Fordæma „gáleysislega og ónákvæma árás“ í Erbil Lovísa Arnardóttir skrifar 16. janúar 2024 07:41 Talskona Hvíta hússins sagði árásina ónákvæma og gálausa. Árásin var nærri ræðisskrifstofu Bandaríkjamanna í borginni. Bandaríkin hafa fordæmt loftárás Íran nærri írösku borginni Erbil í gær og segja hana „gáleysislegarog ónákvæma árás.“ Byltingarverðir Írans lýstu í gær ábyrgð á loftárás á Erbil, sem er höfuðborg sjálfstjórnarhéraðs Kúrda innan landamæra Íraks. Íranir sögðu loftárásinni beint að „njósnahöfuðstöðvum“ Ísraela í Írak. Þeir hafa einnig sagt árásunum beint að „starfsstöðvum hryðjuverkamanna og að skotmörkin séu tengd Íslamska ríkinu. Fjórir óbreyttir borgarar létust í árásinni og sex voru særðir. Írakar fordæmdu árásina og sögðu hana árás á fullveldi sitt. Árásin kemur á sama tíma og spenna hefur stigmagnast á svæðinu í kjölfar stríðsins í Palestínu sem hófst þann 7. október á milli Ísraela og Hamas. Átökin hafa þegar haft áhrif í Íran, Írak, Sýrlandi, Líbanon og Jemen. Síðan þá hafa herskáir hópar í Írak, með stuðning Írans, gert nánast daglegar drónaárásir á herstöðvar bandarískra hermanna í Írak og Sýrlandi. Þær árásir eru sagðar hefnd fyrir stuðning Bandaríkjanna við Ísrael. „Við munum halda áfram að meta stöðuna en fyrstu vísbendingar benda til þess að þetta hafi verið gálaus og ónákvæmt árás,“ er haft eftir Adrienne Watson á vef breska ríkisútvarpsins en hún er talskona öryggisráðs Hvíta hússins í Bandaríkjunum. „Bandaríkin styðja fullveldi, lýðræðið og svæðisstjórn Írak,“ sagði hún og að engan starfsmann hafa særst eða starfsstöð Bandaríkjanna verið skemmda í árásinni. Einnig skotið á skotmörk í Sýrlandi Íranir hafa áður ráðist að kúrdískum svæðum írak og sagt svæðin undir stjórn íranskra aðskilnaðarsinna og fulltrúa frá Ísrael. Kúrdíski forsætisráðherra Írak, Masrour Barzani, fordæmdi árásina á Erbil og sagði hana árás gegn Kúrdum. Byltingarverðir Írans sögðu að þeir hefðu einnig skotið að skotmörkum í Sýrlandi og segir á BBC að sprengingar hafi heyrst bæði Aleppo og sveitinni fyrir utan borgina. Árásin var sögð til að hefna fyrir árás sem gerð var á Kerman í Íran í síðustu viku. Árásin átti sér stað á sama stað og minningarathöfn vegna hershöfðingjans Qassim Suleimani fór fram. 84 létust í árásinni. Suleimani lést í drónaárás Bandaríkjahers fyrir fjórum árum síðan. Írönsk stjórnvöld lýstu yfir þjóðarsorg í landinu í dag og hétu hefnda. Bandaríkin Írak Íran Sýrland Jemen Líbanon Joe Biden Tengdar fréttir Hútar hóta hefndum Hútar hóta hefndaraðgerðum vegna sprengjuárásum sem gerðar voru af Bretlandi og Bandaríkjunum í gærnótt. Tugþúsundir komu saman í Sana höfuðborg landsins til að mótmæla og krefjast aðgerða. 13. janúar 2024 00:10 Munu svara árásum Breta og Bandaríkjamanna Hútar í Jemen hafa lofað því að bregðast við loftárásum Breta og Bandaríkjamanna af hörku. Þá hafa þeir einnig lofað því að áfram árásum sínum á skip í Rauðahafinu sem þeir segja til stuðnings Palestínumönnum gegn Ísraelum. 12. janúar 2024 15:52 Bandaríkjamenn og Bretar skjóta niður dróna og flaugar Húta Yfirvöld í Bandaríkjunum og Bretlandi hafa staðfest að herir þeirra hafi gripið til varna í einni umfangsmestu árás Húta á skotmörk á Rauða hafi. Ekkert hefur heyrst um slys á fólki né tjón á skipum í tengslum við árásina. 10. janúar 2024 06:43 Skutu niður eldflaug sem skotið var að herskipinu USS Laboon Bandaríkjaher hefur skotið niður eldflaug sem var á leið í átt að hersskipinu USS Laboon á Rauðahafi. 15. janúar 2024 06:51 Drápu háttsettan leiðtoga Hesbollah Ísraelar felldu í morgun einn af yfirmönnum Hesbollah-samtakanna í loftárás í suðurhluta Líbanon. Wissam Tawill stýrði úrvala hópi vígamanna og er æðsti leiðtogi Hesbollah sem felldur er af Ísraelum frá því átökin hófust fyrir botni Miðjarðarhafsins í október. 8. janúar 2024 15:41 Fordæma Bandaríkjamenn vegna drónaárásar í Baghdad Ríkisstjórn Íraks fordæmdi í gær drónaárás Bandaríkjamanna í Baghdad, höfuðborg landsins, í gærmorgun. Í árásinni féll leiðtogi vopnahóps sem tengist yfirvöldum í Íran og öryggissveitum Íraks. Sá er sagður hafa skipulagt fjölmargar árásir á bandaríska hermenn í Írak. 5. janúar 2024 12:13 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Sjá meira
Byltingarverðir Írans lýstu í gær ábyrgð á loftárás á Erbil, sem er höfuðborg sjálfstjórnarhéraðs Kúrda innan landamæra Íraks. Íranir sögðu loftárásinni beint að „njósnahöfuðstöðvum“ Ísraela í Írak. Þeir hafa einnig sagt árásunum beint að „starfsstöðvum hryðjuverkamanna og að skotmörkin séu tengd Íslamska ríkinu. Fjórir óbreyttir borgarar létust í árásinni og sex voru særðir. Írakar fordæmdu árásina og sögðu hana árás á fullveldi sitt. Árásin kemur á sama tíma og spenna hefur stigmagnast á svæðinu í kjölfar stríðsins í Palestínu sem hófst þann 7. október á milli Ísraela og Hamas. Átökin hafa þegar haft áhrif í Íran, Írak, Sýrlandi, Líbanon og Jemen. Síðan þá hafa herskáir hópar í Írak, með stuðning Írans, gert nánast daglegar drónaárásir á herstöðvar bandarískra hermanna í Írak og Sýrlandi. Þær árásir eru sagðar hefnd fyrir stuðning Bandaríkjanna við Ísrael. „Við munum halda áfram að meta stöðuna en fyrstu vísbendingar benda til þess að þetta hafi verið gálaus og ónákvæmt árás,“ er haft eftir Adrienne Watson á vef breska ríkisútvarpsins en hún er talskona öryggisráðs Hvíta hússins í Bandaríkjunum. „Bandaríkin styðja fullveldi, lýðræðið og svæðisstjórn Írak,“ sagði hún og að engan starfsmann hafa særst eða starfsstöð Bandaríkjanna verið skemmda í árásinni. Einnig skotið á skotmörk í Sýrlandi Íranir hafa áður ráðist að kúrdískum svæðum írak og sagt svæðin undir stjórn íranskra aðskilnaðarsinna og fulltrúa frá Ísrael. Kúrdíski forsætisráðherra Írak, Masrour Barzani, fordæmdi árásina á Erbil og sagði hana árás gegn Kúrdum. Byltingarverðir Írans sögðu að þeir hefðu einnig skotið að skotmörkum í Sýrlandi og segir á BBC að sprengingar hafi heyrst bæði Aleppo og sveitinni fyrir utan borgina. Árásin var sögð til að hefna fyrir árás sem gerð var á Kerman í Íran í síðustu viku. Árásin átti sér stað á sama stað og minningarathöfn vegna hershöfðingjans Qassim Suleimani fór fram. 84 létust í árásinni. Suleimani lést í drónaárás Bandaríkjahers fyrir fjórum árum síðan. Írönsk stjórnvöld lýstu yfir þjóðarsorg í landinu í dag og hétu hefnda.
Bandaríkin Írak Íran Sýrland Jemen Líbanon Joe Biden Tengdar fréttir Hútar hóta hefndum Hútar hóta hefndaraðgerðum vegna sprengjuárásum sem gerðar voru af Bretlandi og Bandaríkjunum í gærnótt. Tugþúsundir komu saman í Sana höfuðborg landsins til að mótmæla og krefjast aðgerða. 13. janúar 2024 00:10 Munu svara árásum Breta og Bandaríkjamanna Hútar í Jemen hafa lofað því að bregðast við loftárásum Breta og Bandaríkjamanna af hörku. Þá hafa þeir einnig lofað því að áfram árásum sínum á skip í Rauðahafinu sem þeir segja til stuðnings Palestínumönnum gegn Ísraelum. 12. janúar 2024 15:52 Bandaríkjamenn og Bretar skjóta niður dróna og flaugar Húta Yfirvöld í Bandaríkjunum og Bretlandi hafa staðfest að herir þeirra hafi gripið til varna í einni umfangsmestu árás Húta á skotmörk á Rauða hafi. Ekkert hefur heyrst um slys á fólki né tjón á skipum í tengslum við árásina. 10. janúar 2024 06:43 Skutu niður eldflaug sem skotið var að herskipinu USS Laboon Bandaríkjaher hefur skotið niður eldflaug sem var á leið í átt að hersskipinu USS Laboon á Rauðahafi. 15. janúar 2024 06:51 Drápu háttsettan leiðtoga Hesbollah Ísraelar felldu í morgun einn af yfirmönnum Hesbollah-samtakanna í loftárás í suðurhluta Líbanon. Wissam Tawill stýrði úrvala hópi vígamanna og er æðsti leiðtogi Hesbollah sem felldur er af Ísraelum frá því átökin hófust fyrir botni Miðjarðarhafsins í október. 8. janúar 2024 15:41 Fordæma Bandaríkjamenn vegna drónaárásar í Baghdad Ríkisstjórn Íraks fordæmdi í gær drónaárás Bandaríkjamanna í Baghdad, höfuðborg landsins, í gærmorgun. Í árásinni féll leiðtogi vopnahóps sem tengist yfirvöldum í Íran og öryggissveitum Íraks. Sá er sagður hafa skipulagt fjölmargar árásir á bandaríska hermenn í Írak. 5. janúar 2024 12:13 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Sjá meira
Hútar hóta hefndum Hútar hóta hefndaraðgerðum vegna sprengjuárásum sem gerðar voru af Bretlandi og Bandaríkjunum í gærnótt. Tugþúsundir komu saman í Sana höfuðborg landsins til að mótmæla og krefjast aðgerða. 13. janúar 2024 00:10
Munu svara árásum Breta og Bandaríkjamanna Hútar í Jemen hafa lofað því að bregðast við loftárásum Breta og Bandaríkjamanna af hörku. Þá hafa þeir einnig lofað því að áfram árásum sínum á skip í Rauðahafinu sem þeir segja til stuðnings Palestínumönnum gegn Ísraelum. 12. janúar 2024 15:52
Bandaríkjamenn og Bretar skjóta niður dróna og flaugar Húta Yfirvöld í Bandaríkjunum og Bretlandi hafa staðfest að herir þeirra hafi gripið til varna í einni umfangsmestu árás Húta á skotmörk á Rauða hafi. Ekkert hefur heyrst um slys á fólki né tjón á skipum í tengslum við árásina. 10. janúar 2024 06:43
Skutu niður eldflaug sem skotið var að herskipinu USS Laboon Bandaríkjaher hefur skotið niður eldflaug sem var á leið í átt að hersskipinu USS Laboon á Rauðahafi. 15. janúar 2024 06:51
Drápu háttsettan leiðtoga Hesbollah Ísraelar felldu í morgun einn af yfirmönnum Hesbollah-samtakanna í loftárás í suðurhluta Líbanon. Wissam Tawill stýrði úrvala hópi vígamanna og er æðsti leiðtogi Hesbollah sem felldur er af Ísraelum frá því átökin hófust fyrir botni Miðjarðarhafsins í október. 8. janúar 2024 15:41
Fordæma Bandaríkjamenn vegna drónaárásar í Baghdad Ríkisstjórn Íraks fordæmdi í gær drónaárás Bandaríkjamanna í Baghdad, höfuðborg landsins, í gærmorgun. Í árásinni féll leiðtogi vopnahóps sem tengist yfirvöldum í Íran og öryggissveitum Íraks. Sá er sagður hafa skipulagt fjölmargar árásir á bandaríska hermenn í Írak. 5. janúar 2024 12:13