Má ekki vera viðstaddur mál lögmanns Eddu Bjarkar Jón Þór Stefánsson skrifar 17. janúar 2024 18:45 Frá hægri: Sigurður Örn, Edda Björk, og Hildur Sólveig. Samsett Sigurður Örn Hilmarsson, formaður lögmannafélags Íslands, mátti ekki vera viðstaddur þinghald í Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem ákvörðun var tekin um hvort lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu fengi heimild til að skoða rafræn gögn í farsíma konu. Samkvæmt heimildum fréttastofu er síminn sem um ræðir í eigu Hildar Sólveigar Pétursdóttur, lögmanns Eddu Bjarkar Arnardóttur, sem hlaut tuttugu mánaða fangelsisdóm í Noregi á dögunum fyrir að nema börn sín á brott. Lögreglan lagði hald á símann þegar Hildur var handtekin, þann 21. desember í samþættum aðgerðum lögreglu sem urðu meðal annars til þess að synir Eddu Bjarkar fundust og voru fluttir til föður síns. Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að þinghaldið skuli vera lokað. Í úrskurði héraðsdóms segir að þegar málið hafi átt að vera tekið fyrir hafi Sigurður verið viðstaddur í dómsal. Saksóknari, fyrir hönd lögreglustórans á höfuðborgarsvæðinu, mótmælti viðveru hans, en ekki verjandi Hildar. Sigurður hélt því fram að aðkoma hans væri „einvörðungu í þágu lögmannastéttarinnar“ enda sé hann formaður lögmannafélagsins. Honum þætti því mikilvægt að fá kost á að fylgjast með þinghaldinu, og benti á að hann væri bundinn þagnarskyldu um það sem leynt ætti að fara. Dómari sagði hins vegar að þinghaldið skyldi vera lokað og krafðist Sigurður úrskurðar þess til staðfestingar. Hver sem er geti mætt sé þinghaldið opið Í skriflegum úrskurði segir að ákvörðunin byggi á því að rannsókn málsins sé enn á frumstigi og að „fyrirsjáanlegt verði að farið verði yfir gögn sem eðli málsins samkvæmt þarf að ríkja trúnaður um.“ Dómari hafi því ekki séð sér fært að hafa þinghaldið opið, en þá væri ekkert því til fyrirstöðu að aðrir aðilar, sem væru ekki í sömu stöðu og Sigurður, sem formaður lögmannafélagsins, myndu fylgjast með þinghaldinu sem gæti skaðað rannsóknarhagsmuni málsins. Mál Eddu Bjarkar Dómsmál Lögmennska Tengdar fréttir Aðgerð Eddu sögð þaulskipulögð með hjálp huldumanns í Noregi Þingrétturinn í Þelamörk í Noregi, sem dæmdi Eddu Björk Arnardóttur í tuttugu mánaða skilorðsbundið fangelsi í dag, segir að aðgerðin, þar sem synir hennar voru numdir á brott frá föður sínum í Noregi til Íslands, hafi verið þaulskipulögð, líkt og fagmenn hefðu verið að verki. 11. janúar 2024 20:37 Vill að íslensk stjórnvöld standi í lappirnar gagnvart þeim norsku Einn lögmanna Eddu Bjarkar Arnardóttur þrýstir nú á ríkissaksóknara koma henni heim til Íslands sem allra fyrst. Nú verði íslensk stjórnvöld að standa í lappirnar gagnvart þeim norsku. 12. janúar 2024 14:45 Slógu heimilisfangið rangt inn og gerðu engar fleiri tilraunir Þingrétturinn í Þelamörk í Noregi veitti Eddu Björk Arnardóttur afslátt af refsingu vegna klúðurs norsku lögreglunnar að fresta aðalmeðferð í ágúst síðastliðnum á þeim grundvelli að Edda Björk ætlaði ekki að mæta. Viðurkennt var að lögreglan hefði slegið heimilsfang Eddu rangt inn og ekki leitað frekari leiða til að birta henni fyrirkall sem hún fyrir vikið svaraði aldrei. 11. janúar 2024 17:30 Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira
Samkvæmt heimildum fréttastofu er síminn sem um ræðir í eigu Hildar Sólveigar Pétursdóttur, lögmanns Eddu Bjarkar Arnardóttur, sem hlaut tuttugu mánaða fangelsisdóm í Noregi á dögunum fyrir að nema börn sín á brott. Lögreglan lagði hald á símann þegar Hildur var handtekin, þann 21. desember í samþættum aðgerðum lögreglu sem urðu meðal annars til þess að synir Eddu Bjarkar fundust og voru fluttir til föður síns. Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að þinghaldið skuli vera lokað. Í úrskurði héraðsdóms segir að þegar málið hafi átt að vera tekið fyrir hafi Sigurður verið viðstaddur í dómsal. Saksóknari, fyrir hönd lögreglustórans á höfuðborgarsvæðinu, mótmælti viðveru hans, en ekki verjandi Hildar. Sigurður hélt því fram að aðkoma hans væri „einvörðungu í þágu lögmannastéttarinnar“ enda sé hann formaður lögmannafélagsins. Honum þætti því mikilvægt að fá kost á að fylgjast með þinghaldinu, og benti á að hann væri bundinn þagnarskyldu um það sem leynt ætti að fara. Dómari sagði hins vegar að þinghaldið skyldi vera lokað og krafðist Sigurður úrskurðar þess til staðfestingar. Hver sem er geti mætt sé þinghaldið opið Í skriflegum úrskurði segir að ákvörðunin byggi á því að rannsókn málsins sé enn á frumstigi og að „fyrirsjáanlegt verði að farið verði yfir gögn sem eðli málsins samkvæmt þarf að ríkja trúnaður um.“ Dómari hafi því ekki séð sér fært að hafa þinghaldið opið, en þá væri ekkert því til fyrirstöðu að aðrir aðilar, sem væru ekki í sömu stöðu og Sigurður, sem formaður lögmannafélagsins, myndu fylgjast með þinghaldinu sem gæti skaðað rannsóknarhagsmuni málsins.
Mál Eddu Bjarkar Dómsmál Lögmennska Tengdar fréttir Aðgerð Eddu sögð þaulskipulögð með hjálp huldumanns í Noregi Þingrétturinn í Þelamörk í Noregi, sem dæmdi Eddu Björk Arnardóttur í tuttugu mánaða skilorðsbundið fangelsi í dag, segir að aðgerðin, þar sem synir hennar voru numdir á brott frá föður sínum í Noregi til Íslands, hafi verið þaulskipulögð, líkt og fagmenn hefðu verið að verki. 11. janúar 2024 20:37 Vill að íslensk stjórnvöld standi í lappirnar gagnvart þeim norsku Einn lögmanna Eddu Bjarkar Arnardóttur þrýstir nú á ríkissaksóknara koma henni heim til Íslands sem allra fyrst. Nú verði íslensk stjórnvöld að standa í lappirnar gagnvart þeim norsku. 12. janúar 2024 14:45 Slógu heimilisfangið rangt inn og gerðu engar fleiri tilraunir Þingrétturinn í Þelamörk í Noregi veitti Eddu Björk Arnardóttur afslátt af refsingu vegna klúðurs norsku lögreglunnar að fresta aðalmeðferð í ágúst síðastliðnum á þeim grundvelli að Edda Björk ætlaði ekki að mæta. Viðurkennt var að lögreglan hefði slegið heimilsfang Eddu rangt inn og ekki leitað frekari leiða til að birta henni fyrirkall sem hún fyrir vikið svaraði aldrei. 11. janúar 2024 17:30 Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira
Aðgerð Eddu sögð þaulskipulögð með hjálp huldumanns í Noregi Þingrétturinn í Þelamörk í Noregi, sem dæmdi Eddu Björk Arnardóttur í tuttugu mánaða skilorðsbundið fangelsi í dag, segir að aðgerðin, þar sem synir hennar voru numdir á brott frá föður sínum í Noregi til Íslands, hafi verið þaulskipulögð, líkt og fagmenn hefðu verið að verki. 11. janúar 2024 20:37
Vill að íslensk stjórnvöld standi í lappirnar gagnvart þeim norsku Einn lögmanna Eddu Bjarkar Arnardóttur þrýstir nú á ríkissaksóknara koma henni heim til Íslands sem allra fyrst. Nú verði íslensk stjórnvöld að standa í lappirnar gagnvart þeim norsku. 12. janúar 2024 14:45
Slógu heimilisfangið rangt inn og gerðu engar fleiri tilraunir Þingrétturinn í Þelamörk í Noregi veitti Eddu Björk Arnardóttur afslátt af refsingu vegna klúðurs norsku lögreglunnar að fresta aðalmeðferð í ágúst síðastliðnum á þeim grundvelli að Edda Björk ætlaði ekki að mæta. Viðurkennt var að lögreglan hefði slegið heimilsfang Eddu rangt inn og ekki leitað frekari leiða til að birta henni fyrirkall sem hún fyrir vikið svaraði aldrei. 11. janúar 2024 17:30