Handbolti

Spánn úr leik á EM

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Spánverjar fara ekki áfram í milliriðil.
Spánverjar fara ekki áfram í milliriðil. Alex Grimm/Getty Images

Spánn er úr leik á EM karla í handbolta. Þá vann Frakkland þriggja marka sigur á Þýskalandi í uppgjöri toppliðanna í A-riðli.

Frakkland vann Þýskaland, lokatölur 33-30. Það þýðir að Frakkland vinnur A-riðil og fer með tvö stig í milliriðil á meðan Þýskaland endar í 2. sæti og fer áfram stigalaust. Dika Mem og Kentin Mahe voru markahæstir hjá Frakklandi með fimm mörk hvor. Juri Knorr skoraði átta mörk fyrir Þýskaland.

Í B-riðli gerðu Spánn og Austurríki jafntefli, 33-33. Það þýðir að Austurríki fylgir Króatíu í milliriðil á meðan Spánn er úr leik.

Milliriðlarnir hefjast á morgun en Ísland á leik á fimmtudag.


Tengdar fréttir

Króatía í sama milli­riðil og Ís­land

Króatía tryggði sér sæti í milliriðli á Evrópumóti karla í handknattleik með sex marka sigri á Rúmeníu í B-riðli, lokatölur 31-25. Króatía og Ísland munu því mætast í milliriðli en Ísland er komið þangað eftir sigur Svartfjallalands á Serbíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×