„Langt frá því að vera búið“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 15. janúar 2024 14:28 Ármann Höskuldsson, eldfjallafræðingur. Vísir/Sigurjón Ármann Höskuldsson, prófessor í eldfjallafræði við Háskóla Íslands, segir mikilvægt að hafa í huga að þrátt fyrir að gosið við Grindavík virðist vera að lognast út af, sé eldsumbrotunum á Reykjanesskaga langt frá því að vera lokið. Varnargarðarnir hafi sannarlega sannað gildi sitt í gær og hafi „svínvirkað“. „Nú er þessu gosi að ljúka hægt og rólega. Það hefur mikið dregist saman. Það er væntanlega bara eitt gosop sem dælir upp kviku. Seinna gosopið var nánast alveg lokað fyrir um klukkutíma.“ segir Ármann í samtali við fréttastofu, spurður um stöðuna á eldgosinu sem hófst í gærmorgun. Ármann segir eðli þessara gosa vera að byggja upp þrýsting og vera fljót að tæma sig. Þrátt fyrir að dregið hafi úr gosvirkni eru líkur á að ný gosop opnist innan Grindavíkur og sprungur eru að myndast í bænum. Deildarstjóri eldvirkni og jarðskjálfta sagði fyrr í dag að mikil hætta væri á svæðinu og óvissa ríkti um framhaldið. Ármann segir ómögulegt að spá fyrir um framhaldið án frekari gagna sem verið sé að afla. Hann á ekki von á að niðurstöður mælinga og liggi fyrir fyrr en í fyrsta lagi á morgun. En ljóst sé að aðal miðja landrissins sé enn inni í Svartsengi. Varnargarðar sönnuðu gildi sitt Ármann segir gosið sem hófst i gær og síðustu gos séu í stíl við Kröflueldana. Það sé að mörgu leiti ánægjulegt því þá sé nokkurnveginn vitað hvernig kerfið hagi sér. „En við þurfum að átta okkur á því hvar kvikan er að safnast fyrir. Hvort þetta sé einn geymur eða margir geymar sem eru tengdir saman sem gætu hugsanlega tæmst en ekki annar. Þetta er flókið því við sjáum ekki niður og erum að reyna nota gögn til að átta okkur á því sem er að gerast þarna niðri.“ Að mati Ármanns sönnuðu varnargarðarnir umhverfis Grindavík sig svo sannarlega í gær. „Þeir svínvirkuðu. Garðarnir leiddu hraunið nákvæmlega eins og við vildum. Eina slysið var að sprungan fór í gegnum garðinn en þrátt fyrir það er ekkert nema hamingja með þetta.“ Ármann leggur áherslu á að fólk átti sig á því að nú sé hafið tímabil eldsumbrota sem sé komið til að vera. Þetta er langt frá því að vera búið. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Fleiri fréttir Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Sjá meira
„Nú er þessu gosi að ljúka hægt og rólega. Það hefur mikið dregist saman. Það er væntanlega bara eitt gosop sem dælir upp kviku. Seinna gosopið var nánast alveg lokað fyrir um klukkutíma.“ segir Ármann í samtali við fréttastofu, spurður um stöðuna á eldgosinu sem hófst í gærmorgun. Ármann segir eðli þessara gosa vera að byggja upp þrýsting og vera fljót að tæma sig. Þrátt fyrir að dregið hafi úr gosvirkni eru líkur á að ný gosop opnist innan Grindavíkur og sprungur eru að myndast í bænum. Deildarstjóri eldvirkni og jarðskjálfta sagði fyrr í dag að mikil hætta væri á svæðinu og óvissa ríkti um framhaldið. Ármann segir ómögulegt að spá fyrir um framhaldið án frekari gagna sem verið sé að afla. Hann á ekki von á að niðurstöður mælinga og liggi fyrir fyrr en í fyrsta lagi á morgun. En ljóst sé að aðal miðja landrissins sé enn inni í Svartsengi. Varnargarðar sönnuðu gildi sitt Ármann segir gosið sem hófst i gær og síðustu gos séu í stíl við Kröflueldana. Það sé að mörgu leiti ánægjulegt því þá sé nokkurnveginn vitað hvernig kerfið hagi sér. „En við þurfum að átta okkur á því hvar kvikan er að safnast fyrir. Hvort þetta sé einn geymur eða margir geymar sem eru tengdir saman sem gætu hugsanlega tæmst en ekki annar. Þetta er flókið því við sjáum ekki niður og erum að reyna nota gögn til að átta okkur á því sem er að gerast þarna niðri.“ Að mati Ármanns sönnuðu varnargarðarnir umhverfis Grindavík sig svo sannarlega í gær. „Þeir svínvirkuðu. Garðarnir leiddu hraunið nákvæmlega eins og við vildum. Eina slysið var að sprungan fór í gegnum garðinn en þrátt fyrir það er ekkert nema hamingja með þetta.“ Ármann leggur áherslu á að fólk átti sig á því að nú sé hafið tímabil eldsumbrota sem sé komið til að vera. Þetta er langt frá því að vera búið.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Fleiri fréttir Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Sjá meira