Gosið sé að lognast út af en Grindavík sé ekki staður fyrir almenning Vésteinn Örn Pétursson skrifar 15. janúar 2024 18:56 Þorvaldur Þórðarson er prófessor í eldfjallafræði og bergfræði. Vísir/Arnar Eldfjallafræðingur segir allt útlit fyrir að gosinu norðan við Grindavík sé að ljúka. Litlar líkur séu á að nýjar gossprungur opnist áður en gosinu ljúki. „Það dregur alltaf jafnt og þétt úr og þetta er orðið, hvað eigum við að segja, einstaka strokur með kvikuslettum upp í loftið á nokkurra sekúndna fresti,“ sagði Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði, þegar hann var inntur eftir því hvað hann teldi að gerðist næst í eldgosinu norður af Grindavík í myndveri í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Enn sé nokkuð hraunflæði undir eldgosinu, en allt útlit sé fyrir að gosinu fari senn að ljúka. Þegar er hætt að gjósa úr syðri gígnum, sem var Grindavíkurmegin við varnargarða á svæðinu. Þrjú hús urðu hrauni úr þeim gíg að bráð í gær. Þorvaldur segir virknina að mestu bundna við nyrðri gíginn. Enn sé hraunflæði frá honum, en hraunið renni eftir varnargörðum til vesturs. Nýjar gossprungur ólíklegar en faldar sprungur víða Þorvaldur segir ólíklegt að nýjar gossprungur opnist á svæðinu, nú þegar tekið er að draga úr virkninni. „Mér sýnist þetta ætla að fara að enda frekar. Ef það væri ennþá stöðugt flæði af kviku upp, og það væri jafnt, þá myndi virknin á yfirborði líka vera nokkuð jöfn, og ekki breytast mikið. Við höfum séð hið andstæða,“ sagði Þorvaldur. Til að ný sprunga opnaðist þyrfti að verða aukning í hraunflæðinu, en lítið bendi til þess. Þorvaldur var spurður hversu öruggt væri að vera í bænum. Hann benti á að faldar sprungur gætu leynst víða í bænum, eins og björgunarsveitarmaður fékk að kynnast í dag. „En vant fólk það fer mjög varlega. En þetta er ekki staður fyrir almenning,“ sagði Þorvaldur. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Nýjar sprungur myndast og þær eldri stækka Margar sprungur hafa myndast í og við Grindavík í jarðhræringum síðustu sólarhringa. Eldri sprungur, sem unnið hafði verið að því að fylla upp í og gera við, hafa einnig stækkað. 15. janúar 2024 17:29 Jörðin gaf sig undan björgunarsveitamanni „Þetta sýnir bara hversu ótryggt svæðið er hérna og hversu hættulegt þetta er. Ég var bara að labba eftir þessum stíg og það virtist allt vera í góðu lagi fyrir framan mig,“ segir björgunarsveitamaður að störfum í Grindavík. Rétt í þessu gaf jörðin sig þegar hann gekk eftir malbikuðum stíg. 15. janúar 2024 16:27 „Met stöðuna tiltölulega örugga“ Lögreglustjórinn á Suðurnesjum fór ásamt aðstoðarmönnum sínum í skoðunarferð um Grindavík í morgun. Hann segir götur í bænum aflagaðar og nýjar sprungur bersýnilegar. Forgangsverkefni sé að koma rafmagni aftur á. Þrátt fyrir allt sem á undan er gengið segist hann bjartsýnn fyrir hönd Grindvíkinga. 15. janúar 2024 15:40 Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Fleiri fréttir Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Sjá meira
„Það dregur alltaf jafnt og þétt úr og þetta er orðið, hvað eigum við að segja, einstaka strokur með kvikuslettum upp í loftið á nokkurra sekúndna fresti,“ sagði Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði, þegar hann var inntur eftir því hvað hann teldi að gerðist næst í eldgosinu norður af Grindavík í myndveri í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Enn sé nokkuð hraunflæði undir eldgosinu, en allt útlit sé fyrir að gosinu fari senn að ljúka. Þegar er hætt að gjósa úr syðri gígnum, sem var Grindavíkurmegin við varnargarða á svæðinu. Þrjú hús urðu hrauni úr þeim gíg að bráð í gær. Þorvaldur segir virknina að mestu bundna við nyrðri gíginn. Enn sé hraunflæði frá honum, en hraunið renni eftir varnargörðum til vesturs. Nýjar gossprungur ólíklegar en faldar sprungur víða Þorvaldur segir ólíklegt að nýjar gossprungur opnist á svæðinu, nú þegar tekið er að draga úr virkninni. „Mér sýnist þetta ætla að fara að enda frekar. Ef það væri ennþá stöðugt flæði af kviku upp, og það væri jafnt, þá myndi virknin á yfirborði líka vera nokkuð jöfn, og ekki breytast mikið. Við höfum séð hið andstæða,“ sagði Þorvaldur. Til að ný sprunga opnaðist þyrfti að verða aukning í hraunflæðinu, en lítið bendi til þess. Þorvaldur var spurður hversu öruggt væri að vera í bænum. Hann benti á að faldar sprungur gætu leynst víða í bænum, eins og björgunarsveitarmaður fékk að kynnast í dag. „En vant fólk það fer mjög varlega. En þetta er ekki staður fyrir almenning,“ sagði Þorvaldur.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Nýjar sprungur myndast og þær eldri stækka Margar sprungur hafa myndast í og við Grindavík í jarðhræringum síðustu sólarhringa. Eldri sprungur, sem unnið hafði verið að því að fylla upp í og gera við, hafa einnig stækkað. 15. janúar 2024 17:29 Jörðin gaf sig undan björgunarsveitamanni „Þetta sýnir bara hversu ótryggt svæðið er hérna og hversu hættulegt þetta er. Ég var bara að labba eftir þessum stíg og það virtist allt vera í góðu lagi fyrir framan mig,“ segir björgunarsveitamaður að störfum í Grindavík. Rétt í þessu gaf jörðin sig þegar hann gekk eftir malbikuðum stíg. 15. janúar 2024 16:27 „Met stöðuna tiltölulega örugga“ Lögreglustjórinn á Suðurnesjum fór ásamt aðstoðarmönnum sínum í skoðunarferð um Grindavík í morgun. Hann segir götur í bænum aflagaðar og nýjar sprungur bersýnilegar. Forgangsverkefni sé að koma rafmagni aftur á. Þrátt fyrir allt sem á undan er gengið segist hann bjartsýnn fyrir hönd Grindvíkinga. 15. janúar 2024 15:40 Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Fleiri fréttir Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Sjá meira
Nýjar sprungur myndast og þær eldri stækka Margar sprungur hafa myndast í og við Grindavík í jarðhræringum síðustu sólarhringa. Eldri sprungur, sem unnið hafði verið að því að fylla upp í og gera við, hafa einnig stækkað. 15. janúar 2024 17:29
Jörðin gaf sig undan björgunarsveitamanni „Þetta sýnir bara hversu ótryggt svæðið er hérna og hversu hættulegt þetta er. Ég var bara að labba eftir þessum stíg og það virtist allt vera í góðu lagi fyrir framan mig,“ segir björgunarsveitamaður að störfum í Grindavík. Rétt í þessu gaf jörðin sig þegar hann gekk eftir malbikuðum stíg. 15. janúar 2024 16:27
„Met stöðuna tiltölulega örugga“ Lögreglustjórinn á Suðurnesjum fór ásamt aðstoðarmönnum sínum í skoðunarferð um Grindavík í morgun. Hann segir götur í bænum aflagaðar og nýjar sprungur bersýnilegar. Forgangsverkefni sé að koma rafmagni aftur á. Þrátt fyrir allt sem á undan er gengið segist hann bjartsýnn fyrir hönd Grindvíkinga. 15. janúar 2024 15:40