Apple veltir Samsung úr sessi Samúel Karl Ólason skrifar 18. janúar 2024 10:24 Apple seldi meira en fimmtung allra nýrra síma í heiminum á síðasta ári. AP/Andy Wong Bandaríska fyrirtækið Apple velti á síðasta ári tæknirisanum Samsung, frá Suður-Kóreu, úr sessi á toppi snjallsímamarkaðs heimsins. Þar hafði Samsung setið í tólf ár sem fyrirtækið sem seldi flesta snjallsíma í heiminum. Samkvkæmt gögnum greinenda fyrirtækisins International Data Corp. seldi Apple 20,1 prósent allra snjallsíma sem seldir voru í heiminum á síðasta ári. Þar á eftir kom Samsung með 19,4 prósent en kínverska fyrirtækið Xiaomi var í þriðja sæti með 12,5 prósent. Þegar kemur að því að kaupa nýrri snjallsíma hafa kaupendur heilt yfir haldið að sér höndum á undanförnum árum. Sala nýrra síma dróst saman um 3,2 prósent í fyrra, borið saman við árið 2022. Alls voru seldir 1,17 milljarðar síma árið 2023 og hefur fjöldinn ekki verið lægri í áratug. Apple var eina fyrirtækið af þremur efstu sem seldi fleiri síma í fyrra en árið 2022 og jókst salan um 3,7 prósent. Salan hjá Samsung dróst saman um 13,6 prósent í fyrra, samkvæmt gögnum IDC. Reuters hefur eftir öðrum greinendum að breytinguna megi að miklu leiti rekja til þess að forsvarsmenn Samsung hafi einbeitt sér að betri og dýrari símum, frekar en að því að selja marga síma, með því markmiði að hámarka hagnað. Apple Samsung Bandaríkin Suður-Kórea Tækni Mest lesið Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Viðskipti innlent Akademias tekur yfir rekstur Avia Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Viðskipti innlent „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Samkvkæmt gögnum greinenda fyrirtækisins International Data Corp. seldi Apple 20,1 prósent allra snjallsíma sem seldir voru í heiminum á síðasta ári. Þar á eftir kom Samsung með 19,4 prósent en kínverska fyrirtækið Xiaomi var í þriðja sæti með 12,5 prósent. Þegar kemur að því að kaupa nýrri snjallsíma hafa kaupendur heilt yfir haldið að sér höndum á undanförnum árum. Sala nýrra síma dróst saman um 3,2 prósent í fyrra, borið saman við árið 2022. Alls voru seldir 1,17 milljarðar síma árið 2023 og hefur fjöldinn ekki verið lægri í áratug. Apple var eina fyrirtækið af þremur efstu sem seldi fleiri síma í fyrra en árið 2022 og jókst salan um 3,7 prósent. Salan hjá Samsung dróst saman um 13,6 prósent í fyrra, samkvæmt gögnum IDC. Reuters hefur eftir öðrum greinendum að breytinguna megi að miklu leiti rekja til þess að forsvarsmenn Samsung hafi einbeitt sér að betri og dýrari símum, frekar en að því að selja marga síma, með því markmiði að hámarka hagnað.
Apple Samsung Bandaríkin Suður-Kórea Tækni Mest lesið Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Viðskipti innlent Akademias tekur yfir rekstur Avia Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Viðskipti innlent „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira