Hareide: Þurfum að sjá hvað við getum gert betur taktískt Smári Jökull Jónsson skrifar 14. janúar 2024 12:30 Åge Hareide er landsliðsþjálfari Íslands í knattspyrnu. Skjáskot Åge Hareide landsliðsþjálfari Íslands var ánægður með sigur liðsins á Gvatemala í nótt. Hann sagði að með meiri nákvæmni hefði Ísland getað skorað fleiri mörk. „Þetta er týpískur leikur í janúar, þetta er mjög snemma fyrir marga leikmenn. Mér fannst þeir leggja hart að sér og vinna vel sem lið. Þeir urðu auðvitað þreyttir því þetta er svona snemma á tímabilinu. Það er eitt af því sem þarf að hafa í huga þegar leikið er á þessum tíma árs,“ sagði Åge Hareide í viðtali sem birtist á Facebooksíðu Knattspyrnusambands Íslands eftir leikinn í nótt. Ísland skoraði eina mark leiksins seint í síðari hálfleik og undir lokin settu leikmenn Gvatemala mikla pressu á íslensku vörnina og voru nálægt því að jafna. „Ég er ánægður með það sem við lögðum í leikinn. Gvatemala setti pressu á okkur undir lokin til að jafna en við vörðumst vel. Ísak skoraði frábært mark og í heildina er gott að ná sigrinum. Sigur er sigur. Hann er mikilvægur fyrir okkur að taka með. Á margan hátt er þetta góð byrjun fyrir okkur,“ sagði Åge og bætti við að vissulega hefði Gvatemala getað skorað undir lokin. „Algjörlega. Þeir opnuðu okkur aðeins of mikið og við litum út fyrir að vera óskipulagðir. Það er eðlilegt því við vorum búnir að gera margar skiptingar. Við vorum stöðugir í fyrri hálfleik og þá sköpuðu þeir ekki neitt. Með aðeins meiri nákvæmni af okkar hálfu hefðum við eflaust getað skorað meira.“ Ísak Snær Þorvaldsson skoraði sitt fyrsta landsliðsmark í leiknum þegar hann kláraði frábærlega í teignum eftir að Jason Daði Svanþórsson hafði lagt boltann vel fyrir hann. Klippa: Mark Ísak Snæs gegn Gvatemala „Markið var frábært. Ísak gerði þetta frábærlega og Jason lagði boltann frábærlega fyrir hann. Það lögðu allir mikið í leikinn og nú þurfum við að skoða hann og sjá hvað við getum gert betur taktískt. Það er eðlilegt.“ Hann ýjaði að því að breytingar yrðu gerðar á liðinu fyrir leikinn gegn Hondúras aðfaranótt fimmtudags. „Það þurfa sem flestir að spila. Þetta er snemma á tímabilinu og margir leikmenn hafa verið að glíma við meiðsli. Við þurfum að fara varlega því við viljum ekki senda þá meidda til baka til félaganna.“ Landslið karla í fótbolta Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Belgar kveðja EM með sigri Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Sjá meira
„Þetta er týpískur leikur í janúar, þetta er mjög snemma fyrir marga leikmenn. Mér fannst þeir leggja hart að sér og vinna vel sem lið. Þeir urðu auðvitað þreyttir því þetta er svona snemma á tímabilinu. Það er eitt af því sem þarf að hafa í huga þegar leikið er á þessum tíma árs,“ sagði Åge Hareide í viðtali sem birtist á Facebooksíðu Knattspyrnusambands Íslands eftir leikinn í nótt. Ísland skoraði eina mark leiksins seint í síðari hálfleik og undir lokin settu leikmenn Gvatemala mikla pressu á íslensku vörnina og voru nálægt því að jafna. „Ég er ánægður með það sem við lögðum í leikinn. Gvatemala setti pressu á okkur undir lokin til að jafna en við vörðumst vel. Ísak skoraði frábært mark og í heildina er gott að ná sigrinum. Sigur er sigur. Hann er mikilvægur fyrir okkur að taka með. Á margan hátt er þetta góð byrjun fyrir okkur,“ sagði Åge og bætti við að vissulega hefði Gvatemala getað skorað undir lokin. „Algjörlega. Þeir opnuðu okkur aðeins of mikið og við litum út fyrir að vera óskipulagðir. Það er eðlilegt því við vorum búnir að gera margar skiptingar. Við vorum stöðugir í fyrri hálfleik og þá sköpuðu þeir ekki neitt. Með aðeins meiri nákvæmni af okkar hálfu hefðum við eflaust getað skorað meira.“ Ísak Snær Þorvaldsson skoraði sitt fyrsta landsliðsmark í leiknum þegar hann kláraði frábærlega í teignum eftir að Jason Daði Svanþórsson hafði lagt boltann vel fyrir hann. Klippa: Mark Ísak Snæs gegn Gvatemala „Markið var frábært. Ísak gerði þetta frábærlega og Jason lagði boltann frábærlega fyrir hann. Það lögðu allir mikið í leikinn og nú þurfum við að skoða hann og sjá hvað við getum gert betur taktískt. Það er eðlilegt.“ Hann ýjaði að því að breytingar yrðu gerðar á liðinu fyrir leikinn gegn Hondúras aðfaranótt fimmtudags. „Það þurfa sem flestir að spila. Þetta er snemma á tímabilinu og margir leikmenn hafa verið að glíma við meiðsli. Við þurfum að fara varlega því við viljum ekki senda þá meidda til baka til félaganna.“
Landslið karla í fótbolta Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Belgar kveðja EM með sigri Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Sjá meira