Stöndum vörð um orkuöryggi Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar 18. janúar 2024 14:00 Mikil eftirspurn er eftir raforku hérlendis og nokkur ár eru í að Landsvirkjun taki í rekstur nýjar aflstöðvar. Margvísleg fyrirtæki sem krefjast þó nokkurrar orku hafa sýnt því áhuga að hefja starfsemi hérlendis en Landsvirkjun hefur þurft að vísa þeim á bug vegna þess að orkan er ekki til. Raforkunotkun heimila og minni fyrirtækja hefur einnig vaxið á undanförnum árum, ef litið er framhjá því tímabili þegar heimsfaraldur gekk yfir. Aukin raforkunotkun á undanförnum árum er m.a. vegna fólksfjölgunar, vaxtar samfélagsins og orkuskipta. Orkunotkun vegna orkuskipta útskýrir hluta af vextinum á undanförnum árum. Orkunotkunin tekur þó ekki stökkbreytingum á skömmum tíma en búast má við áframhaldandi stöðugum vexti. Landsvirkjun selur raforku til sölufyrirtækja sem selja hana áfram til heimila og minni fyrirtækja. Eftirspurnin á þeim markaði eftir raforku frá Landsvirkjun hefur aukist langt umfram vöxt í raunverulegri notkun heimila og minni fyrirtækja að undanförnu. Á milli áranna 2020 og 2023 jókst sala Landsvirkjunar einnig mikið á forgangsorku til annarra en stórnotenda, eða um 400 GWh. Þessi aukna sala Landsvirkjunar samsvarar allri aukinni raforkunotkun þessa notendahóps og rúmlega það. Landsvirkjun hefur sölu til heimila og minni fyrirtækja í forgangi. Kerfi Landsvirkjunar er nú fullnýtt og miklar takmarkanir eru á þeim skuldbindingum sem fyrirtækið getur undirgengist til viðbótar við núverandi skuldbindingar. Fyrirtækið ber ekki ábyrgð á orkuöryggi heimila og minni fyrirtækja og hefur ekki gert í um tuttugu ár. Stjórnvöld bera þá ábyrgð og farsæl lausn verður að finnast. Orkuörygginu ógnað Greiningar bæði Landsnets og Landsvirkjunar benda til þess að eftirspurn eftir raforku vaxi enn frekar á næstu árum. Ný orkuvinnsla skilar hins vegar ekki aukinni orku inn á kerfið fyrr en eftir 3-4 ár. Þessi staða ógnar orkuöryggi heimila og minni fyrirtækja á næstu misserum. Nýir stórnotendur mega ekki fá orku á kostnað heimila og minni fyrirtækja. Viðbúið er að einhverjir notendur fái ekki þá orku sem þeir sjá fyrir sér að nota. Kerfið okkar er einstakt í heiminum að því leyti að það er einangrað og ótengt og byggir á 100% endurnýjanlegum orkugjöfum. Við getum ekki flutt inn orku frá nálægu raforkukerfi og við getum ekki farið í raforkuvinnslu með jarðefnaeldsneyti þegar eftirspurn er mikil. Þetta tvennt er mögulegt í erlendum raforkukerfum. Rangt að orku sé sóað Þær raddir heyrast stundum að orku sé sóað í raforkuviðskiptum á Íslandi. Það er rangt og það er líka rangt að annars konar markaður með raforku sé einhver töfralausn sem kalli fram bætta orkunýtni eða finni nýja orku sem grípa megi til. Orku er eingöngu sóað ef notandinn nýtir ekki bestu mögulega tækni eða þegar kveikt er á tækjum sem ekki er þörf á hverju sinni. Það er að sjálfsögðu orkusóun þegar ljós eru látin loga í mannlausu herbergi, en sú sóun er á ábyrgð notandans, ekki raforkukerfisins. „Sóunin“ hjá Landsvirkjun gæti sannarlega ekki verið minni. Við kappkostum að hámarka nýtingu þeirra orkuauðlinda sem okkur er trúað fyrir og það hefur tekist með slíkum ágætum að hlutfall seldrar orku af orkugetu okkar er hvorki meira né minna en 99%. Það má heldur ekki gleyma þeirri alkunnu staðreynd að orka eyðist ekki. Sú orka sem t.d. stórnotandi nýtir ekki er annað hvort nýtt af öðrum eða þá að droparnir verða eftir í lónunum okkar og varminn um kyrrt í iðrum jarðar og nýtist síðar. Enginn situr uppi með orku í lokuðu kerfi eins og okkar, þar sem tekið er út af því jafn óðum og orkan verður til. Það eru engar rafhlöður tengdar við kerfið okkar aðrar en uppistöðulón og jarðvarmi. Skerðingar eru ekki lausnin Innrennsli í miðlanir Landsvirkjunar hefur á undanförnum mánuðum verið með lakasta móti. Þegar svo háttar til kveða samningar Landsvirkjunar við stórnotendur og fleiri viðskiptavini á um að takmarka megi afhendingu raforku. Landsvirkjun hefur skert afhendingu á víkjandi orku síðan í desember. Skerðingar til stórnotenda hefjast í þessum mánuði og geta þær staðið allt til 30. apríl. Lélegt vatnsár tengist ekki þeirri stöðu sem greiningar benda til að sé fram undan á næstu árum og lausnin felst ekki í skerðingum af hálfu Landsvirkjunar til viðskiptavina sinna. Landsvirkjun hefur ekki selt meiri raforku en kerfi fyrirtækisins ræður við og mun ekki gera það. Mikilvægt er að bregðast við þeirri ógn sem steðjar að raforkuöryggi heimila og almennra fyrirtækja á næstu árum. Það þarf að gera af raunsæi þar sem litið er til eftirspurnar og frekari orkuvinnslu. Stjórnvöld verða að axla þá ábyrgð sem lög kveða á um, svo hér búi almenningur áfram við raforkuöryggi og atvinnulífið geti vaxið og dafnað. Höfundur er sérfræðingur í viðskiptagreiningu og þróun markaða hjá Landsvirkjun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsvirkjun Orkumál Jónas Hlynur Hallgrímsson Mest lesið Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Mikil eftirspurn er eftir raforku hérlendis og nokkur ár eru í að Landsvirkjun taki í rekstur nýjar aflstöðvar. Margvísleg fyrirtæki sem krefjast þó nokkurrar orku hafa sýnt því áhuga að hefja starfsemi hérlendis en Landsvirkjun hefur þurft að vísa þeim á bug vegna þess að orkan er ekki til. Raforkunotkun heimila og minni fyrirtækja hefur einnig vaxið á undanförnum árum, ef litið er framhjá því tímabili þegar heimsfaraldur gekk yfir. Aukin raforkunotkun á undanförnum árum er m.a. vegna fólksfjölgunar, vaxtar samfélagsins og orkuskipta. Orkunotkun vegna orkuskipta útskýrir hluta af vextinum á undanförnum árum. Orkunotkunin tekur þó ekki stökkbreytingum á skömmum tíma en búast má við áframhaldandi stöðugum vexti. Landsvirkjun selur raforku til sölufyrirtækja sem selja hana áfram til heimila og minni fyrirtækja. Eftirspurnin á þeim markaði eftir raforku frá Landsvirkjun hefur aukist langt umfram vöxt í raunverulegri notkun heimila og minni fyrirtækja að undanförnu. Á milli áranna 2020 og 2023 jókst sala Landsvirkjunar einnig mikið á forgangsorku til annarra en stórnotenda, eða um 400 GWh. Þessi aukna sala Landsvirkjunar samsvarar allri aukinni raforkunotkun þessa notendahóps og rúmlega það. Landsvirkjun hefur sölu til heimila og minni fyrirtækja í forgangi. Kerfi Landsvirkjunar er nú fullnýtt og miklar takmarkanir eru á þeim skuldbindingum sem fyrirtækið getur undirgengist til viðbótar við núverandi skuldbindingar. Fyrirtækið ber ekki ábyrgð á orkuöryggi heimila og minni fyrirtækja og hefur ekki gert í um tuttugu ár. Stjórnvöld bera þá ábyrgð og farsæl lausn verður að finnast. Orkuörygginu ógnað Greiningar bæði Landsnets og Landsvirkjunar benda til þess að eftirspurn eftir raforku vaxi enn frekar á næstu árum. Ný orkuvinnsla skilar hins vegar ekki aukinni orku inn á kerfið fyrr en eftir 3-4 ár. Þessi staða ógnar orkuöryggi heimila og minni fyrirtækja á næstu misserum. Nýir stórnotendur mega ekki fá orku á kostnað heimila og minni fyrirtækja. Viðbúið er að einhverjir notendur fái ekki þá orku sem þeir sjá fyrir sér að nota. Kerfið okkar er einstakt í heiminum að því leyti að það er einangrað og ótengt og byggir á 100% endurnýjanlegum orkugjöfum. Við getum ekki flutt inn orku frá nálægu raforkukerfi og við getum ekki farið í raforkuvinnslu með jarðefnaeldsneyti þegar eftirspurn er mikil. Þetta tvennt er mögulegt í erlendum raforkukerfum. Rangt að orku sé sóað Þær raddir heyrast stundum að orku sé sóað í raforkuviðskiptum á Íslandi. Það er rangt og það er líka rangt að annars konar markaður með raforku sé einhver töfralausn sem kalli fram bætta orkunýtni eða finni nýja orku sem grípa megi til. Orku er eingöngu sóað ef notandinn nýtir ekki bestu mögulega tækni eða þegar kveikt er á tækjum sem ekki er þörf á hverju sinni. Það er að sjálfsögðu orkusóun þegar ljós eru látin loga í mannlausu herbergi, en sú sóun er á ábyrgð notandans, ekki raforkukerfisins. „Sóunin“ hjá Landsvirkjun gæti sannarlega ekki verið minni. Við kappkostum að hámarka nýtingu þeirra orkuauðlinda sem okkur er trúað fyrir og það hefur tekist með slíkum ágætum að hlutfall seldrar orku af orkugetu okkar er hvorki meira né minna en 99%. Það má heldur ekki gleyma þeirri alkunnu staðreynd að orka eyðist ekki. Sú orka sem t.d. stórnotandi nýtir ekki er annað hvort nýtt af öðrum eða þá að droparnir verða eftir í lónunum okkar og varminn um kyrrt í iðrum jarðar og nýtist síðar. Enginn situr uppi með orku í lokuðu kerfi eins og okkar, þar sem tekið er út af því jafn óðum og orkan verður til. Það eru engar rafhlöður tengdar við kerfið okkar aðrar en uppistöðulón og jarðvarmi. Skerðingar eru ekki lausnin Innrennsli í miðlanir Landsvirkjunar hefur á undanförnum mánuðum verið með lakasta móti. Þegar svo háttar til kveða samningar Landsvirkjunar við stórnotendur og fleiri viðskiptavini á um að takmarka megi afhendingu raforku. Landsvirkjun hefur skert afhendingu á víkjandi orku síðan í desember. Skerðingar til stórnotenda hefjast í þessum mánuði og geta þær staðið allt til 30. apríl. Lélegt vatnsár tengist ekki þeirri stöðu sem greiningar benda til að sé fram undan á næstu árum og lausnin felst ekki í skerðingum af hálfu Landsvirkjunar til viðskiptavina sinna. Landsvirkjun hefur ekki selt meiri raforku en kerfi fyrirtækisins ræður við og mun ekki gera það. Mikilvægt er að bregðast við þeirri ógn sem steðjar að raforkuöryggi heimila og almennra fyrirtækja á næstu árum. Það þarf að gera af raunsæi þar sem litið er til eftirspurnar og frekari orkuvinnslu. Stjórnvöld verða að axla þá ábyrgð sem lög kveða á um, svo hér búi almenningur áfram við raforkuöryggi og atvinnulífið geti vaxið og dafnað. Höfundur er sérfræðingur í viðskiptagreiningu og þróun markaða hjá Landsvirkjun.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun