Heildarfasteignamat í Grindavík um 107 milljarðar Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 17. janúar 2024 11:51 Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur nú metið heildar virði fasteigna í Grindavík. Vísir Hávær krafa er um að ríkissjóður bæti Grindvíkingum tjón sem íbúar í bænum hafa orðið fyrir vegna jarðhræringanna á Reykjanesi. Ýmsar tölur hafa verið nefndar um hvert verðmæti þeirra sé. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur nú tekið saman heildarfasteignamat bæjarins sem nemur um 107 milljörðum króna. Á fjölmennum íbúafundi Grindvíkinga með stjórnvöldum í gær kom fram hávær krafa um að stjórnvöld borgi íbúa út vegna stöðunnar sem komin er upp í bænum. Nokkrar tölur um verðmæti fasteigna komu fram á fundinum. Heildarvirði fasteigna Fréttastofa óskaði í morgun eftir svari við hvert heildar fasteignamat allra íbúðareigna í Grindavík sé í raun hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun. Í svari Húsnæðis-og mannvirkjastofnunar kemur eftirfarandi fram: Heildar fasteignamat allra íbúðareigna í Grindavík er 73,1 milljarður króna. Heildar brunabótamat allra íbúðareigna í Grindavík er (78,5 milljarðar. Alls eru tólfhundruð og ein íbúðareign í Grindavík. Heildar fasteignamat allra atvinnueigna í Grindavík er samkvæmt matinu 21,4 milljarðar. Heildar brunabótamat allra atvinnueigna í Grindavík er 42,1 milljarðar. Atvinnueignir eru alls 227. Húsnæðis-og mannvirkjastofnun metur einnig aðrar eignir í bænum þannig nemur fasteignamat sumarhúsa í Grindavík 4,7 milljörðum króna, stofnana og samkomustaða 3,4 milljörðum og við bætast jarðir, óbyggðar lóðir og lönd. Heildarfasteignamat Grindavíkur er því 107 milljarða en brunabótamatið 142 milljarðar króna. Það ber að nefna að þær eignir sem getið er í frétt á vef Grindavíkurbæjar hafa nú þegar fengið lækkun á fasteignamati og hafa ekkert brunabótamat að öllu eða hluta, þar sem NTÍ hefur metið sem altjón á einum eða fleiri matshlutum og eru því ekki inni í samtölunni hér að ofan. Þær eru þó svo fáar að þær hafa ekki teljandi áhrif á heildarsummurnar. Fréttin hefur verið uppfærð. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Húsnæðismál Fasteignamarkaður Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir Gefa sér ekki tíma til að óttast Pípulagningameistari sem fer fyrir vinnu í Grindavíkurbæ segir að unnið sé í kappi við tímann við að koma vatni og rafmagni á bæinn. Vinnumenn gefi sér ekki tíma til þess að óttast um eigið öryggi innan bæjarins en fari auðvitað varlega. 17. janúar 2024 11:50 Fyrsta stig verðmætabjörgunar í gangi og næstu til skoðunar Lögreglustjórinn á Suðurnesjum lýsir aðgerðum til að tryggja hita á húsum í Grindavíkurbæ sem stórri verðmætabjörgun. Áfram verður unnið að því í dag auk þess sem sérfræðingahópur á vegum almannavarna er að kortleggja sprungur og hættur í bænum. 17. janúar 2024 11:14 Erfiðast að sjá eigið hús ekki brunnið Íbúi Grindavíkur segir að erfiðasti dagurinn frá því að bærinn var rýmdur þann 10. nóvember síðastliðinn hafa verið þegar hún vaknaði einn morguninn í vikunni og sá að húsið hennar var ekki brunnið. 16. janúar 2024 19:03 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Fleiri fréttir Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Sjá meira
Á fjölmennum íbúafundi Grindvíkinga með stjórnvöldum í gær kom fram hávær krafa um að stjórnvöld borgi íbúa út vegna stöðunnar sem komin er upp í bænum. Nokkrar tölur um verðmæti fasteigna komu fram á fundinum. Heildarvirði fasteigna Fréttastofa óskaði í morgun eftir svari við hvert heildar fasteignamat allra íbúðareigna í Grindavík sé í raun hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun. Í svari Húsnæðis-og mannvirkjastofnunar kemur eftirfarandi fram: Heildar fasteignamat allra íbúðareigna í Grindavík er 73,1 milljarður króna. Heildar brunabótamat allra íbúðareigna í Grindavík er (78,5 milljarðar. Alls eru tólfhundruð og ein íbúðareign í Grindavík. Heildar fasteignamat allra atvinnueigna í Grindavík er samkvæmt matinu 21,4 milljarðar. Heildar brunabótamat allra atvinnueigna í Grindavík er 42,1 milljarðar. Atvinnueignir eru alls 227. Húsnæðis-og mannvirkjastofnun metur einnig aðrar eignir í bænum þannig nemur fasteignamat sumarhúsa í Grindavík 4,7 milljörðum króna, stofnana og samkomustaða 3,4 milljörðum og við bætast jarðir, óbyggðar lóðir og lönd. Heildarfasteignamat Grindavíkur er því 107 milljarða en brunabótamatið 142 milljarðar króna. Það ber að nefna að þær eignir sem getið er í frétt á vef Grindavíkurbæjar hafa nú þegar fengið lækkun á fasteignamati og hafa ekkert brunabótamat að öllu eða hluta, þar sem NTÍ hefur metið sem altjón á einum eða fleiri matshlutum og eru því ekki inni í samtölunni hér að ofan. Þær eru þó svo fáar að þær hafa ekki teljandi áhrif á heildarsummurnar. Fréttin hefur verið uppfærð.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Húsnæðismál Fasteignamarkaður Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir Gefa sér ekki tíma til að óttast Pípulagningameistari sem fer fyrir vinnu í Grindavíkurbæ segir að unnið sé í kappi við tímann við að koma vatni og rafmagni á bæinn. Vinnumenn gefi sér ekki tíma til þess að óttast um eigið öryggi innan bæjarins en fari auðvitað varlega. 17. janúar 2024 11:50 Fyrsta stig verðmætabjörgunar í gangi og næstu til skoðunar Lögreglustjórinn á Suðurnesjum lýsir aðgerðum til að tryggja hita á húsum í Grindavíkurbæ sem stórri verðmætabjörgun. Áfram verður unnið að því í dag auk þess sem sérfræðingahópur á vegum almannavarna er að kortleggja sprungur og hættur í bænum. 17. janúar 2024 11:14 Erfiðast að sjá eigið hús ekki brunnið Íbúi Grindavíkur segir að erfiðasti dagurinn frá því að bærinn var rýmdur þann 10. nóvember síðastliðinn hafa verið þegar hún vaknaði einn morguninn í vikunni og sá að húsið hennar var ekki brunnið. 16. janúar 2024 19:03 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Fleiri fréttir Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Sjá meira
Gefa sér ekki tíma til að óttast Pípulagningameistari sem fer fyrir vinnu í Grindavíkurbæ segir að unnið sé í kappi við tímann við að koma vatni og rafmagni á bæinn. Vinnumenn gefi sér ekki tíma til þess að óttast um eigið öryggi innan bæjarins en fari auðvitað varlega. 17. janúar 2024 11:50
Fyrsta stig verðmætabjörgunar í gangi og næstu til skoðunar Lögreglustjórinn á Suðurnesjum lýsir aðgerðum til að tryggja hita á húsum í Grindavíkurbæ sem stórri verðmætabjörgun. Áfram verður unnið að því í dag auk þess sem sérfræðingahópur á vegum almannavarna er að kortleggja sprungur og hættur í bænum. 17. janúar 2024 11:14
Erfiðast að sjá eigið hús ekki brunnið Íbúi Grindavíkur segir að erfiðasti dagurinn frá því að bærinn var rýmdur þann 10. nóvember síðastliðinn hafa verið þegar hún vaknaði einn morguninn í vikunni og sá að húsið hennar var ekki brunnið. 16. janúar 2024 19:03