Handbolti

Pat­rekur og Ás­geir spáðu í EM-spilin og nýtt spálíkan opin­berað

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, reynir að brjótast í gegnum ungversku vörnina í leik liðanna í fyrradag.
Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, reynir að brjótast í gegnum ungversku vörnina í leik liðanna í fyrradag. vísir/vilhelm

Háskólinn í Reykjavík bauð til HR stofu í tengslum við EM í handbolta. Dr. Peter O‘Donoghue, prófessor við íþróttafræðideild HR, hefur gert nýtt spálíkan fyrir mótið sem tekur tillit til úrslita í riðlunum. Hann fór yfir spálíkanið og skoðaði einnig möguleika íslenska landsliðsins á að komast í forkeppni Ólympíuleikanna.

HR stofan hófst klukkan 12:30 en útsendingu frá henni má sjá hér fyrir neðan.

Klippa: HR stofan - Eigum við enn séns á ÓL?

Dr. Hugh Fullagar, einnig prófessor við íþróttafræðideild HR, ræddi síðan endurheimt. Leikmenn eru nú búnir að spila þrjá leiki á EM, auk æfingaleikja fyrir mótið, og þá fara aðrir þættir en handboltageta að skipta miklu máli. Endurheimt er líklega sá þáttur sem skiptir hvað mestu máli á þessu stigi mótsins. Hugh fór yfir hversu mikilvæg endurheimt er og hvað þurfi að gera svo hún verði sem best.

Þeir Patrekur Jóhannesson, fyrrverandi landsliðsmaður í handbolta, og Ásgeir Jónsson, fyrrverandi leikmaður og þjálfari í handbolta og kennari við viðskiptadeild HR, ræddu síðan við Kristján Halldórsson, kennara við íþróttafræðideild HR, um frammistöðu liðsins það sem af er mótinu, spálíkan Peters, möguleika okkar eins og staðan er núna, leikina fram undan og liðin sem strákarnir munu mæta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×