„Einar er ógeðslega góður í þessu“ Sindri Sverrisson skrifar 14. janúar 2024 13:01 Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði sex mörk úr sjö skotum gegn Serbum og þar á meðal jöfnunarmarkið í lok leiks. VÍSIR/VILHELM „Það er mikið af skyttum þarna og þeir eru stórir og þungir,“ segir Sigvaldi Björn Guðjónsson, hornamaður íslenska landsliðsins, um Svartfellingana sem Ísland þarf að eiga við á EM í handbolta í dag. Ísland gerði 27-27 jafntefli við Serbíu á föstudaginn en Svartfellingar töpuðu afar naumlega gegn Ungverjum. Íslandi veitir því ekki af sigri í dag fyrir uppgjörið við Ungverja á þriðjudaginn, en aðeins tvö efstu lið riðilsins komast áfram í milliriðil í Köln. „Við þurfum að keyra upp tempóið [í dag], eins og gegn Serbum, og reyna að komast út í þessar skyttur til að stoppa þær. Þeir eru ekki alveg eins góðir „maður á mann“, eins og nokkrir af Serbunum. Við þurfum að keyra upp tempóið og fá þessi auðveldu mörk sem munar um. Við vitum að þeir [Svartfellingar] skoða leikinn við Serba og sjá hvað þeim gekk vel að vera mjög þéttir. Þeir munu örugglega reyna að gera það sama. Við þurfum að skoða það og hvernig við getum náð þeim aðeins lengra í burtu. Við vitum að við getum betur, og við munum gera betur,“ sagði Sigvaldi. Klippa: Sigvaldi vill auðveld mörk í dag Sigvaldi er þakklátur fyrir stuðninginn sem þúsundir Íslendinga færa strákunum okkar í München, en óhætt er að segja að þeir hafi yfirgnægt aðra í Ólympíuhöllinni. „Það er alltaf geggjað að vera með þennan stuðning. Við fórum inn í upphitunina og þá þegar var fólk að syngja og tralla, og svo bara að heyra þjóðsönginn og allt þetta… Þetta er bara sturlað.“ „Þetta var bara kaos“ Viðtalið var tekið upp fyrir æfingu landsliðsins í gær, daginn eftir jafnteflið við Serba, og ekki annað hægt en að spyrja Sigvalda út í lokaandartök leiksins en hann skoraði jöfnunarmark Íslands í lokin. „Þetta var bara kaos. Einar [Þorsteinn Ólafsson] kom inn og er ógeðslega góður í þessu. Vera að trufla og reyna að stela boltanum. Hann stal eiginlega boltanum strax og hann kom inn, en þeir fengu fríkast. Svo kom Ronni [Aron Pálmarsson] með þetta mark og enn 20 sekúndur eftir. Það voru allir í sama gæjanum að reyna að fá boltann, og ég hljóp bara fram og treysti á að ég fengi boltann,“ sagði Sigvaldi en nánar er rætt við hann í viðtalinu hér að ofan. Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Tengdar fréttir Snorri geri ekkert öðruvísi en Guðmundur Landsliðsþjálfarinn Snorri Steinn Guðjónsson hefði getað gert hluti öðruvísi í leik Íslands og Serbíu í fyrrakvöld. Sérfræðingur Besta sætisins sér lítinn mun á áherslum Snorra og forvera hans í starfi, að minnsta kosti að dæma af fyrsta leik. 14. janúar 2024 09:30 „Hitti hann ágætlega í andlitið“ Elliði Snær Viðarsson segist hafa verðskuldað rauða spjaldið sem hann fékk gegn Serbíu í fyrsta leik á EM í handbolta. Hann er úthvíldur og klár í átökin gegn Svartfjallalandi í dag. 14. janúar 2024 08:00 „Þarf að vera fljótur að gleyma líka“ „Ég var alls ekki góður og ég á helling inni. Það verður bara að gera betur. Bæði ég og liðið,“ segir Ómar Ingi Magnússon, máttarstólpi í íslenska landsliðinu í handbolta, hreinskilinn eftir fyrsta leik á EM í Þýskalandi. 13. janúar 2024 22:00 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Fleiri fréttir Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Sjá meira
Ísland gerði 27-27 jafntefli við Serbíu á föstudaginn en Svartfellingar töpuðu afar naumlega gegn Ungverjum. Íslandi veitir því ekki af sigri í dag fyrir uppgjörið við Ungverja á þriðjudaginn, en aðeins tvö efstu lið riðilsins komast áfram í milliriðil í Köln. „Við þurfum að keyra upp tempóið [í dag], eins og gegn Serbum, og reyna að komast út í þessar skyttur til að stoppa þær. Þeir eru ekki alveg eins góðir „maður á mann“, eins og nokkrir af Serbunum. Við þurfum að keyra upp tempóið og fá þessi auðveldu mörk sem munar um. Við vitum að þeir [Svartfellingar] skoða leikinn við Serba og sjá hvað þeim gekk vel að vera mjög þéttir. Þeir munu örugglega reyna að gera það sama. Við þurfum að skoða það og hvernig við getum náð þeim aðeins lengra í burtu. Við vitum að við getum betur, og við munum gera betur,“ sagði Sigvaldi. Klippa: Sigvaldi vill auðveld mörk í dag Sigvaldi er þakklátur fyrir stuðninginn sem þúsundir Íslendinga færa strákunum okkar í München, en óhætt er að segja að þeir hafi yfirgnægt aðra í Ólympíuhöllinni. „Það er alltaf geggjað að vera með þennan stuðning. Við fórum inn í upphitunina og þá þegar var fólk að syngja og tralla, og svo bara að heyra þjóðsönginn og allt þetta… Þetta er bara sturlað.“ „Þetta var bara kaos“ Viðtalið var tekið upp fyrir æfingu landsliðsins í gær, daginn eftir jafnteflið við Serba, og ekki annað hægt en að spyrja Sigvalda út í lokaandartök leiksins en hann skoraði jöfnunarmark Íslands í lokin. „Þetta var bara kaos. Einar [Þorsteinn Ólafsson] kom inn og er ógeðslega góður í þessu. Vera að trufla og reyna að stela boltanum. Hann stal eiginlega boltanum strax og hann kom inn, en þeir fengu fríkast. Svo kom Ronni [Aron Pálmarsson] með þetta mark og enn 20 sekúndur eftir. Það voru allir í sama gæjanum að reyna að fá boltann, og ég hljóp bara fram og treysti á að ég fengi boltann,“ sagði Sigvaldi en nánar er rætt við hann í viðtalinu hér að ofan.
Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Tengdar fréttir Snorri geri ekkert öðruvísi en Guðmundur Landsliðsþjálfarinn Snorri Steinn Guðjónsson hefði getað gert hluti öðruvísi í leik Íslands og Serbíu í fyrrakvöld. Sérfræðingur Besta sætisins sér lítinn mun á áherslum Snorra og forvera hans í starfi, að minnsta kosti að dæma af fyrsta leik. 14. janúar 2024 09:30 „Hitti hann ágætlega í andlitið“ Elliði Snær Viðarsson segist hafa verðskuldað rauða spjaldið sem hann fékk gegn Serbíu í fyrsta leik á EM í handbolta. Hann er úthvíldur og klár í átökin gegn Svartfjallalandi í dag. 14. janúar 2024 08:00 „Þarf að vera fljótur að gleyma líka“ „Ég var alls ekki góður og ég á helling inni. Það verður bara að gera betur. Bæði ég og liðið,“ segir Ómar Ingi Magnússon, máttarstólpi í íslenska landsliðinu í handbolta, hreinskilinn eftir fyrsta leik á EM í Þýskalandi. 13. janúar 2024 22:00 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Fleiri fréttir Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Sjá meira
Snorri geri ekkert öðruvísi en Guðmundur Landsliðsþjálfarinn Snorri Steinn Guðjónsson hefði getað gert hluti öðruvísi í leik Íslands og Serbíu í fyrrakvöld. Sérfræðingur Besta sætisins sér lítinn mun á áherslum Snorra og forvera hans í starfi, að minnsta kosti að dæma af fyrsta leik. 14. janúar 2024 09:30
„Hitti hann ágætlega í andlitið“ Elliði Snær Viðarsson segist hafa verðskuldað rauða spjaldið sem hann fékk gegn Serbíu í fyrsta leik á EM í handbolta. Hann er úthvíldur og klár í átökin gegn Svartfjallalandi í dag. 14. janúar 2024 08:00
„Þarf að vera fljótur að gleyma líka“ „Ég var alls ekki góður og ég á helling inni. Það verður bara að gera betur. Bæði ég og liðið,“ segir Ómar Ingi Magnússon, máttarstólpi í íslenska landsliðinu í handbolta, hreinskilinn eftir fyrsta leik á EM í Þýskalandi. 13. janúar 2024 22:00