Dæmdur fyrir að ógna lífi dóttur, stjúpdóttur og barnsmóður sinnar Jón Þór Stefánsson skrifar 16. janúar 2024 16:05 Mörg brotanna áttu sér stað á heimili fjölskyldunnar í Reykjanesbæ. Vísir/Egill Karlmaður hefur hlotið níu mánaða fangelsisdóm, skilorðsbundin til þriggja ára, í Héraðsdómi Reykjaness fyrir brot gegn dóttur, stjúpdóttur og barnsmóður sinni. Í ákæru segir að maðurinn hafi ógnað lífi, heilsu og velferð kvennanna, en mörg brota hans áttu sér stað á heimili fjölskyldunnar í Reykjanesbæ. Brot mannsins áttu sér stað á árstímabili, frá því í maí 2022 til sama mánaðar ári síðar. Ákæruliðir málsins voru tólf talsins, en skiptust í tvo kafla. Annars vegar voru það brot sem beindust að barnsmóðurinni og þrettán ára gamalli stjúpdótturinni, og hins vegar brot sem beindust að tveggja ára dóttur mannsins. Ógnarástand á heimilinu Manninum var meðal annars gefið að sök að hafa kallað barnsmóðurina öllum illum nöfnum. Síðan á stjúpdóttirin að hafa beðið hann um að hætta að tala þannig um móður sína og hann brugðist við með því að slá hana utan undir. Þá á stjúpmóðirin að hafa stigið á milli þeirra, en maðurinn hrint henni á sjónvarp í stofu íbúðar þeirra, haldið um öxl hennar og hótað með krepptum hnefa. Dómurinn var kveðiinn upp í Héraðsdómi Reykjaness.Vísir/Vilhelm Í öðru atviki sem lýst var í ákæru segir að maðurinn hafi kýlt barnsmóður sína tvisvar í hnakka á heimili fjölskyldunnar að stjúpdótturinni viðstaddri. Síðan á hann að hafa tekið síma konunnar og kastað honum og sagst ætla að drepa hana. Þá voru ítrekuð brot mannsins á nálgunarbanni tekin fyrir í ákæru málsins. Hann er með brotunum gegn barnsmóðurinni og stjúpdótturinni sagður hafa skapað viðvarandi ógnarástand á heimili þeirra, og þar með ógnað lífi og velferð dótturinnar endurtekið. En dóttirin var á heimilinu þegar faðir hennar framdi áðurnefnd brot. Neitaði sök Maðurinn neitaði sök. Hann sagðist hafa verið ölvaður þegar öll atvik málsins áttu sér stað, og sagðist ekki muna hvað hafi gerst. Hann og barnsmóðir hans hefðu verið að rífast mikið, en taldi ekki að það hefði bitnað á dóttur eða stjúpdóttur sinni. Að hans sögn áttu rifrildin sér stað þegar þær voru sofandi. Þá sagði hann samband sitt og barnsmóðurinnar vera mjög gott í dag. Héraðsdómur Reykjaness sagði sakfelldi manninn í öllum ákæruliðum málsins. Líkt og áður segir hlaut hann níu mánaða skilorðsbundin dóm og var gert að greiða stjúpdóttur sinni 1,2 milljónir króna, og dóttur sinni 600 þúsund krónur. Dómsmál Reykjanesbær Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Innlent Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Erlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Innlent Fleiri fréttir Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári Sjá meira
Brot mannsins áttu sér stað á árstímabili, frá því í maí 2022 til sama mánaðar ári síðar. Ákæruliðir málsins voru tólf talsins, en skiptust í tvo kafla. Annars vegar voru það brot sem beindust að barnsmóðurinni og þrettán ára gamalli stjúpdótturinni, og hins vegar brot sem beindust að tveggja ára dóttur mannsins. Ógnarástand á heimilinu Manninum var meðal annars gefið að sök að hafa kallað barnsmóðurina öllum illum nöfnum. Síðan á stjúpdóttirin að hafa beðið hann um að hætta að tala þannig um móður sína og hann brugðist við með því að slá hana utan undir. Þá á stjúpmóðirin að hafa stigið á milli þeirra, en maðurinn hrint henni á sjónvarp í stofu íbúðar þeirra, haldið um öxl hennar og hótað með krepptum hnefa. Dómurinn var kveðiinn upp í Héraðsdómi Reykjaness.Vísir/Vilhelm Í öðru atviki sem lýst var í ákæru segir að maðurinn hafi kýlt barnsmóður sína tvisvar í hnakka á heimili fjölskyldunnar að stjúpdótturinni viðstaddri. Síðan á hann að hafa tekið síma konunnar og kastað honum og sagst ætla að drepa hana. Þá voru ítrekuð brot mannsins á nálgunarbanni tekin fyrir í ákæru málsins. Hann er með brotunum gegn barnsmóðurinni og stjúpdótturinni sagður hafa skapað viðvarandi ógnarástand á heimili þeirra, og þar með ógnað lífi og velferð dótturinnar endurtekið. En dóttirin var á heimilinu þegar faðir hennar framdi áðurnefnd brot. Neitaði sök Maðurinn neitaði sök. Hann sagðist hafa verið ölvaður þegar öll atvik málsins áttu sér stað, og sagðist ekki muna hvað hafi gerst. Hann og barnsmóðir hans hefðu verið að rífast mikið, en taldi ekki að það hefði bitnað á dóttur eða stjúpdóttur sinni. Að hans sögn áttu rifrildin sér stað þegar þær voru sofandi. Þá sagði hann samband sitt og barnsmóðurinnar vera mjög gott í dag. Héraðsdómur Reykjaness sagði sakfelldi manninn í öllum ákæruliðum málsins. Líkt og áður segir hlaut hann níu mánaða skilorðsbundin dóm og var gert að greiða stjúpdóttur sinni 1,2 milljónir króna, og dóttur sinni 600 þúsund krónur.
Dómsmál Reykjanesbær Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Innlent Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Erlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Innlent Fleiri fréttir Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári Sjá meira