Gvatemala stunduðu það óspart að henda sér í jörðina við minnsta tilefni og féll dómari leiksins of oft í þá gildru að flauta aukaspyrnur í kjölfarið og tók oft á tíðum óratíma að hefja leik að nýju. Íslenska liðið var beinskeyttara í sínum aðgerðum og komst Brynjar Ingi Bjarnason nokkuð nálægt því að skora þegar fyrirgjöf hans frá hægri stefndi í nærhornið en markvörður Gvatemala náði að slá boltann frá. Á 64. tókst Eggerti Aroni Guðmundssyni síðan að koma knettinum í netið en búið var að flauta aukaspyrnu á íslenska liðið. Mínútu síðar fékk Gvatemala mjög gott færi. Esteban Garcia skallaði þá framhjá af markteig eftir fyrirgjöf. Færið var gott en skallinn algjörlega misheppnaður. Fyrsta markið reyndist sigurmark Á 79. mínútu kom loks fyrsta markið. Eggert Aron gerði vel í að finna Loga Tómasson í fyrirgjafastöðu vinstra megin. Fyrirgjöf Loga var góð og rataði á kollinn á varamanninum Jasoni Daða Svanþórssyni. Hann skallaði boltann fyrir fætur Ísask Snæs Þorvaldssonar sem kláraði frábærlega með vinstri fæti. Staðan orðin 1-0 fyrir Ísland. Markið er fyrsta landsliðsmark Ísaks Snæs sem leikur með Rosenborg í Noregi en hann var að leika sinn fimmta A-landsleik. LIð Gvatemala kom framar á völlinn eftir markið og skapaði hættu í nokkur skipti eftir hornspyrnur. Fyrst reyndi á Hákon Rafn í markinu á 86. mínútu þegar hann þurfti að bregðast við í tvígang þegar bolti féll fyrir fætur leikmanns Gvatemala. Brynjar Ingi Bjarnason gerði sömuleiðis vel þegar hann komst fyrir skot Elmer Cardoza í teignum. Eggert Aron Guðmundsson sést hér elta leikmann Gvatemala uppi en Eggert Aron lék vel í sínum fyrsta landsleik í nótt.Knattspyrnusamband Gvatemala Mark Ísaks reyndist hins vegar eina mark leiksins þrátt fyrir ótrúlegar senur á lokasekúndum leiksins þegar Gvatemala komst í þrígang afar nálægt því að skora eftir enn eina hornspyrnuna. Lokatölur 1-0 Íslandi í vil sem þar með fagnar sigri í fyrsta leik ársins. Ísland sýndi heilt yfir ágæta frammistöðu. Miðverðirnir Brynjar Ingi Bjarnason og Daníel Leó Grétarsson voru traustir og Eggert Aron Guðmundsson líflegur og vinnusamur í sínum fyrsta landsleik. Hákon Rafn gerði vel þegar hann þurfti að grípa inn í Stefán Teitur Þórðarson var duglegur á miðjunni. Ísland mætir Hondúras næst aðfaranótt fimmtudags og verður leikurinn sýndur beint á Stöð 2 Sport.
Landslið karla í fótbolta Mest lesið Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Handbolti Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Handbolti Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Enski boltinn Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Arnar ekki áfram með Fylki Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sjá meira