Kindurnar fegnar að sjá Sigrúnu Jakob Bjarnar skrifar 16. janúar 2024 16:35 Kindurnar voru fegnar að sjá Sigrúnu eiganda sinn en þær eru nú komnar í hesthús í Keflavík hjá góðum manni. Þar væsir ekki um þær. vísir/sigrún Sigrún Eggertsdóttir frístundabóndi fór í dag til Grindavíkur og sótti fé sitt, þrjátíu kindur alls. Þær voru fengnar að sjá Sigrúnu. Neyðarrýming í kjölfar gossins í og við Grindavík setti strik í reikninginn. Fjölmargir frístundabændur eru með fé á húsum „Nei, þetta var ekkert vesen. Við fengum símtal í gær. Þeir komu bara og sögðu, nú megið þið koma inn fyrir. Það fylgdi okkur björgunarsveitarmaður að kofanum,“ segir Sigrún. Kindurnar slógust um að fá klapp frá eiganda sínum Hún segist vera með 30 kindur alls með hrútum og kindum. Sigrún segir að þær hafi ekki verið orðnar vatnslausar. „Við erum með stóra bala inni og þeir eru alltaf fullir af vatni. Það náði enn niður og þær hafa ekkert verið vatnslausar. Svo fór björgunarsveitarmaður og vitjaði þeirra í gær, þannig að þær voru bara í góðu standi.“ Sigrún segir marga frístundabændur í Grindavík og spyr hvort það séu ekki allir frístundabændur á Íslandi? „Við erum í það minnsta ekki í þessu fyrir neitt nema hafa gaman að þessu.“ Og kindurnar voru ánægðar að sjá eiganda sinn. „Já,já. Þær eru nú yfirleitt fegnar að sjá hvern sem er. Hrúguðust í kringum mig þegar ég kom í hópinn. Og slógust um að fá klappið.“ Kindurnar komnar í hesthús í Keflavík Sigrún segir kindurnar vita sínu viti, þær séu ekki skynlausar skepnur. „Ég held líka að það ahfi gengið eitthvað á þarna inní kofa, einhverjar spýtur lágu þarna á gólfinu, þannig að þær hafa fundið eitthvað á sér.“ Sigrún segist sjálf búa í Kópavogi en hún er úr Grindavík og þar er fjölskylda hennar þannig að hún fer mikið til Grindavíkur. Hún segir að fólk hafi, þegar rýmt var, ekki haft nein tök á að taka féð með. Og hún var örlítið óörugg þegar hún fór þarna um. „Það var búið að tala um svo mikla gliðnun en það var ekkert þarna niðri við fjöruna. Mestu lætin voru þarna fyrir ofan,“ segir Sigrún. En fjárhús hennar eru nánast í fjöruborðinu, við Sjávarbraut við Stóru-Bót. „En við sóttum kindurnar og fengum inni fyrir þær í hesthúsi í Keflavík hjá góðum manni. Það er landris í Grindavík núna og ekkert hægt að segja til um hvað verður.“ Dýr Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Neyðarrýming í kjölfar gossins í og við Grindavík setti strik í reikninginn. Fjölmargir frístundabændur eru með fé á húsum „Nei, þetta var ekkert vesen. Við fengum símtal í gær. Þeir komu bara og sögðu, nú megið þið koma inn fyrir. Það fylgdi okkur björgunarsveitarmaður að kofanum,“ segir Sigrún. Kindurnar slógust um að fá klapp frá eiganda sínum Hún segist vera með 30 kindur alls með hrútum og kindum. Sigrún segir að þær hafi ekki verið orðnar vatnslausar. „Við erum með stóra bala inni og þeir eru alltaf fullir af vatni. Það náði enn niður og þær hafa ekkert verið vatnslausar. Svo fór björgunarsveitarmaður og vitjaði þeirra í gær, þannig að þær voru bara í góðu standi.“ Sigrún segir marga frístundabændur í Grindavík og spyr hvort það séu ekki allir frístundabændur á Íslandi? „Við erum í það minnsta ekki í þessu fyrir neitt nema hafa gaman að þessu.“ Og kindurnar voru ánægðar að sjá eiganda sinn. „Já,já. Þær eru nú yfirleitt fegnar að sjá hvern sem er. Hrúguðust í kringum mig þegar ég kom í hópinn. Og slógust um að fá klappið.“ Kindurnar komnar í hesthús í Keflavík Sigrún segir kindurnar vita sínu viti, þær séu ekki skynlausar skepnur. „Ég held líka að það ahfi gengið eitthvað á þarna inní kofa, einhverjar spýtur lágu þarna á gólfinu, þannig að þær hafa fundið eitthvað á sér.“ Sigrún segist sjálf búa í Kópavogi en hún er úr Grindavík og þar er fjölskylda hennar þannig að hún fer mikið til Grindavíkur. Hún segir að fólk hafi, þegar rýmt var, ekki haft nein tök á að taka féð með. Og hún var örlítið óörugg þegar hún fór þarna um. „Það var búið að tala um svo mikla gliðnun en það var ekkert þarna niðri við fjöruna. Mestu lætin voru þarna fyrir ofan,“ segir Sigrún. En fjárhús hennar eru nánast í fjöruborðinu, við Sjávarbraut við Stóru-Bót. „En við sóttum kindurnar og fengum inni fyrir þær í hesthúsi í Keflavík hjá góðum manni. Það er landris í Grindavík núna og ekkert hægt að segja til um hvað verður.“
Dýr Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira