„Held að fólki á Íslandi líki ekkert voðalega vel við okkur“ Sindri Sverrisson skrifar 17. janúar 2024 07:30 Máté Lékai í hrömmum Elliða Snæs Viðarssonar í leiknum í gærkvöld. EPA-EFE/Anna Szilagyi Reynsluboltinn Máté Lékai var að vonum glaður eftir að Ungverjar fóru illa með Íslendinga á EM í handbolta í München í gærkvöld. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Lékai fagnar sigri gegn Íslandi en í þetta sinn var munurinn afar mikill. Ungverjar fögnuðu að lokum 33-25 sigri eftir að hafa haft algjöra yfirburði í seinni hálfleiknum. „Auðvitað kom þessi munur á óvart. Ísland er með frábært lið og við eigum langa sögu af leikjum við Íslendinga. Ég held að ég hafi spilað við Ísland svona sjö sinnum á stórmóti á mínum ferli. Við bjuggumst auðvitað ekki við þessum rosalega mun en vörnin okkar og markvörður stöðvaði allt í seinni hálfleik. Þeir misstu boltann, klúðruðu skotum, og á meðan vorum við einbeittir og gerðum fá mistök í sókninni. Spiluðum langar sóknir og fundum leiðir til að skora. Seinni hálfleikurinn var mjög, mjög góður,“ sagði Lékai. Þessi afar snjalli leikstjórnandi er vel meðvitaður um hve erfiðir Ungverjar hafa oft reynst Íslendingum: „Ég veit ekki hvernig þetta gerist en við erum alltaf að mæta Íslandi. Ég held að fólki á Íslandi líki ekkert voðalega vel við okkur,“ sagði Lékai léttur í bragði. Segir Ísland geta unnið öll lið í milliriðlinum „En íslenska liðið er virkilega gott lið sem getur unnið hvaða lið sem er í milliriðlinum. Þetta er mjög gott lið, góðir leikmenn, en að þessu sinni vorum við betri,“ bætti hann við eins og sannur herramaður. Mikið var rætt um mikilvægi línumannsins Bence Bánhidi í aðdraganda leiksins en hann fékk rautt spjald eftir korters leik. Það virtist síður en svo draga úr styrk Ungverja: „Við erum lið. Þó að einn leikmaður detti út, jafnvel einn sá mikilvægasti eins og Bánhidi, þá berjumst við saman allt til enda. Við erum kannski ekki í heimsklassa, hver og einn fyrir sig, en sameinaðir erum við í heimsklassa sem lið,“ sagði Lékai. Næsti leikur Íslands á EM er gegn Þýskalandi á morgun. Öflugt teymi Vísis er í Þýskalandi og fjallar um mótið í máli og myndum. EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Milliriðill Íslands er klár: Hefjum leik gegn Þjóðverjum Þrátt fyrir afhroð gegn Ungverjalandi á EM karla í handbolta í kvöld er Ísland komið í milliriðil. Sem stendur er Ísland neðsta lið riðilsins og svo sannarlega með bakið upp við vegg. Fyrsta verkefnið er Þýskaland á fimmtudagskvöld. 16. janúar 2024 22:46 Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn Handbolti „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Körfubolti Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Fleiri fréttir Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Sjá meira
Ungverjar fögnuðu að lokum 33-25 sigri eftir að hafa haft algjöra yfirburði í seinni hálfleiknum. „Auðvitað kom þessi munur á óvart. Ísland er með frábært lið og við eigum langa sögu af leikjum við Íslendinga. Ég held að ég hafi spilað við Ísland svona sjö sinnum á stórmóti á mínum ferli. Við bjuggumst auðvitað ekki við þessum rosalega mun en vörnin okkar og markvörður stöðvaði allt í seinni hálfleik. Þeir misstu boltann, klúðruðu skotum, og á meðan vorum við einbeittir og gerðum fá mistök í sókninni. Spiluðum langar sóknir og fundum leiðir til að skora. Seinni hálfleikurinn var mjög, mjög góður,“ sagði Lékai. Þessi afar snjalli leikstjórnandi er vel meðvitaður um hve erfiðir Ungverjar hafa oft reynst Íslendingum: „Ég veit ekki hvernig þetta gerist en við erum alltaf að mæta Íslandi. Ég held að fólki á Íslandi líki ekkert voðalega vel við okkur,“ sagði Lékai léttur í bragði. Segir Ísland geta unnið öll lið í milliriðlinum „En íslenska liðið er virkilega gott lið sem getur unnið hvaða lið sem er í milliriðlinum. Þetta er mjög gott lið, góðir leikmenn, en að þessu sinni vorum við betri,“ bætti hann við eins og sannur herramaður. Mikið var rætt um mikilvægi línumannsins Bence Bánhidi í aðdraganda leiksins en hann fékk rautt spjald eftir korters leik. Það virtist síður en svo draga úr styrk Ungverja: „Við erum lið. Þó að einn leikmaður detti út, jafnvel einn sá mikilvægasti eins og Bánhidi, þá berjumst við saman allt til enda. Við erum kannski ekki í heimsklassa, hver og einn fyrir sig, en sameinaðir erum við í heimsklassa sem lið,“ sagði Lékai. Næsti leikur Íslands á EM er gegn Þýskalandi á morgun. Öflugt teymi Vísis er í Þýskalandi og fjallar um mótið í máli og myndum.
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Milliriðill Íslands er klár: Hefjum leik gegn Þjóðverjum Þrátt fyrir afhroð gegn Ungverjalandi á EM karla í handbolta í kvöld er Ísland komið í milliriðil. Sem stendur er Ísland neðsta lið riðilsins og svo sannarlega með bakið upp við vegg. Fyrsta verkefnið er Þýskaland á fimmtudagskvöld. 16. janúar 2024 22:46 Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn Handbolti „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Körfubolti Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Fleiri fréttir Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Sjá meira
Milliriðill Íslands er klár: Hefjum leik gegn Þjóðverjum Þrátt fyrir afhroð gegn Ungverjalandi á EM karla í handbolta í kvöld er Ísland komið í milliriðil. Sem stendur er Ísland neðsta lið riðilsins og svo sannarlega með bakið upp við vegg. Fyrsta verkefnið er Þýskaland á fimmtudagskvöld. 16. janúar 2024 22:46
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti