Ný sprunga hefur opnast rétt norðan bæjarins Atli Ísleifsson og Margrét Björk Jónsdóttir skrifa 14. janúar 2024 12:14 Sjá má hraun stíga upp aðeins fáeinum tugum metra frá húsum nyrst í bænum. Ný sprunga hefur opnast rétt norðan byggðar í Grindavík. Sprungan opnaðist um klukkan 12:10, norðan götunnar Efrahóps. Lögregla hefur gert fréttafólki og starfsmönnum við varnargarðana að rýma svæðið tafarlaust. Hraun stígur upp aðeins fáeinum tugum metra frá húsum. Ný gossprunga opnaðist nærri Grindavík skömmu eftir hádegi. Sjá má sprunguna í spilaranum að neðan. Fannar Jónasson bæjarstjóri Grindavíkur, ræddi við Erlu Björg Gunnarsdóttur í beinni útsendingu í aukafréttatíma Stöðvar 2 þegar fyrstu fréttir bárust af nýju sprungunni. „Þetta er hræðilegt að sjá. Ég þekki þessi hús mjög vel, ég sé næstum í húsið mitt,“ segir Fannar þegar honum voru sýndar myndir af sprungunni sem nær nánast að efstu húsunum í nýjasta hverfi bæjarins, Hópshverfi.“ Fannar Jónsson, bæjarstóri Grindavíkur var upplýstur um nýju sprunguna í beinni útsendingu í aukafréttatíma Stöðvar 2.Vísir/Einar „Þetta er hræðileg staða. Það blasir við að húsin virðast vera mjög nálægt.“ Sprungur af völdum umbrotanna í morgun Greint er frá því á vef Veðurstofunnar að nýja gossprungan sé sunnan við fyrstu sprunguna frá því í morgun. Nýja sprungan er rétt utan bæjarmarkanna. Beinu rauðu strikin sýna sprungur. Annars vegar þá sem er að mestu norðan varnargarða en nær þó undir hann. Hins vegar aðra styttri sem er í einhverra tuga metra fjarlægð frá húsum í Grindavík.Veðurstofa Íslands „Aflögunarmælingar benda eindregið til þess að sprungur innan bæjarmarkanna í Grindavík hafi gliðnað af völdum umbrotanna í morgun. Því má reikna með að fleiri sprungur hafi opnast og ef til vill nýjar myndast.“ Öll nýjustu tíðindi af eldgosinu má finna í vaktinni á Vísi. Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Eldgos og jarðhræringar Almannavarnir Tengdar fréttir Hraun runnið yfir Grindavíkurveg Hraunrennslið úr eldgosinu sem hófst í morgun hefur náð yfir Grindavíkurveg. Þetta sést á vefmyndavélum. 14. janúar 2024 12:49 „Þetta hraun mun því miður flæða hratt í átt að nyrstu byggð“ Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvár hjá Veðurstofu Íslands, segir aðeins fimmtíu til hundrað metra í nyrstu byggð í Grindavík frá sprungunni sem opnaðist innan varnargarða skömmu eftir klukkan 12. 14. janúar 2024 12:39 „Þetta er bara alveg hrikaleg staða“ „Þetta er bara alveg hrikaleg staða. Mikið áfall,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra um yfirstandi eldgos sem hófst nálægt Grindavík í morgun. Hún segir hug sinn hjá íbúum Grindavíkur en biðlar til allra að halda ró sinni. 14. janúar 2024 11:31 Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Fleiri fréttir Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Sjá meira
Lögregla hefur gert fréttafólki og starfsmönnum við varnargarðana að rýma svæðið tafarlaust. Hraun stígur upp aðeins fáeinum tugum metra frá húsum. Ný gossprunga opnaðist nærri Grindavík skömmu eftir hádegi. Sjá má sprunguna í spilaranum að neðan. Fannar Jónasson bæjarstjóri Grindavíkur, ræddi við Erlu Björg Gunnarsdóttur í beinni útsendingu í aukafréttatíma Stöðvar 2 þegar fyrstu fréttir bárust af nýju sprungunni. „Þetta er hræðilegt að sjá. Ég þekki þessi hús mjög vel, ég sé næstum í húsið mitt,“ segir Fannar þegar honum voru sýndar myndir af sprungunni sem nær nánast að efstu húsunum í nýjasta hverfi bæjarins, Hópshverfi.“ Fannar Jónsson, bæjarstóri Grindavíkur var upplýstur um nýju sprunguna í beinni útsendingu í aukafréttatíma Stöðvar 2.Vísir/Einar „Þetta er hræðileg staða. Það blasir við að húsin virðast vera mjög nálægt.“ Sprungur af völdum umbrotanna í morgun Greint er frá því á vef Veðurstofunnar að nýja gossprungan sé sunnan við fyrstu sprunguna frá því í morgun. Nýja sprungan er rétt utan bæjarmarkanna. Beinu rauðu strikin sýna sprungur. Annars vegar þá sem er að mestu norðan varnargarða en nær þó undir hann. Hins vegar aðra styttri sem er í einhverra tuga metra fjarlægð frá húsum í Grindavík.Veðurstofa Íslands „Aflögunarmælingar benda eindregið til þess að sprungur innan bæjarmarkanna í Grindavík hafi gliðnað af völdum umbrotanna í morgun. Því má reikna með að fleiri sprungur hafi opnast og ef til vill nýjar myndast.“ Öll nýjustu tíðindi af eldgosinu má finna í vaktinni á Vísi.
Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Eldgos og jarðhræringar Almannavarnir Tengdar fréttir Hraun runnið yfir Grindavíkurveg Hraunrennslið úr eldgosinu sem hófst í morgun hefur náð yfir Grindavíkurveg. Þetta sést á vefmyndavélum. 14. janúar 2024 12:49 „Þetta hraun mun því miður flæða hratt í átt að nyrstu byggð“ Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvár hjá Veðurstofu Íslands, segir aðeins fimmtíu til hundrað metra í nyrstu byggð í Grindavík frá sprungunni sem opnaðist innan varnargarða skömmu eftir klukkan 12. 14. janúar 2024 12:39 „Þetta er bara alveg hrikaleg staða“ „Þetta er bara alveg hrikaleg staða. Mikið áfall,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra um yfirstandi eldgos sem hófst nálægt Grindavík í morgun. Hún segir hug sinn hjá íbúum Grindavíkur en biðlar til allra að halda ró sinni. 14. janúar 2024 11:31 Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Fleiri fréttir Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Sjá meira
Hraun runnið yfir Grindavíkurveg Hraunrennslið úr eldgosinu sem hófst í morgun hefur náð yfir Grindavíkurveg. Þetta sést á vefmyndavélum. 14. janúar 2024 12:49
„Þetta hraun mun því miður flæða hratt í átt að nyrstu byggð“ Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvár hjá Veðurstofu Íslands, segir aðeins fimmtíu til hundrað metra í nyrstu byggð í Grindavík frá sprungunni sem opnaðist innan varnargarða skömmu eftir klukkan 12. 14. janúar 2024 12:39
„Þetta er bara alveg hrikaleg staða“ „Þetta er bara alveg hrikaleg staða. Mikið áfall,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra um yfirstandi eldgos sem hófst nálægt Grindavík í morgun. Hún segir hug sinn hjá íbúum Grindavíkur en biðlar til allra að halda ró sinni. 14. janúar 2024 11:31