Umfjöllun: Höttur - Njarðvík 85-88 | Njarðvík rétt marði Hött í framlengingu Pétur Guðmundsson skrifar 18. janúar 2024 18:30 Vísir/Hulda Margrét Njarðvík mættu í MVA höllina í kvöld. Það var hlýtt og gott í höllinni þó að það væru -15 gráður utandyra. Fyrir leik voru liðin á svipuðum stað í töflunni eins og reyndar flest liðin. Njarðvík með 9 sigra og 4 töp á meðan að Höttur var með 7 sigra og 6 töp. Leikurinn fór rólega af stað og hvorugt liðið með áhersluna á varnarleik. Upp og niður leikur en samt ekki mikið skorað. Staðan 9-9 um miðja leikhlutann og jafnt á flestum tölum. Höttur náði að komast yfir og byggja upp sjö stiga forskot 20-13 og litu betur út. Chaz og Dwayne Ogunleye náðu að setja körfur og vinna Njarðvíkinga inní leikinn aftur. Staðan 24-21 eftir fyrsta leikhluta. Áfram hélt baráttan og skotnýting liðanna var ekkert frábær. Höttur með yfirhöndina til að byrja leikhlutann og aftur var jafnt um miðjan leikhlutann og nú fór Njarðvík framúr. Ekki stór sveifla enda sjö stig ekki lengi að gufa upp í körfuboltanum. Bæði lið voru að fá mjög jafnt framlag frá öllum leikmönnum. Hjá Njarðvík voru það áfram Chaz og Dwayne Ogunleye sem fóru fyrir sína mönnum og náðu að keyra forskotið í sjö stig mest og fóru með fjögurra stiga forskot í hálfleikinn. 52-56 í hálfleik. Þriðji leikhluti var ekki áhorfandavænn. Mikið klafs og margir tapaðir boltar, klukkan gekk lítið og lítið skorað. Dómarar leiksins leyfðu aðeins meiri snertingu og það hefði átt að henta Hattarmönnum betur. Vörnin hertist og mistök á báða bóga. Um miðjan leikhlutann var Höttur komið í yfir 61-60. Það entist þó ekki lengi og Njarðvík náði aftur að koma sér í sex stiga forystu fyrir síðasta leikhlutan 63-69. Líkt og oft áður í Hattarleikjum ætlaði þessi leikur að vera endalaus. Margar villur og mörg vafaatriði. Dómurunum leiðist nú ekki að kíkja í skjáinn og nýta þann möguleika oft. Leikurinn hélt áfram að vera í járnum, þó var Njarðvík skrefinu á undan. Höttur náði að koma sér yfir þegar þrjár mínútur voru eftir 78-77 eftir að Gustav Suhr-jessen tók til sinna ráða. Hann og Matej Karlovic sáu um stigskorið hjá Hetti á lokakaflanum enn saga kvöldsins var Dwayne Ogunleye. Í stöðunni 78-77 tók hann til sinna ráða. Á síðustu þremur mínutunum setti hann tíu stig úr allskyns stöðum. Af línunni, með því að keyra á körfuna og úr tveimur þriggja stiga skotum. Fór nærri því að vera með endakarla frammistöðu og leiddi sitt lið til sigurs. Í lokinn reyndu Hattarmenn hvað þeir gátu til að brjóta og freista gæfunar á því að Njarðvík myndu geyga á línunni. Þeir byrjuðu kannski heldur seint á þesu þar sem þeir voru bara með tvær liðsvillur þegar sextán sekúndur voru eftir. Chaz Willams var einfaldlega of snöggur og náði að brenna mikið af klukkunni með hraðanum sínum og hann innsiglaði sigur sinna manna á línunni 85-88. Gríðarlega mikilvægur sigur fyrir Njarðvík. Helsta tölfræði Hjá Njarðvík : Dwayne Ogunleye 25 stig , 3 fráköst og 5 stoðsendingar Chaz Williams 14 stig , 8 fráköst , 6 stoðsendingar Hjá Hetti : Gustav Suhr-Jessen 16 stig 6 fráköst Nemanja Knezevic 9 stig, 16 fráköst, 4 stoðsendingar Subway-deild karla Höttur UMF Njarðvík
Njarðvík mættu í MVA höllina í kvöld. Það var hlýtt og gott í höllinni þó að það væru -15 gráður utandyra. Fyrir leik voru liðin á svipuðum stað í töflunni eins og reyndar flest liðin. Njarðvík með 9 sigra og 4 töp á meðan að Höttur var með 7 sigra og 6 töp. Leikurinn fór rólega af stað og hvorugt liðið með áhersluna á varnarleik. Upp og niður leikur en samt ekki mikið skorað. Staðan 9-9 um miðja leikhlutann og jafnt á flestum tölum. Höttur náði að komast yfir og byggja upp sjö stiga forskot 20-13 og litu betur út. Chaz og Dwayne Ogunleye náðu að setja körfur og vinna Njarðvíkinga inní leikinn aftur. Staðan 24-21 eftir fyrsta leikhluta. Áfram hélt baráttan og skotnýting liðanna var ekkert frábær. Höttur með yfirhöndina til að byrja leikhlutann og aftur var jafnt um miðjan leikhlutann og nú fór Njarðvík framúr. Ekki stór sveifla enda sjö stig ekki lengi að gufa upp í körfuboltanum. Bæði lið voru að fá mjög jafnt framlag frá öllum leikmönnum. Hjá Njarðvík voru það áfram Chaz og Dwayne Ogunleye sem fóru fyrir sína mönnum og náðu að keyra forskotið í sjö stig mest og fóru með fjögurra stiga forskot í hálfleikinn. 52-56 í hálfleik. Þriðji leikhluti var ekki áhorfandavænn. Mikið klafs og margir tapaðir boltar, klukkan gekk lítið og lítið skorað. Dómarar leiksins leyfðu aðeins meiri snertingu og það hefði átt að henta Hattarmönnum betur. Vörnin hertist og mistök á báða bóga. Um miðjan leikhlutann var Höttur komið í yfir 61-60. Það entist þó ekki lengi og Njarðvík náði aftur að koma sér í sex stiga forystu fyrir síðasta leikhlutan 63-69. Líkt og oft áður í Hattarleikjum ætlaði þessi leikur að vera endalaus. Margar villur og mörg vafaatriði. Dómurunum leiðist nú ekki að kíkja í skjáinn og nýta þann möguleika oft. Leikurinn hélt áfram að vera í járnum, þó var Njarðvík skrefinu á undan. Höttur náði að koma sér yfir þegar þrjár mínútur voru eftir 78-77 eftir að Gustav Suhr-jessen tók til sinna ráða. Hann og Matej Karlovic sáu um stigskorið hjá Hetti á lokakaflanum enn saga kvöldsins var Dwayne Ogunleye. Í stöðunni 78-77 tók hann til sinna ráða. Á síðustu þremur mínutunum setti hann tíu stig úr allskyns stöðum. Af línunni, með því að keyra á körfuna og úr tveimur þriggja stiga skotum. Fór nærri því að vera með endakarla frammistöðu og leiddi sitt lið til sigurs. Í lokinn reyndu Hattarmenn hvað þeir gátu til að brjóta og freista gæfunar á því að Njarðvík myndu geyga á línunni. Þeir byrjuðu kannski heldur seint á þesu þar sem þeir voru bara með tvær liðsvillur þegar sextán sekúndur voru eftir. Chaz Willams var einfaldlega of snöggur og náði að brenna mikið af klukkunni með hraðanum sínum og hann innsiglaði sigur sinna manna á línunni 85-88. Gríðarlega mikilvægur sigur fyrir Njarðvík. Helsta tölfræði Hjá Njarðvík : Dwayne Ogunleye 25 stig , 3 fráköst og 5 stoðsendingar Chaz Williams 14 stig , 8 fráköst , 6 stoðsendingar Hjá Hetti : Gustav Suhr-Jessen 16 stig 6 fráköst Nemanja Knezevic 9 stig, 16 fráköst, 4 stoðsendingar
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti