Vantar ástríðu og auðmýkt: „Man ekki í fljótu bragði eftir annarri eins frammistöðu“ Stefán Árni Pálsson skrifar 17. janúar 2024 08:01 Leikmenn landsliðsins ósáttir eftir leikinn í gær. Vísir/vilhelm „Ég man ekki í fljótu bragði eftir annarri eins frammistöðu hjá íslensk landsliðinu því miður,“ segir Einar Jónsson, þjálfari Fram, í hlaðvarpinu Besta sætið á Vísi og á öllum hlaðvarpsveitum. Ísland tapaði illa fyrir Ungverjum 33-25 í lokaleik liðsins í riðlinum á EM í gærkvöldi. Eins marks sigur Svartfellinga gegn Serbum fyrr um daginn skilar Íslendingum áfram í milliriðilinn. Rúnar Kárason, leikmaður Fram og fyrrum landsliðsmaður, mætti einnig í þáttinn og gerði leikinn upp. „Þetta var ótrúlega skrýtið. Við erum að sjá mikið hik, óöryggi, skreffeila, tvígrip, drippla og grípa í tómt í hraðaupphlaupum og einhvern veginn var þetta eins og algjört andlegt gjaldþrot,“ segir Rúnar Kárason. „Það stendur bara ekki steinn yfir steini þarna,“ grípur Einar inn í. „Í gegnum tíðina hefur okkur skort breidd og annað. En það hefur aldrei verið vesen að okkur skorti ástríðu. Þessi andlegi þáttur hefur yfirleitt alltaf verið mjög sterkur. Ég hef smá áhyggjur af því á fyrsta móti Snorra að þessi andlegi þáttur er núll og ég er ekki að kenna Snorra um það. Að horfa á leikmenn inn á vellinum og ég tek sérstaklega eftir því þegar Bjarki er að fagna upp í stúku þvílíkt mikið. Ég á ekki að taka eftir því að hann er einn að gera það. Það eiga allir að gera það,“ segir Einar Jóns og heldur áfram. „Vertu þakklátur og dragðu í þig þessa sex þúsund Íslendinga sem eru þarna að styðja þig. Taktu það með þér og ekki láta það hvíla á öxlunum á þér. Ég sakna þess að sjá leikmenn sem þátttakendur með áhorfendum.“ Rúnar telur að leikmenn landsliðsins séu ekki að sleppa sér og njóta að vera á stærsta sviðinu. Hann bætir við að það verði að vera ákveðin auðmýkt í öllum leikmönnum landsliðsins. „Sýnið þið smá fokking auðmýkt og ekki tala um í viðtölum að það sé svo æðislegt að horfa upp í stúku að allir séu hérna. Sýndu það í verki inni á vellinum og taktu með þér orkuna úr stúkunni og spilaðu með af auðmýkt.“ Hér að neðan má hlusta á hlaðvarpið í heild og einnig má hlusta á öllum hlaðvarðsveitum. Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Besta sætið Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti Leik lokið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni Körfubolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Fleiri fréttir Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Sjá meira
Ísland tapaði illa fyrir Ungverjum 33-25 í lokaleik liðsins í riðlinum á EM í gærkvöldi. Eins marks sigur Svartfellinga gegn Serbum fyrr um daginn skilar Íslendingum áfram í milliriðilinn. Rúnar Kárason, leikmaður Fram og fyrrum landsliðsmaður, mætti einnig í þáttinn og gerði leikinn upp. „Þetta var ótrúlega skrýtið. Við erum að sjá mikið hik, óöryggi, skreffeila, tvígrip, drippla og grípa í tómt í hraðaupphlaupum og einhvern veginn var þetta eins og algjört andlegt gjaldþrot,“ segir Rúnar Kárason. „Það stendur bara ekki steinn yfir steini þarna,“ grípur Einar inn í. „Í gegnum tíðina hefur okkur skort breidd og annað. En það hefur aldrei verið vesen að okkur skorti ástríðu. Þessi andlegi þáttur hefur yfirleitt alltaf verið mjög sterkur. Ég hef smá áhyggjur af því á fyrsta móti Snorra að þessi andlegi þáttur er núll og ég er ekki að kenna Snorra um það. Að horfa á leikmenn inn á vellinum og ég tek sérstaklega eftir því þegar Bjarki er að fagna upp í stúku þvílíkt mikið. Ég á ekki að taka eftir því að hann er einn að gera það. Það eiga allir að gera það,“ segir Einar Jóns og heldur áfram. „Vertu þakklátur og dragðu í þig þessa sex þúsund Íslendinga sem eru þarna að styðja þig. Taktu það með þér og ekki láta það hvíla á öxlunum á þér. Ég sakna þess að sjá leikmenn sem þátttakendur með áhorfendum.“ Rúnar telur að leikmenn landsliðsins séu ekki að sleppa sér og njóta að vera á stærsta sviðinu. Hann bætir við að það verði að vera ákveðin auðmýkt í öllum leikmönnum landsliðsins. „Sýnið þið smá fokking auðmýkt og ekki tala um í viðtölum að það sé svo æðislegt að horfa upp í stúku að allir séu hérna. Sýndu það í verki inni á vellinum og taktu með þér orkuna úr stúkunni og spilaðu með af auðmýkt.“ Hér að neðan má hlusta á hlaðvarpið í heild og einnig má hlusta á öllum hlaðvarðsveitum.
Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Besta sætið Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti Leik lokið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni Körfubolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Fleiri fréttir Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita