Hin 29 ára gamla Tiernan hefur undanfarin sex ár spilað á Sauðárkróki og raðað inn mörkum, alls hefur hún skorað 117 mörk í 129 leikjum fyrir Stólanna. Nú mun færa sig um set og spila með Fram í Lengjudeild kvenna á komandi leiktíð.
Hún er önnur markadrottningin sem Fram sækir í vetur en Alda Ólafsdóttir samdi við liðið fyrir skemmstu. Hún skoraði alls 34 mörk í 23 leikjum fyrir Fjölni á síðustu leiktíð.
Ljóst er að um er að ræða högg fyrir Tindastól sem endaði í 7. sæti Bestu deildar kvenna á síðustu leiktíð með 19 stig. Skoraði Murielle alls 8 mörk í 20 leikjum, þar af fjögur í hreinum úrslitaleik Tindastóls og ÍBV um sæti í lokaumferð deildarinnar. Á sama tíma endaði Fram í 7. sæti Lengjudeildar með 22 stig.